Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 58
B rýnasta viðfangsefni stjórnmála-manna næstu árin verður staða umhverfismála og hvernig tekst
að breyta lífsháttum vesturlandabúa í átt
til græns lífstíls. Umræða um mengun,
gróðurhúsalofttegundir, vatnsskortur og
fjölgun íbúa jarðar virðast hins vegar ekki
í brennidepli pólitískrar umræðu á Ís-
landi. Það er að mörgu leyti sérkennilegt,
enda eiga fáar þjóðir meira undir stöðu
umhverfismála en einmitt Íslendingar
þar sem velmegun okkar byggir að miklu
leyti á náttúruauðlindum lands og sjávar.
Helstu meginstoðir verðmætasköpunar á
Íslandi eru fiskurinn í sjónum, rafmagns-
framleiðsla orkuauðlinda og náttúran sem
meginaðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þannig
getur umfangsmikil röskun á náttúrufari
kippt grundvellinum undan hagsæld á Íslandi.
Því er mikilvægt að umræða um umhverfismál
dýpki á Íslandi. Í raun ættu umhverfismál í stóru sem
smáu að vera helsta hagsmunamál atvinnulífsins hér
á landi, enda sækjum við grundvöll efnahagslífsins
til viðkvæmrar náttúru og náttúruauðlinda. Eins og
áður hefur verið rakið í þessum pistlum byggir sam-
keppnishæfni íslenskra afurða á erlendum mörkuðum
að miklu leyti á náttúrufari og hreinleika og því á
verndun umhverfisins að vera í forgrunni atvinnumála
hér á landi. Umhverfismál eru líka smátt og smátt að
verða lykilatriði í viðspyrnu atvinnulífsins í núver-
andi kreppuástandi og hversu langt þjóðir heims eru
komnar í grænum lausnum kemur til með að skipta
lykilmáli í atvinnumálum framtíðarinnar.
Mengið að vild
Fræðimaðurinn Thomas Friedmann varpar skýru ljósi
á þetta viðfangsefni bók sinni „Hot, Flat and Crowded“
en þar segir hann meðal annars: „Í hvert sinn er ég
kem til Kína er ég spurður: Herra Friedmann – þið
Bandaríkjamenn hafið mengað að vild í 150 ár með
ykkar olíu og kolum. Er núna ekki komið að okkur
Kínverjum? Megum við ekki fá okkar iðnbyltingu,
þó það sé á kostnað mengunar? Þá hef ég svarað: Jú
endilega fyrir alla muni. Fyrir hönd þjóðar
minnar vil ég segja við ykkur Kínverja;
nú megið þið menga að vild og takið þann
tíma sem þið þurfið. Því ég held að land
mitt þurfi bara svona fimm ár til að upp-
götva allar helstu lausnirnar sem þarf til
að búa til umhverfisvænt samfélag. Þá
getum við fundið út hvernig beri að leysa
orkuvandamálið og mengunina og þróa
þær vörur sem nauðsynlegar eru til að
skapa sjálfbært samfélag. Þið Kínverjar
munið svo byrja að hósta af menguninni
einn daginn og þá munum við koma og
selja ykkur umhverfisvænar lausnir og
vörur sem standast kröfur um grænan
lífstíl. Þá verðum við komin með fimm ára
samkeppnisforskot við að leysa vandamál
framtíðarinnar. Ef þið viljið þá fimm ár til
viðbótar, þá verði ykkur að góðu. Þá verðum við komin
með tíu ára forskot í lykilatvinnuvegi framtíðarinnar.“
Græn sókn
Umhverfismál og atvinnumál eru þannig samtvinn-
uð og því er mikilvægt að allir stjórnmálaflokkar
leggi uppúr grænum gildum á sem flestum sviðum,
því þá tekst okkur að skapa grundvöll til sóknar
fyrir íslensk fyrirtæki, vörur og lífsgæði á Íslandi. Í
auknum kröfum um sjálfbærni og grænar áherslur
felast gríðarlegir möguleikar - sérstaklega fyrir land
eins og Ísland.
