Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Side 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og stórhnga, sem aldrei gat fengið instu þrá sinni fullnægt. Hafði honum þó tekist að vinna sig upp úr fátækt og fyrirlitningu, verða mikils- metinn maður, sem gat beitt sjer fyrir stór- feldustu framkvæmdum heimsins. Hann hefði getað safnað auði og hlotið völd og metorð, og ofan á alt annað varð hann aðnjótandi fullkominnar heimilishamingju. Alt, sem þessi heimur getur í tje látið virtist falla honum í skaut. En þránni var ekki fullnægt við neitt af því. Hann hjelt áfram að leita, uns öll veraldargæfa hans hrundi í rústir. Og þegar öll sund sýndust Iokuð, heilsan var þrotin og alt var af honum tekið, þá rennur upp það augnablik, sem hann hafði verið að leita að alt lífið. »Jeg sat aleinn á reginhafskletti sjálfrar til- verunnar. Sól og stjörnur voru mjer sloknað- ar. — — En sjáðu nú, þá lifði jeg það, að ennþá var eiíthvað eftir. Rað var ofurlítill, ó- bugandi neisti í mjer. Og hann tók að lýsa af sjálfsdáðum.--------Jeg fór að finna til með- aumkunar, sem ekki verður orðum að komið, með öllum mönnum á jarðríki.« Og Pjetur, söguhetjan, tekur síðasta bygg- hnefann,* sem hann á, og sáir honum í akur nágrannans, sem enginn hafði viljað hjálpa um útsæði. En þó var það þessi maður, sem hafði sært hann dýpst, sem hafði af eintómri mannvonsku svift hann síðasta geislanum í lífinu. A næturþeli vann Pjetur þetta misk- unnarverk, til þess að engan skyldi gruna, að hann hefði gert það. Hann hafði unnið sigur f baráttunni við sjálfan sig. Svo djúpt þurfti að grafa til þess að guð- dómsneistinn fólgni í eðli þessa manns, birtist á yfirborði orða og athafna, og að hann loks gæti fylgst með í því, að »skapa guð« á jörðu, guðsríki meðal mannanna. En að því sköpun- arverki stuðla allir, sem auðga, fegra og göfga líf sjálfs sín eða annara á einhvern hátt. Slík er lífsskoðun Jóhanns Bojers. Hann virðist, fljótt á litið, fara aðrar götur en trúmennirnir, en niðurstaðan verður hin sama. Menn ættu ekki að kunna því illa, þó það sje sjaldgæft, að þannig sje skygnst niður í hyldýpi og insta eðli mannssálarinnar, Ieitað að »instu þrá« hennar. j g Einar H. Kvaran: Sögur Rannveigar I. Reykjavík 1919. Pað er nú svo komið, að þegar menn heyra getið um nýja sögu eftir þenna höfund, þá vita menn, að þar er ágætissaga á ferðinni. Hann er orðinn svo alkunnur fyrir sögur sínar, bæði hvað orðfæri og efnisval snertir, að því þarf ekki að lýsa, enda stendur hann svo langt fyrir ofan alla núlifandi skáldsagnahöfunda vora, að þar kemst enginn samanburður að. Pað er enginn efi á því, að þessi síðasta saga verður vinsæl hjá almenningi, ekki síður en »Sálin vaknar« og »Sambýli«. Pó er hún rituð nokkuð á annan veg. Söguhetjan (Rannveig) er látin sjálf segja frá atburðunum. Og getur það farið vel hjá ritsnillingi eins og Einari H. Kvaran, en jeg veit, að sumir fella sig ver við það söguform. Saga þessi er svo full af fjöri og fyndni, að hún tekur fram, að því leyti, öðrum sögum höf. frá seinni árum. Ekki vant- ar þó alvöruna á milli, og djúpsæja Iífsspeki. Hvergi víkur sagan að dularfullum fyrirbrigðum. Munu sumir telja það kost, en þó ekki jeg. Og þess er að gæta, að þetta er aðeins byrjun sagnabálks. Hversu langur hann kann að verða, veit sjálfsagt enginn nema höfundurinn. En allir, sem lesa þenna fyrsta kafla, munu þrá framhaldið. Páll /. Árdal. Einar H. Kvaran: Trú og sannanir. Hugleiðingar um eilífðarmálin. Reykja. vík 1919. Pessi bók, sem er 25 arkir að stærð, er að mestu Ieyti samsafn fyrirlestra, sem höf. hefir samið og flutt í Reykjavík og suma viðar á landinu, á árunum 1905 —1919. Aðalefni fyrir- lestranna er um dularful! fyrirbrigði og um sálarrannsóknir, sem þar að lúta, gerðar á síð- ustu árum. Lýsir hann þar hinum mikla vís-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.