Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Qupperneq 12
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. stnx að draga fisk, hagræða seglum og að þekkja skip í fjarska á seglbúningnum. Magðalena átti einkar góðan vin, sem Pjetur hjet. Hann var eitthvað þremur eða fjórum árum eldri en hún og átti heima á næsta bæ við vitann. Pjetur var hávaxinn og þrekinn og hafði gróft hár, gulbjart, stórar hendur og í lófun- um var sigg eftir árarhlu nmana. Augun voru smá en þó snör, eins og vant er hjá því fólki, sem frá barnæsku er vant við að horfa út á hafið í regni og dimmviðri. Faðir Pjeturs var ekkjumaður og átti ekki önnur börn. En svo tók hann upp á því að gifta sig aftur, og nú fæddist honum hvert barnið á fætur öðru. Pað var altaf verið að stríða Pjetri á því, að hann yrði að fara að heimta sinn part af jörðinni, en Pjetur sagðist ætla að bíða með þolinmæði. En altaf eignaðist hann fleiri og fleiri hálf- systkinin, og menn fóru smámsaman að henda gaman að honum. Einn dag hafði einhverjum dottið í hug að kalla hann Pjetur þolinmóða. Pað var fyndni, sem mikið þótti í varið, og upp frá því var þetta viðurnefni hans. Annars var nú óþarfi að hlægja að Pjetri; hann var framúrskarandi duglegur sjómaður, og hversdagslega svo hægur og stiltur, að varla þektist annað eins þar um slóðir. Hann kærði sig ekki vitund um að vekja athygli annara á sjer, en var altaf svo einstaklega ötull og vinnureifur, og ljet sjer ekkert fyrir brjósti brenna. Pað voru því allir sammála um það, að Pjetur þolinmóði mundi hafa sig áfram. Vinfengið milli dóttur vitavarðarins og Pjet- urs þolinmóða var mjög innilegt á báðar hlið- ar. Fyrst framan af voru nú hinir og þessir að reyna að ná henni frá honum. En þá vildi það til einn dag, er hún var á sjó með Pjetri, að veður tók að hvessa á útnorðan. Bátur Pjeturs og allur útbúnaður var af bestu tegund, svo öllu var óhætt. En vitavörðurinn hafði horft á bátinn í gegnum stóra sjónaukann, og nú kom hann þjótandi niður til strandar, og nam ekki staðar fyr en yst úti á litla varnar- garðinum. »Parna er pabbi!« sagði Magðalena, »skyldi hann vera hræddur um okkurpc »Oh, — hann er nú víst of vel viti borinn til þess,« sagði Pjetur rólegur. En sendiherraskrifarinn var nú samt ekki betur viti borinn en það, að hann beið hálf- órólegur í fjörunni. En þegar Pjetur stýrði öruggur beint í hafnaropið og sveigði svo fyrir endann á garðinum, inn í ládeyðuna, þá varð gamli maðurinn hrifinn. »Sá kann nú*tökin á því,» tautaði hann fyrir munni sjer, um leið og hann hjálpaði dóttur sinni upp úr bátnum. Og í stað þess að hella úr sjer skömmunum, eins og hann hafði ætlað sjer, sagði hann aðeins: »Pú ert röskur drengur Pjetur. En þú mátt nú samt ekki fara með hana á sjó einsam3ll.» Pað var enginn svo nálægt, að hann gæti heyrt hvað gamli maðurinn sagði; en þegar þau kvöddu Pjetur bæði — Magðalena rjetti meira að segja höndina niður í bátinn — þá gátu allir sjeð það, bæði þeir sem voru i naust- unum og eins á bæjunum í kring, að Pjetur hafði ekki komið sjer út úr húsi hjá vitaverð- inum. Og upp frá því þótti það alveg sjálf- sagt, að hann hefði einkarjett til að vera með ungfrúnni. Pjetur braut nú heilann um það, hvern hann ætti að ráða með sjer á bátinn. Hann vissi vel að það væri úti um alla ánægju, ef ein- hver af fjelögum hans væri með. Að lokum valdi hann sjer til fylgdar vesalings hálfvita, þaðan úr grendinni, unglingspilt, sem auk þess var heyrnarsljór. Menn gátu ekkert skilið í því, hvað Pjetur ætlaði að gera með hann heimska Hans fyrir háseta. En Pjetur var nú altaf svo sjerlundaður — hann var ánægður með háset- ann, og Magðalena líka. Og þegar hún svo nokkrum dögum síðar skaust inn í dyrnar og hrópaði til föður síns: »Jeg ætia að fara á sjó með PjetriN — þá gat hún bætt við með góðri samvisku: »Hann hefir auðvitað fengið mann með sjer, fyrst þú vilt það endilega!«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.