Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 58
DANSKAR DRAUGASOGUR
N. Kv.
96
væri. Þegar komið var fram um miðnætti,
kom hvítklædd vera inn í herbergið til lians
og sagði, hvort hann vildi ekki þegar dagaði
láta rannsaka dýnuna, og það sem fyndist
þar, ætti dóttir sín. Hún sagðist vera konan,
sem síðast dó á bænum. Enn fremur bað
In'tn hann að taka planka burt úr veggnum,
er hún benti á, og athuga, hvað þar væri á
bak við. Hús þetta var garnalt plankahús.
Um morguninn lét: maðurinn taka verið
utan af dýnunni og fundust þar þá pening-
ar. Einnig fékk hann að taka plankann úr
veggnum, og var þar mikið falið á bak við
af peningum. Dóttir konunnar, er lalið
hafði jreningana, fékk þá nú alla, en hún gaf
umferðasalanum ríflegan skilding fyrir
hugrekki hans. En reimleikans varð ekki
framar vart.
Hlöðudraugurinn.
Svo bar við eitt sinn á bæ þeim, er á
Eystratúni lieitir, að stúlka nokkur var að
mjólka kýrnar. Þetta var snemma morguns
og ekki farið að birta af degi. Hlaðan var
áföst við fjósið, eins og víða tíðkast. Heyrist
stúlkunni þá allt í einu eins og skrjáfi í ein-
hverju í hlöðunni og virðist sem einhver sé
þar inni. Varð hún hálf smeik, en opnar þó
dyrnar á hlöðunni og sýndist lienni þá, að
inni í einu horni hlöðunnar sé maður í
gráum fötmn og rautt ljós logi á höfðinu á
honum. Sýnist henni maðurinn standa á-
lútur og vera að grafa ofan í gólfið. Hún
vildi ganga úr skugga um, að sýn þessi væri
ekki skynvilla, gengur inn í hlöðuna og nær
því alveg að manninum. Sér hún hann nú
glöggar en áður, en maðurinn heldur áfram
að grafa, og lætur sem hann verði ekki stúlk-
unnar var. Verður nú stúlkunni ekki um
sel. Snýr hún út úr hlöðunni og fer inn í
htisið til húsbænda sinna og segir þeim,
hvers hún hafi orðið vör og að hún hafi
orðið mjög hrædd. Þau vildu eyða þessu,
sem hverri annarri vitleysu, en samt fékk
hún þau til þess að fara með sér út í lilöð-
una. En þegar þau komu þangað, var mað-
urinh horfinn. Nokkrum dögum seinna
sagði bóndinn við húsfreyju sína: „Heldur
]ni ekki, að jreningar séu grafnir í hlöðu-
gólfinu? Við skulum rannsaka, livort svo
muni ekki vera, en eg álít að við munum
finna þar jreninga, en við skulum senda
stúlkuna í burtu á meðan, svo að hún verði
ekki vör við þessa leit okkar.“ Þau sendu
síðan stúlkuna í einhverjum erindagjörðum
að lieiman, en fóru sjálf að grafa ofan í
hlöðugólfið, ]rar sem stúlkan þóttist hafa
séð manninn. Þegar þau hafa grafið um
stund, verður eitthvað hart fyrir rekunni.
„Nú er eg viss um, að við finnum það, sem
við leitum að,“ sagði bóndinn. Þau halda á-
fram að grafa af kajrjri, og verða þess fljótt
vör, að þar er eirketill. Tóku þau ketilinn
tijrjr úr gryfjunni, og var hann fullur af
silfurjreningum. Þau fara með hann inn til
sín, tæma úr honum peningana og geyma
;i laun, svo að stúlkan verður einkis vör,
og ekkert gefa þau henni af hinum fundnu
auðæfum, þótt hún væri fátæk. Hjón þessi
urðu rík, en engin blessuu fylgdi auðæfum
þeirra. Ættingjar þeirra eru nú allir dánir,
og ung hjón af annarri ætt búa nú á bæn-
um. En það er ekki lengra síðan að saga
þessi gerðist, en að eg hef séð dóttur stúlk-
unnar, er sá hlöðudrauginn.
í Stadil-kirkju er silfurkanna, sem var
gefin kirkjunni af Tómasi Kristensen frá
Eystratúni, og sannar það, að þá voru mikil
auðæfi á þeim bæ, en síðar varð ]rað heimili
fátækt. Varð svo vegna ranglætisins, sem
lijónin sýndu stúlkunni, er fann fjármunina
í raun og veru. En aldrei síðan hefur mað-
urinn í gráu fötunum sézt í hlöðunni.