Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 39
Verslunin ,B R A T T A H L I Б
hefir mikið af allskonar álnavöru og skal aðeins benda á:
Kamgarn og seviott peisufataklæði, iasting, sjerting svört og grá, millifóðurstrigi
margar sortir, flónei, hvít iéreft, tvististau í ótal litum. Mikið úrval af sirsum, borð-
dúka og borðdúkadregil, handklæðadregil, blúndur, vasaklúta, flibba og slaufur,
mansjertsskyrtur, nærföt, verkamannaföt og efni í þau, rykfrakka, fínar buxur, líf-
stykki, sokkahaldara, axlabönd, herra-sokkar. Ennfremur mikið af allskonar leirtaui,
böllapör, diskar og föt, sykurkör margar sortir, ávaxtasulta, dósamjólk sæt og ósæt,
kaffi, export, sagogrjón, kartöfiumjöl, kex margar tegundir, sápu og sóda, ennfremur
kaffibakkar, kaffikvarnir, hnífapör, skeiðar, fataburstar margar sortir, eaii/traðar
vörur ýmiskonar, allskonar smíðasaumur og margt fleira.
Reyktóbak. rjóltóbak, cigarettur margar sortir, vindiar.
Skótauið besta i bœnum. Gúmmístígvjel, sjóstígvjel, trjeskóstígvjel, klossar
háir með flóka innan í, verkamannastígvjel, sandalar, barnastígvjel mikið úrval, dömu
ikór og stígvjel, karlmannsstfgvjel og von á skótaui með næstu skipum.
Góðar vörur. Sanngjarnt verð.
Brynjólfur E. Stefánsson.
Stærsta skóverslun norðanlands
er í
Hafnarstræti 97 Akureyri.
Fólk þarf því ekki annað en fara þangað þegar það vantar á fæturna.
Verslunin mun í framtíðinni gera sér alt far um að hafa stöðugt fyrirliggj-
andi nægar birgðir af allskonar skófatnaði og því sem að honum lýtur.
M. H. Lyngdal.
í verslun
Sveins Sigurjónssonar
Hafnarstrœti 103,
fást ýmiskonar vörur með mjög sanngjörnu verði, svo sem:
Vindlar, Cigarettur, Munntóbak, Rjóltóbak, Reyktóbak, Suðu-chocolade, Átchocolade, Fínt
kex m. teg., Niðursoðnir ávextir, Lageröl, Central maltextrakt, Reform maltextrakt o. m. fl.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.