Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 67

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 67
SPURNINGAR OG SVÖR. (Framhald af 2. kápusiðu). Hvaða afstöðu hefurðu til barna — barnsfæðinga, atlæti, gæzlu, uppeldi? Þykir þér gaman að skapa fallegt hcimili, stjórna því og halda því þrifa- lcgu? Þetta eru nokkur af grundvallaratrið- um þeim, scm þú þarft að gcra þér ljós, þcgar þú velur þér „réttan“ maka í sam- ræmi við eðli þitt og óskir. SVÖR TIL ÝMSRA Til „Urrxðalausrar": — Kæra mín. Ég er alveg sammála þér í því, að það muni ekki vera sálin, sem hann girnist. Og það eru eilíf sannindi, að karlmað- ur þarf ekki að elska konu, sem hann hcfur mök við. Ef þú villt láta hann hafa þig áfram eins og leikfang, eins og þú kcmst að orði, þá þú um það. Hitt teldi ég hollara, að þú segðir hon- um hrcinlega til syndanna næst, þegar hann kemur, og vísaðir honum á dyr. Hver veit nema hann fengi þá áhuga á sál þinni líka! Til „Kollu': — Elsku vinkona. Ég vcit að þetta veldur þér miklu hugar- angri, en þó ég væri öll af viija gerð, gæti ég ekki gefið þér annað ráð við þessu en að bíða átekta. Ég þekki marg- ar ungmeyjar, sem hafa kvalizt af því sama og þú, en í flestum tilfellum lag- ast það nteð aldrinum og þær verða jafn- vel spengilegri en vinkonur þeirra, sem nú hafa Venusarmálið um mjaðmirnar. I sambandi við spurningu sem ég fékk frá „Forvitinni", ætla ég að segja frá nokkrum spurningum, sem Dorothy Dix fékk. Hún svaraði spurningum frá amerískum tímaritslesendum hvorki meira né minna en í rúmlega hálfa öid, og hún fékk þúsundir bréfa á dag. — Ella Bentley Arthur, sem var hægri hönd hennar við að svara bréfum í 25 ár, hefur birt í bókarformi nokkra út- drætti úr sumum þeirra miljóna bréfa, scm Dorothy fékk. Mörg þeirra eru grátkómisk, en skrifuð í fullri einlægni, það athugist. Hér eru nokkur dæmi: „Eg las það um daginn, að sjöunda hvert barn, sem fæðist í heiminn, væri kínverskt. Ó, geturðu nú ekki hjálpað mér, Dorothy mín; ég á von á sjöunda barninu mínu!“ „Mér er sama þó að kærastinn minn berji mig, sem hann gerir þegar hon- um sýnist svo. En þegar hann slær mig niður úti á' götu, þá finnst mér hann vera farinn að gera ást okkar of opin- bera.“ „Sökum kringumstæðna, sem ég fékk ekki við ráðið, varð ég móðir þriggja barna, er fæddust utan hjónabands." „Ég er ung stúlka, sem þrái óstjórn- lega félagsskap karlmanns." „Viltu gera svo vel og segja mér und- irstöðuatriði lífsins og senda mér heim- ilisföng nokkurra hermanna og sjó- manna.“ „Maðurinn minn ber mig, gefur mér blóðnasir, mer mig svo á handleggjun- um, slær mig svo að það sér á mér í andlitinu, sparkar í fótleggina á mér og kemur ekki heim heilar nætur. Ég veit a^þetta virðist ekki vera mikið, Doro- thy mín, en þú getur ekki ímyndað þér, hvað mér mislíkar það.“ Eva Adams HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafell, Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Baldursgötu 9, Reykjavík, sími 5314. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. — Verð hvers heftis er 10 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.