Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 33
BÓKMENTIR. 27 þeir, sem eftir lifa — ef þeim þykir það ómaks- ins vert — látið sprengja upp skápinn og látið söguna koma fyrir almennings sjónir. Frægðin, sem hún kann að vinna nafni mínu, getur þá ekki lengur orðið mjer til tjóns.« Stþ. G. þýddi. Bókmentir. Sjaldan hefir verið meira aðstreymi á bóka- markað okkar en nú um skeið. Hver bókin rekur aðra, margar ágætar með afbrigðum. »Nýjar Kvöldvökur« hafa hvorki tækifæri nje rúm til þess að minnast nema örfárra þessara nýju bóka. Rað hefði þó verið æskilegt, að geta og mega rita langt og ítarlegt mál um margar þeirra, tilfæra valda kafia, beina athygli les- endanna að ýmsu því besta, fegursta og frum- legasta, sem þær hafa að geyma. En hjer verður aðeins að nægja sú ósk, að vor lestrar- fúsa þjóð meti ekki alt að jöfnu, sem berst að, heldur velji sjer þær bækurnar, sem eru þess virði, að þær sjeu Iesnar oftar en einu sinni. Hinar bækurnar, sem menn fá sig fuli- sadda af við íyrsta lestur, svara tæplega kostn- aði nú, þegar pappír og prentun er í þessu verði. En sjerhver góð bók í bókaskápnum, á hillunni eða undir koddanum, þar sem altaf er hægt að sækja í nýjan fróðleik, svölun og auðlegð, nýtt útsýni yfir lífið, hvenær sem Iienni er .flett upp, sú bók er varla of dýru verði keypt hverjum þeim, sem kann að meta hana. Nokkurra slíkra bóka verður minst í þessu hefti. Jóhann Bojer: Ástaraugun og Insta þráin. »Astaraugun«. eru smásögur, fimm að tölu, sllar jafn heilbrigðar, hlýjar og sannar; hrein Hst á máli og formi. Jóhann Bojer er einna frægastur núlif- andi, norrænna rithöfunda, djúpsærri, listfengari, bjartsýnni en flestir aðrir. Stíll hans og fram- setning öll, einkum á þessum fögru æfintýrum ber þann blæ, að eigi er heiglum hent að þýða rit hans á önnur tungumál. Hjer er það enn örðugra sakir þess, að þýðandinn hefir nú mörg ár dvalið erlendis, of fjarri hinu talaða, lifandi máli. Sjást þess merki á stöku stað í þýðingunni. Tæplega getur fegurri lífsskoðun, en í þess- um litlu sögum. Alt gott, sem mætir þjer í lífinu, á að vera til þess, að gera þig að betra manni, og gera umhverfið eitthvað hlýrra og bjartara. Annars hefir það verið til ónýtis. Hver einasta björt endurminning, minning um ljós eða blóm, ást eða gleði getur lýst upp fyrir þjer rökkurstundir lífsins. F*að er þjer sjálfum að kenna, ef hún megnar það ekki. Þá sýkir þú lífið og beiskir tilveruna fyrir.þjer og öðrum. En það máttu ekki. Þú átt ekki að vera dökkur, dapurlegur skuggi, heldur sólargeisli, sem yljar veröldina. Það er ekki þur siðgæðisprjedikun hjá höf- undinum þetta. Sögurnar mála það alt með ljósum og lifandi dæmum, er verða bkkur ó- gleymanleg. Það er ómetanlegur gróði að fá rit Bojers á íslensku. Nú er eitt Ieikrit hans, »Sigurður Braa«, sýnt á leiksviði í Reykjavík í vetur. Fyrir nokkrum árum var leikritið »Augu pstar- innar« leikið þar. Bæði þessi Ieikrit eru snildar- verk, sem hljóta að hafa göfgandi áhrif á alla, er sjá þau og heyra. Nýlega kom út skáldsaga eftir Jóhann Bojer í íslenskri þýðingu. Það var »Insta þráin«. Lífsskoðunin er hin sama og í smærri sögun- um, en í þessari sögu er líklega dýpra kafað, en í nokkurri annari bók höfundarins. Fjöllesin, mentuð kona ljet sjer þau orð um munn fara, er bók þessi (Den store Hunger) barst fyrst hingað til Iands, að þetta væri besta sagan, er hún hefði lesið. Söguhetjan er hæfileikamaður, tilfinningaríkur ♦*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.