Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 52
Slæm vika fyrir Steingrím Sævarr Ólafsson, ritstjóra Pressunnar Góð vika fyrir Sigurð A. Magnússon, rithöfund Kominn inn úr kuldanum Sigurður A. Magnússon, sá afkastamikli rithöfundur, þýðandi og menningarfrömuður, hefur ekki þótt tækur til að fá heiðurslaun listamanna þrátt fyrir að höfundarverk hans sé í meira lagi fjöl- breytt og umfangsmikið. Pólitísk óvild er talin hafa ráðið mestu um að Sigurði hafi verið haldið árum saman úti í kuldanum en honum hefur verið einkar lagið að baka sér óvild meðal sjálfstæðis- manna enda hefur hann aldrei vandað helstu höfðingjum þeirra kveðjurnar. Baráttan fyrir því að Sigurði hlotnaðist þessi heiður hefur verið löng og ströng en alls- herjar- og menntamálanefnd Alþingis ákvað fyrir sléttri viku að leggja til við fjárlaganefnd að Sigurður fengi launin. Hann situr nú á friðarstóli rúmlega áttræður og hlýtur launin með stuðningi fulltrúa Samfylkingar, VG og Hreyfingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins sátu hjá. Varði vonlausan málstað Óhætt er að segja að þessi vika hafi ekki verið gleðileg fyrir Stein- grím Sævarr Ólafsson, ritstjóra Pressunnar. Vefmiðillinn dúkkaði upp með frétt á miðvikudagsmorgun sem vakti gríðarleg viðbrögð. Fréttin snerist um mynd af kærustu Egills Einarssonar og stúlkunni, sem hefur kært parið fyrir nauðgun, í atlotum á skemmtistað sama kvöld og meint nauðgun átti sér stað. Skömmu síðar fjarlægði vefmiðillinn fréttina og Steingrímur Sævarr skrifaði heilan pistil til réttlætingar fréttinni, auk auðmjúkrar afsökunarbeiðni, undir fyrirsögn sem sameinaði Egil Gillz Einarsson, Julian Assange og Dominique Strauss- Kahn í eitt. Þrátt fyrir að ritstjórinn færi á hnén virðist skaðinn hins vegar óafturkræfur: Auglýsendur yfirgefa Pressuna og í gær, þegar Fréttatím- inn fór í prentun, höfðu vel á þriðja þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það ætli að sniðganga Pressuna og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 1,1 vikan í tölum Eftirsótt örlæti Mugison hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og er þar að auki öðlingsdrengur. Hann ákvað að þakka fyrir góða viðtökur nýjustu plötu sinnar með því að bjóða til ókeypis tónleika í Hörpu. Þegar opnað var fyrir miðapöntun á harpa.is og midi.is ætlaði allt um koll að keyra. Miðasöluvefirnir hrundu undan álagi og fólk lýsti örvæntingu sinni á Facebook. Birgir Olgeirsson Hvað myndi gerast ef að Mugison myndi spila í Lindex? Þórhallur Guðmundsson Hvort á ég að selja ókeypis miðana mína á Mugison núna eða bíða þanngað til hálftíma fyrir tónleika og selja þá þeim örvæntingarfyllstu í frostinu og kuldanum fyrir utan Hörpu? Gunnar Hafsteinsson mugison drap internetið Pressað á pressuna Reiðialda fór um netheima á miðvikudag í kjölfar umdeildrar myndbirtingar á Pressunni. Reiðin náði suðumarki á Facebook þar sem stjórnendum vefmiðilisins voru ekki vandaðar kveðjurnar. Svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Steinunn Fjóla Jónsdóttir Pressan er ekki lengur í minni fréttaveitu...þvílík og önnur eins fagmennska eða þannig. Bless Press! Ingibjörg Stefánsdóttir Á enn 104 vini sem líkar við Pressuna á facebook. Finnst það skrítið og er að hugsa um að breyta því. Óli Gneisti Sóleyjarson Er ekki ágætt að hafa þetta í huga? Er ég að gleyma einhverju hérna? Pressan = Eyjan = Bleikt = Menn Óli Gneisti Sóleyjarson „Pressan er óháður frétta- og afþreyingarmiðill sem stundar vandaða frétta- og upplýsinga- miðlun“ - Nei, djók. Sigurður Hólm Gunnarsson Ég ældi aðeins yfir Pressunni rétt í þessu. Hildur Knútsdóttir Pressan er ömurlegur og ógeðs- legur sorpmiðill. Þrautgóðar hand- boltastelpur Kvennalandslið Íslands í handknattleik sýndi hvað í því býr á miðvikudags- kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Þýskalands. Úrslitin voru nokkuð óvænt og að sama skapi enn ánægjulegri – Facebook-þjóðin réði sér ekki