Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 40
hafði verið kveikt upp í ofnin- um fyrir skömmu og að leigj- andinn var horfinn. Hún tók eft- ir rifum á veggfóðrinu, eins og það hefði verið skorið með vasa- hníf. Sums staðar hafði verið losað um listana niðri við gólf- ið. Og það hafði jafnvel verið skorið í sessuna á einum hæg- indastólnum svo að stoppið kom í ljós. Það var eins og einhver hefði verið að leita að einhverj- um földum hlut. Hún skjögraði niður stigann og varð að halda sér með báð- um höndum í handriðið til að verjast falli. Hún uppgötvaði enn eina sönnun. Slána á inn- anverðri útidyrahurðinni. Ef herra Davis hefði farið út af fús- um og frjálsum vilja og á eðli- legan hátt hefði sláin ekki verið fyrir hurðinni. Hann myndi ekki hafa getað lokað dyrunum með henni utan frá. Hún rannsakaði dymar og sá að hún hafði séð rétt: Sláin sat djúpt í grópinni, dyrnar voru læstar að innanverðu. Hún gat ekki leyft sér að ef- ast lengur. Hann hafði ekki far- ið héðan lifandi. Og sennilegast var, að lík hans væri erm í hús- inu. Hún klöngraðist niður í kjall- arann. Hún stakk við fótum og heyrði að einhver trampaði þungum fótum á kjallaragólfið. Ekki eins og einhver gengi fram og aftur, heldur eins og verið væri að trampa á ójöfnu, slétta hrjúfan flöt. Hún gat ekki hreyft sig úr sporunum af ótta. Hann hlaut að hafa orðið hennar var. Trampið hætti. Það varð djúp, lævísleg þögn, — þau stóðu sín hvorum megin við hurðina og hleruðu. Loks tók hún að hamra á hurð- ina með flötum lófunum, frávita af ótta. „Jerry, opnaðu! hleyptu mér inn!“ Hún heyrði að eitthvað þungt var dregið eftir gólfinu. Hún gat ekki gert sér grein fyrir hvað það myndi vera. Hún tók aftur að berja á hurðina í ofboði. „Jerry, í guðs bænum opnaðu dyrnar!“ Þær opnuðust snögglega og hann stóð andspænis henni. Hann strauk flötum lófunum niður lærin, eins og til að þurrka af þeim óhreinindi. Hann stóð kyrr í opnum dyrunum eins og hann ætlaði að varna henni inn- göngu. „Hleyptu mér inn,“ sagði hún skjálfrödduð. „Hvað er á seyði?“ sagði hann kuldalega. „Hvernig væri að þú byðir mér upp á kaffi? Eða er ég ékki verður matarins í dag?“ En 38 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.