Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 53
N. Kt. BÓKMENNTIR 91 handd við hinn ægilega atburð, er hann fórst með skipi sínu og allri áhöfn, nema einum manni, við Mýrar aðfaranótt 16. sept 1936. Rit þetta, sem samið er af mikilli þekkingu á hinum franska ágætismanni, bregður upp skýrri mynd hans, sent verður lesandanum minnisstæð. IJað er ætíð hollur lestur að kynna sér æfisögur og lýsingar afbragðs- manna, og skilningur sá og lilýja, sem höf. leggur í frásögn sína, gerir' bókina óvenju geðþekka. Þetta er annað rit höf. sem hún gefur út með titlinum, Merkir menn, sem eg hef þekkt. Fyrsta ritið var um Grím Thomsen. Þess er að vænta, að höf. endist aldur og tími til að bæta fleirum við í safn þetta. Þau verða áreiðanlega vel þegin af lesendum og vinningur fyrir bókmenntir vorar. St. St. NORÐRABÆKUR. Bókaútgáfan Norðri hefur verið mikil- virk síðustu mánuðina, eins og löngum áð- ur — gefið út margar bækur og sumar þeirra bæði stórar og þykkar. — Skáldrita Óiafs Jónssonar, ljóðabókarinnar Fjöllin blá og skáldsögunnar Oræfaglettur, hefur þegar verið getið á öðrum stað hér í ritinu, og verður því ekki orðlengt frekar um þær að sinni, en hins vegar skal hér lauslega dre])ið á nokkrar aðrar Norðrabækur, sem allar eru nýlega komnar á markaðinn. Hin mikilvirka skáldkona Elinborg Lár- usdóttir sendir frá sér 13. bók sína. í þetta sinn er það smásagnasafn, Gömull blöð. Sög- ur þessar eru prýddar sömu kostum og fyrri bækur frúarinnar: Stíllinn er víðast leik- andi léttur og frásögnin fjörleg og hröð. Hins vegar er efni þessarra sagna harla und- arlegt sambland af raunhyggju og róman- tík, atburðarásin víða með fullum ólíkind- um, fjarstæðukennd, barnaleg, órökvís og ævintýraleg. Heill hópur Reykvíkinga trúir því viðstöðulaust — svo að eitt einstakt dærni sé nefnt af fjöldamörgum svipuðum — að Svínahraun sé hreinasta Gósenland fyrir lrjósemi sakir, og stórgróðavænlegt sé að rækta þar kaffi og jafnvel suðræna ávexti, enda sé þar þegar kaffiakur, er sprottinn sé upp af baunum, er sáldrast hafi úr rifnum kaffipokum bændanna, sem átt hafa leið um veginn gegnum hraunið! Á slíkum og því- Jíkum forsendum eru svo þjóðfélagsádeilur reistar og hvers konar heimspeki önnur, og má nærri geta, hvort þær ádeilur muni sér- lega sanhfærandi eða markvissar! Á Dælamýrum og aðrar sögur nefnist st'órt smásagnasafn eltir Helga Valtýsson. Að vísu er vafasamt, hvort rétt er að kalla alla kaflana í þessari bók smásögur, því að allmargir þeina eru raunar stuttar ritgerðir í formi og sniði fagurra bókmennta („ess- ay“). Bókin er raunar vel þess virði. að um hana væri skrifuð ein slík ritgerð, og raunar verða henni engin sæmileg ski! gerð í svo stuttu máli, sem liér verður við komið að sinni. Stíll höfundar, eins og hann birtist þarna, er víðast sérkennilega listrænn og Ijóðrænn, og sums staðar slunginn heillandi töfrum. Því miður eru þó ýmsar snurður á jiessum töfraþræði ,máls og efnis, Jjótt ekki verði hér lengra út í Jaá sálma farið að finna Jæim orðum stað með rökstuðningi og dæm- um, fremur en lofsyrðunum, enda má faun- ar látlaust urn hvort tveggja deila, án þess Jró að komizt verði að óyggjandi og endan- legri niðurstöðu. En hiklaust tel eg J>essa bók í röð góðra og eftirtektarverðra skáld- mennta. Fegurð dagsins nefnist fjórða ljóðabók Kjartans J. Gíslasonar frá Mosfelli. Fyni bækur hans hafa hlotið vinsamlega dóma, og sennilega eru þessi síðustu ljóð hans ekki lakari hinum fyrri, svo að vafalaust mætti sitthvað gott um þau segja. Kjartan kveður oft vel og innilega um átthagana, og víða bregður fyrir góðlátlegri glettni og gaman- semi í Ijóðum hans. Fonnið er þó engan veginn svo fágað og hnitmiðað, né smekkur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.