fyrir kæti, ekki síst karlpeningurinn. Óskar Freyr Pétursson Vá hvað ég er stoltur af íslensku stelpunum. Magnaðar og glæsi- legur sigur ! Eiríkur Hjálmarsson Óskaplega tókst þessum frábæru handboltastelpum að efla mitt geð. -Takk fyrir mig! Stefán Pálsson Frábært! Stig á móti Kínverjum setur okkur áfram. Sigur gefur góðan möguleika á öðru sætinu í riðlinum! Örn Úlfar Sævarsson Stelpurnar frábærar. Var Nýherji að horfa? Ágúst Borgþór Sverrisson Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta var rétt í þessu að rústa Þýskalandi á HM. Stelpur, þið eruð stórkostlegar! HEituStu kolin á milljarður er upphæðin sem athafnamaðurinn Hannes Smárason gæti fengið greidda úr þrotabúi Lands- bankans. Gjaldþrot félaga í eigu Hann- esar hleypur á tugum milljarða. 52 fréttir vikunnar Helgin 9.-11. desember 2011 20 eru hæðir á hóteli íslenska kvennalandsliðsins í hand- bolta í Santos í Brasilíu sem Ágúst Jóhannsson, þjálfari liðsins, þarf að hlaupa upp eftir sigur Íslands á Þýska- landi á miðvikudagskvöldið. 28 manns, sem greiddu auð- legðarskatt á síðasta ári, hafa flutt lögheimili sitt til annarra landa á þessu ári. 6 þingmenn vildu afnema styrki til stjórnmálaflokka þegar kosið var um málið á Alþingi í vikunni. Eini þing- maður fjórflokkanna sem vildi afnema styrkina var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. 33 prósent var hlutfall þeirra aðdáenda Mugison sem fengu miða á þrjá ókeypis tónleika kappans í Hörpu nú fyrir jólin. Greiddi 432 milljarða upp í Icesave Slitastjórn gamla Landsbankans hefur greitt út 432 milljarða króna upp í forgangskröfur í þrotabúið. Greiðslurnar renna nær allar upp í að greiða Icesave-skuldir. Upphæðin er um þriðjungur af samþykktum forgangskröfum og var greidd að mestu í evrum, pundum, dollurum og íslenskum krónum. Úr félagi Samfylkingarinnar en ekki flokknum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr Samfylkingarfélag- inu í Reykjavík en ekki úr flokknum sjálfum. Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins kom fram að hún hafi ekki verið virk í Reykjavíkurfélaginu í þrjú ár og sitt lítið um hverju hafi ráðið ákvörðuninni en það sem fyllti mælinn var námskeið Jóns Baldvins Hannibalssonar á vegum félagsins um aðdraganda hrunsins. Fimmtán þúsund vildu sjá Mugison í Hörpu Mikil ásókn var í ókeypis miða á tvenna tónleika Mugison í Hörpu þann 22. desember. Fimmtán þúsund manns reyndu að fara inn á vefinn miði.is og á vef Hörpu en við það hrundi kerfið. Ákveðið hefur verið að bæta við þriðju tónleik- unum. Ellefu milljarða hagnaður Íslandsbanka Hagnaður Íslandsbanka nam 11,3 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður á sama tímabili í fyrra var um 13 milljarðar. Eiginfjár- hlutfall bankans var í lok tímabilsins nær tvöfalt meira en það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setur. Við- skipti með verðbréf, útgefin af bankanum, eru hafin í Kauphöllinni. Bankinn er fyrsta fjármálafyrirtækið sem gefur út verðbréf í Kauphöllinni eftir hrun. Þú færð Naturfrisk engiferöl í helstu matvöruverslunum landsins. Jólahollusta Bjóðum upp á Naturfrisk engiferöl um hátíðarnar. Naturfrisk engiferöl er hollur og bragðgóður jólagosdrykkur, laus við öll óæskileg aukefni, s.s. viðbættan sykur, litar- og rotvarnarefni. Hafðu það hollt um jólin! www.gjofsemgefur.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 13 02 2 Fyrir andvirði þessa gjafabréfs á gjofsemgefur.is fá efnalitlir foreldrar á Íslandi gjafakort í verslun með leikföng, bækur og föt og geta þeir valið barni sínu gjöf eftir þörfum þess og óskum. Allir fá þá eitthvAð fAllegt Gefðu jólaGjöf Það er eins gott að klæða sig vel þessa dagana. Frostið bítur í. Þessi börn lögðu leið sína í mið- borg Reykjavíkur, vel búin til göng- unnar og undir ströngu eftirliti eins og vera ber. Þá lýstu endur- skinsmerkin í stíl við jólaljós borgarinnar. Ljós- mynd Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.