Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Side 10

Fréttatíminn - 09.12.2011, Side 10
Reykhólar loks á eigin landi Samningur um kaup Reykhólahrepps á landinu undir Reykhólaþorpi af ríkinu var undirritaður á laugardag. Þetta eru um 98 hektarar lands og kaupverðið rétt tæplega 17,5 milljónir króna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Árna Snæbjörnssyni aðstoðarmanni sínum, sem er raunar frá Stað í Reykhóla- sveit, og fulltrúar hreppsins, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Andrea Björnsdóttir oddviti og Sveinn Ragnarsson formaður skipulagsnefnd- ar, hittust á miðri leið milli Reykjavíkur og Reykhóla í veitingaskálanum Baulu í Borgarfirði til þess að skrifa undir. Þar með standa Reykhólar loksins á eigin landi, segir á vef Reykólahrepps. Kaup þessi hafa verið lengi á döfinni en frumkvæðið kom frá Reykhóla- hreppi. - jh Sameinað Húnaþing vestra Sameining sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húna- þings vestra var samþykkt af meirihluta þeirra sem kusu í sveitarfélögunum síðastliðinn laugardag. Slík sameining var felld árið 2005. Í Bæjarhreppi kaus 61 og sögðu 39 já eða 63,9 prósent en nei sögðu 22 eða 36,1 prósent, að því er innanríkisráðuneytið greinir frá. Hærra hlutfall samþykkti sameininguna í Húnaþingi vestra en þar sagði 271 já við sameiningu eða 83,9 prósent en nei sögu 50 eða 15,4 prósent. Kjörsókn var mun meiri í Bæjarhreppi eða 88 pró- sent en í Húnaþingi vestra var kjörsókn í kringum 40 prósentin. Sameiningin tekur formlega gildi um áramótin. Sveitarstjórn Húnaþings vestra verður sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags þar til kosin verður ný sveitarstjórn í kosningum árið 2014. Bæjarhreppur fær áheyrarfulltrúa í nefndum og ráðum. Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður Húnaþing vestra.- jh Tilgangur- inn með þessu er að taka stór fram- kvæmda- væn svæði á lands- byggðinni í gíslingu.  Vestfirðir tillaga um þjóðgarð fellur í grýttan jarðVeg Eigum að verða eins og indjánar á verndarsvæðum Sveitarstjórnir Vesturbyggðar, Reykhólahrepps og Tálknafjarðar undrast framkomna þingsályktunartillögu án samráðs við heimamenn um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. þ ingsályktunartillaga þingmann-anna Róberts Marshall og Marðar Árnasonar um þjóðgarð við Breiða- fjörð norðanverðan fellur í grýtta jörð meðal heimamanna, að því er fram kemur í ályktunum sveitarstjórna á svæðinu. For- svarsmenn sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum undrast tillögu þess efnis að stór hluti Reykhólahrepps, það er að segja meginhluti Austur-Barðastrandarsýslu og austasti hluti Vesturbyggðar skuli gerður að þjóðgarði án nokkurs samráðs við þá sem hlut eiga að máli. Í tillögu þingmannanna segir að Alþingi feli umhverfisráðherra að undir- búa stofnun þjóðgarðs við norðanverðan Breiðafjörð, á svæðinu milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar. Samkvæmt henni á land- svæði þjóðgarðsins að ná frá vestanverð- um Þorskafirði um Djúpafjörð, Gufufjörð, Kollafjörð, Kvígindisfjörð, Skálmarfjörð, Vattarfjörð, Kerlingarfjörð, Mjóafjörð, Kjálkafjörð og Vatnsfjörð, og svo langt upp í dali og hálendi að norðan sem hæfa þykir. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps lýsti á fundi í nýliðnum mánuði furðu sinni á því að aðilar komi fram með frumvarp til verndunar svæða án samráðs við sveitarstjórn og íbúa. „Ákvörðun um verndun svæða á að vera ákvörðun sveitarstjórnar, íbúa sveitar- félagsins og þeirra fagaðila sem þau leita til,“ segir þar. Bent er á að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum og samkvæmt ný- samþykktu aðalskipulagi Reykhólahrepps sem gildi til 2018 sé ekki gert ráð fyrir þjóðgarði. Bæjarráð Vesturbyggðar lýsti einnig yfir undrun sinni á framkominni þings- ályktunartillögu og því „að ekki sé haft samráð við íbúa svæðisins og hagsmuna- aðila um svo afdrifaríka tillögu sem hafa mun áhrif á svæðið allt.“ Undir þetta tekur hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps. „Það er verið að leggja til þjóðgarð án nokkurs samráðs við sveitarfélögin og landeigendur sem eiga þarna land,“ sagði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, odd- viti Tálknafjarðarhrepps, í viðtali við vef BB á Ísafirði, og bætti við: „Ef tillagan verður samþykkt gæti það sett vegagerð á svæðinu í uppnám. Vegir um þjóðgarða eru ekki byggðir upp með hámarksör- yggi í huga og hraða sem þjóðvegir hafa almennt. Það verður aldrei of oft undir- strikað að þetta er eini vegurinn til okkar og frá.“ Í greinargerð þingsályktunartillögunn- ar segir að ef Hornstrandir eru undan- skildar sé ekki mikið um náttúrufriðlönd á Vestfjörðum. Náttúrufar á umræddu svæði sé afar sérstætt, þröngir firðir og dalir, og hálendi milli fjarða og ofan dala. Þá sé gróðurfar fjölbreytt sem og jarðmyndanir. Berjaland sé geysimikið og fuglalíf mikið. Veðursæld sé mikil í fjörð- unum enda gott skjól fyrir norðanáttum og lega landsins móti suðri láti vel við sól. Margir hafa lýst skoðunum sínum á athugasemdakerfi vefs Reykhólahrepps. Þar segir Þórður Áskell Magnússon til dæmis: „Ótrúlegur hroki sem lands- byggðinni er sýnd trekk ofaní æ. Ég hef það á tilfinningunni að við sem búum við Breiðafjörð eigum að verða eins og Indíánar á verndarsvæðum, til sýnis fyrir ferðamenn.“ Sig. Grímur Geirsson skrifar á svipuðum nótum: „Tilgangurinn með þessu er að taka stór og framkvæmda- væn svæði á landsbyggðinni í gíslingu til að koma í veg fyrir alla uppbyggingu og framþróun úti á landi.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þingsályktunartillaga um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum fellur í grýttan jarðveg heimamanna. Ljósmynd HT S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A ... fyrir Ísland með ástarkveðju H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 1- 18 08 SÖL UTÍ MA BIL 5.-1 9. D ESE MB ER Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi | Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára | Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Bláa Lónið - Grindavík | Pósturinn um allt land | netverslun www.kaerleikskulan.is A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Fjöldi tækja á sérstöku jólaverði. 2011 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 11.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! Rafmagnshitablásari 2Kw 1.995 Gas hitablásari 15Kw 17.900 KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Olíu hitablásari 28Kw 79.900 Nokkrar stærðir á lager 10 fréttir Helgin 9.-11. desember 2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.