Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 42
liann með mér þegar ég fór nið-
ur í kjallarann.“
Á miðanum stóð með blýants-
skrift: „Frú C — ég verð ekki
heima í nótt. Þér getið sett slána
fyrir dyrnar. — D.“
Hún virti hann fyrir sér, ásak-
andi. „Þetta er ekki líkt rit-
hendi hans. Eg hef séð rithönd
hans.“
Hann yppti öxlum háðslega.
„Honum hefur kannske verið
of kalt á höndunum til að skrifa
eins og hann á að sér. Eg heyrði
að hann blés í kaun í forstof-
uni.“
Hún lét miðann falla á gólfið.
Nú þurfti hún aðeins að spyrja
hann einnar spurningar enn.
„Hvemig gat hann sett slána
fyrir eftir að hann var kominn
út?“
„Eg setti slána fyrir þegar
hann var farinn, svo að enginn
óviðkomandi ryddist inn.“
Hún kinkaði kolli eins og hún
hefði búizt við að hann myndi
.svara þessu til.
Hún benti á gólfið. Fingur
hennar voru eins og stirðnaðar.
„Þetta er gröf,“ sagði hún hljóm-
laust.
Hann sneri sér við og starði á
skuggann á gólfinu eins og hann
hefði ekki tekið eftir honum áð-
ur. „Ó, þetta?“ sagði hann ólund-
arlega. „Það er hundurinn. Eg
gróf hann þarna rétt áðan. Ég
hef víst barið hann heldur
þjösnalega."
Þriggja feta langur hundur í
sex feta gröf, hugsaði hún.
Hann glotti eins og hann hefði
lesið hugsanir hennar. „Ég kom
niður á vatnsleiðslu undir gólf-
inu sagði hann. „Ég varð að
víkka gröfina. Þess vegna er
hún svona stór.“
Fingur hennar benti enn að
gröfinni eins og hana skorti afl
til að hreyfa hann. Hann varð
að slá á hönd hennar — annars
hefði fingurinn haldið áfram að
benda.
„Hvar er þá hundurinn, ef þú
heldur að hann sé ekki í gröf-
inni?“ urraði hann. „Geturðu
sagt mér það? Sérðu hann hér
nokkurs staðar?“
Hún svaraði engu. Það var of
auðvelt. Hann hafði að líkindum
flæmt hann út úr húsinu í örygg-
isskyni, svo hann kæmi ekki
upp um hann. Hundar hegða sér
kynlega — þegar þeir finna þef-
inn af einhverju, sem hefur ver-
ið grafið í jörð.
Hann gekk hratt fram og aft-
ur um gólfið. Ásakandi augna-
ráð hennar virtist æsa hann upp.
„Þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur,“ urraði hann.
(Niðurl. í næsta hefti)
40
HEIMILISRITIÐ