Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 39
Hann hélt áfram að glotta.
„Vertu ekki svona hrædd. Hver
var að tala um morð? Ef eitt-
hvað svipað kæmi fyrir aftur —
án þess nokkur hreyfði við hon-
um með litla fingri — væri það
morð?“
Hann reis hægt á fætur, teygði
sig letilega, deplaði til hennar
öðru auganu og fór út úr eld-
húsinu.
Eftir að hann var farinn stóð
hún lengi hreyfingarlaus eins og
steingervingur. Síðustu orð hans
hljómuðu án afláts fyrir eyrum
hennar eins og yiðlag í rudda-
legum söng. „Væri það morð?
Væri það morð?“
Um birtingu morguninn eftir
gekk hún aftur upp stigann með
heitt rakvatnið. Sama dauða-
kyrrðin og daginn áður grúfði
yfir húsinu og tröppurnar mörr-
uðu undan fótataki frú Collins.
Hún stanzaði faman við dyrnar
og barði.
Enginn svaraði. Hún heyrði
hann ekki ieinu sinni stynja.
Dauðaþögn.
Hún barði ekki í annað sinn.
Hún flýtti sér að setja frá sér
vatnið og þefaði um leið við
skráargatið. Hún þóttist finna
daufan þef af kolsýringi.
Hún flýtti sér að opna dyrn-
ar.
Hún stanzaði á þrepskildinum
og glápti inn í herbergið. Her-
bergið var mannlaust. Hann var
þar ekki.
Loftið í herberginu var ferskt
og svalt. Glugginn var galopinn.
En í mjúkum viðnum umhverfis
dyrnar eymdi ennþá eftir af
annarlegum þef kolsýringsins.
Það hafði sýnilega verið sofið
í rúminu, því rúmfötin voru í
óreiðu. En hún sá hvergi gömlu
náttskyrtuna, sem hann var van-
ur að sofa í. Ekki heldur bux-
urnar og jakkann, sem hann
klæddist á daginn. Eins og hann
hefði farið í fötin utan yfir nátt-
skyrtuna. Og hvenær hafði það
komið fyrir áður?
Hún gekk að ofninum og þreif-
aði á 'honum. Hann var enn volg-
ur. Það hafði greinilega verið
kveikt upp í honum nýlega.
Hún opnaði hann og gægðist
inn í hann. Askan var blaut og
hún sá glitra í vatn. Það gat ekki
verið sama vatnið og hún hafði
skvett á glæðurnar fyrir tuttugu
og fjórum klukkustundum. Það
myndi vera horfið fyrir löngu.
„Væri það morð? Væri það
morð?“ hljómaði stöðugt fyrir
eyrum hennar.
Hún veitti ýmsu öðru í her-
berginu athygli og grunur henn-
ar varð að vissu. Hún fann ýms
ummerki, sem þó voru smávægi-
legri en höfuðröksemdin: að það
JTJNÍ, 1955
37