Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 11
—“ spurði ég, „kona eða leik- kona?“ Henni tókst að brosa á móti. „Ég hélt að ég væri kona,“ sagði hún, „og mig langar til þess að verða leikkona. En mér finnst erfitt að leika ástarsenu með honum sem leikara. Mér finnst — “ og nú fór hún fyrst að gráta fyrir alvöru, „— mér líður illa.“ „Gerir hann þig æsta?“ spurði ég. „Mér finnst hann dásamleg- ur,“ viðurkenndi hún. Þetta var auðvitað gömul saga. Reyndur leikari var að leika á móti óreyndri stúlku og bilið á milli þeirra sagði til sín. Clark Gable hefði haft sömu áhrif á stúlkuna, en hún hefði ekki orð- ið fyrir eins miklum áhrifum af ógiftum manni eins og af gift- um. Já, mér líkar vel að leika á móti reyndum manni. Á þann hátt finnst mér að ég geti leik- ið bezt — með öllum þeim til- finningum, sem gera kvik- myndahlutverk mín meira sann- færandi. Er það ekki skiljanlegt, að maður, sem hefur verið giftur, geti vakið eðlilegustu og á- nægjulegustu tilfinningarnar. Á hinn bóginn, ef hann er ógiftur, kann hann að hafa þá lífs- reynslu, að hafa elskað í raun og sannleika í það minnsta einu sinni. En slíkir leikarar eru því miður fáséðir. Við skulum horfast í augu við þessar staðreyndir. Maður, sem er giftur eða hefur elskað heitt áður, er vanari að geðjast kven- fólki. Er nokkuð sárgrætilegra í ástalífinu en þegar stóra augna- blikið kemur, þegar tunglið er alveg mátulega bjart, og kærast- inn kann ekki að kyssa fyrsta kossinn? Af allri afbrýðisemi held ég að sú versta sé að vera afbrýði- söm út í fyrstu stúlkuna, eða fyrsta karlmanninn. Ef maður hugsar út í það, eiga allir sína fortíð og það er vegna þeirrar fortíðar, að þetta er orðið fólkið, sem maður elskar. Þegar ég lék í kvikmyndinni „All The King's Men“ hjá Col- umbia sá ég John Ireland í fyrsta skipti. Þá hugsaði ég strax: „Þarna er maður, sem ég vildi láta faðma mig.“ Enda þótt hann væri enn ung- ur, hafði hann margt við sig, sem var hjá eldri mönnum, hann hafði verið giftur og var faðir tveggja yndislegra barna. Hann kyssti mig. Ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur miklu oftar en ætlazt var til í kvikmyndahand- ritinu. Og hvað gerðist? Ég giftist honum. JÚNÍ, 1955 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.