Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 16
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Jæja!« svaraði Pjetur og stökk eins og köttur upp brekkuna. Á hlaupunuin fleygði hann öllum þaranum, til þess að hafa humarinn lausan; og þegar hann kom að eldhúsdyrunum, hratt hann upp hurðinni, fleygði skepnunni á bekkinn og hróp- aði: »Gerið svo vel!« og var allur á burt um leið. Stúlkan hafði þekt hann á málrómnum, og stökk út á eftir honum, til þess að biðja um nýjan fisk á föstudaginn. En hann var horf- inn niður fyrir brekkuna: »Hver skrattinn sjálf- ur er orðinn af honum!« Gulhvíti sandurinn teygðist norður með sjón- um, eins langt og augað eygði, og grænir mel- grasblettir sáust hjer og þar. Strandlínan lá í bugðum og voru skerjaklasar á víð og dreif úti í sjónum. Máfar og gæsir höfðu nóg að starfa í fjörumáiinu, en smávaxnar brimöidurn- ar glitruðu í sólskininu. Pjeíur náði Magðalenu brátt, því hún fór sjer fremur hægt í þetta sinn. Hún hafði slit- ið skúfa af nokkrum stráum á leiðinni og stung- ið þeim undir hattborðann. Sundurlyndið frá deginum áður, hvíidi þungt á þeim báðum, það var það fyrsta, sem gerð- ist sögulegt í sambandinu þeirra á milli; og þeim hefir líklega fundist — hvoru á sinn hátt — að einhverskonar tímamót stæðu fyrir dyr- um. Pess vegna forðuðust þau bæði, eins og þau gátu, að ympra á því, sem þau voru að- allega að hugsa um. Samræðan varð því efn- islítil og vandræðaleg, setningarnar stuttar og slitrótiar. Loksins varð hún að reyna að kom- ast að efninu og spurði hann, hvort hann hefði fengið marga humra í nótt. »Tuttugu og sjö,« svaraði Pjetur. Pað var nú hvorki mikið eða lítið, svo ekki varð meira um það sagt. »Pú rerir mikið í gær — « sagði hún, og laut niður, því nú fann hún að þau voru að færast nær hvort öðru. »Það var — það var, — af því að jeg var einn í bátnum — « sagði hann stamandi; hann skildi strax að það var óskö p kjánalegt að segja þetta; en hann gat nú ekki við því gert. »Þú vilt ef til vill helst vera einn í bátn- um?« spurði hún hvatlega og horfði á hann. En þegar hann slóð þarna fyrir framan hana — fullorðinn karlmaðurinn — svo vandræða- legur, ringlaður og dapur á svipinn, en samt svo sterkur og karlmannlegur, þá gat hún ekki stilt sig um að stökkva upp um hálsinn á honum og sagði hálfhlæjandi, en þó eins og sneypt: »Æ, Pjetur! — Pjetur!« Pjetur hafði enga hugmynd um, hvað hann ætti að gera við kvenmann, sem hjengi um hálsinn á honum, og stóð því hreyfingarlaus. Hann rendi augunum niður yfir dökka hárið og beinvaxið bakið — og svo lagði hann sterklega handlegginn sinn með hægð utan um hana og skalf af undrun yfir dirsku sinni. Pau voru nú komin inn í melgrasið og settust niður í þurran sandinn, bak við eina af stærstu þústunum. Hann settist við hlið hennar. Pjet- ur litaðist um, og virti hana fyrir sjer við og við, en altaf svo hikandi. Pað var auðsjeð, að hann skildi ekkert í því, sem var að ger- ast. Og að lokum fanst henni hann svo hlægi- Iegur, að hún stökk hlæjandi á fætur og hróp- aði: »Komdu, Pjetur!« — við skulum hlaupa!« Ýmist hlupu þau eða gengu fet fyrir fet; þungu sjóstígvjelin hans gerðu breið för í sandinn, og það var svo skrítið að sjá sporin eftir litlu kvenstígvjelin hennar við hliðina á hinum, að þau sneru sjer við til að hlæja að því. Pau ljeku sjer og hlógu eins og börn, án þess að gefa þvi gætur, að þau voru fullorð- in, og Pjetur varð að Iofa því, að hætta að tyggja munntóbak. Og þau gengu fram með bugðóttri ströndinni, á takmörkum hins mikla úthafs — þar hjeldu þessi ungu hjörtu hátíð lífs síns, en bogamyndaðar brimöldurnar glitr- uðu í sólskininu. — — Vitavörðurinn var að enda við brjef til bróður síns. Hann var að svara einu af þessum leiðinlegu verslunarbrjefum og skrifa á víxil- eyðublöð, sem bróðirinn hafði sent honum. Aldrei gat hann munað hvar hann átti að skrifa

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.