Þjóðir heims leita nú leiða til að samtvinna markmið
til skemmri tíma um efnahagslegan vöxt við lengri
tíma markmið um verndun umhverfis. Lykilþáttur
í þeirri nálgun er að ekki er hægt að skilja að um-
hverfismál og efnahagsmál. Ef ekki verði brugðist við
á sviði umhverfisverndar með bráðum hætti, mun það
hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif fyrir íbúa jarðarinnar
á næstu árum eða áratugum. En um leið geta um-
hverfismál orðið uppspretta sóknar og vaxtar þá sér-
staklega fyrir lönd eins og Ísland. Grænn vöxtur getur
gegnt veigamiklu hlutverki við endurreisn íslensks
atvinnulífs til skemmri tíma og skapað grundvöll fyrir
velmegun og gott mannlíf á landinu til lengri tíma.
Í umræðum um nýsamþykkt fjárlög kom
skattastefna ríkisstjórnarinnar eðli málsins
samkvæmt mjög við sögu. „Það er skattað og
skorið niður í stað þess að hlú að eða byggja
upp,“ sagði til dæmis Kristján Þór Júlíusson
sjálfstæðismaður og fetaði þar mjög nákvæm-
lega línu síns flokks í gagnrýni á ríkisstjórn-
ina.
Nú er það alltaf jafn einkennilegt að hlusta
á fulltrúa meints hægri flokks fordæma við-
leitni í þá átt að minnka
ríkisútgjöld þegar þröngt er
í búi, sérstaklega þar sem
ríkisstjórnin sem heldur á
heflinum er vinstra megin
við miðjuna.
Þetta hljómar eitthvað
undarlega. Eins og hlut-
verkunum hafi verið snúið
við. En þó kannski ekki
svo mjög því Kristján Þór
studdi fyrir örfáum árum
ríkisstjórn sem blés ríkisbáknið – eins og sum-
um flokksbræðrum hans finnst svo gaman að
kalla samneysluna – út um tugi prósenta. Sam-
fylkingin tók þátt í þeim blöðruskap í ríkis-
stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk en er nú
að minnsta kosti þátttakandi í að vilja hleypa
loftinu af bákninu, gegn vilja Kristján Þórs og
annarra sem gagnrýna niðurskurðinn.
Hinn punkturinn í ádeilu Kristjáns Þórs og
félaga í Sjálfstæðisflokknum snýr að skatta-
stefnunni. Vissulega er Sjálfstæðisflokkurinn
líka í einkennilegri stöðu þar því skattahækk-
anirnar hófust einmitt í tíð síðustu ríkisstjórn-
ar sem flokkurinn veitti forsæti.
Látum þá staðreynd þó liggja milli hluta því
framkvæmd skattheimtu, í samspili við niður-
skurð á ríkisútgjöldum, leikur stórt hlutverk
í því hvernig efnahagslífið og gjörvöll þjóðin
dafnar. Mjög skiptar skoðanir eru aftur á
móti um hvaða hugmyndafræði hentar best í
þessum efnum.
Í næstu viku verður málstofa á vegum
Seðlabankans þar sem yfirskriftin er „Skatt-
greiðslur og skattbyrði á Íslandi 1997-2009“
og samkvæmt þeim fyrirheitum sem eru gefin
um erindi Arnaldar Sölva Kristjánssonar hag-
fræðings munu koma þar fram forvitnilegar
upplýsingar.
Samandregið segir á vef Seðlabankans að
meginniðurstöðurnar séu þær „að fram til
ársins 2006 höfðu skattbreytingar litlar sem
engar skattalækkanir í för með sér fyrir meg-
inþorra Íslendinga. Breytingarnar fólu í sér
lækkun á staðgreiðslu fyrir hærri tekjuhópa
en hækkun fyrir lægri tekjuhópa. Þessi þróun
skýrist einkum af rýrnun persónuafsláttar
og vegna aukins vægis fjármagnstekna, en
þær bera lægri skatt en launatekjur. Breyting-
unum frá 2006 til 2009 má hins vegar lýsa sem
almennum skattalækkunum fyrir alla lands-
menn.“
Arnaldur Sölvi hefur í skrifum sínum áður
bent á að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnar-
innar hafi haft þau áhrif að skattkerfið dró úr
kjaraskerðingu ráðstöfunartekna allt að 70
prósent hjóna, en jók hana hins vegar meðal
þeirra 30 prósenta hjóna sem hæstar hafa
tekjurnar.
Þetta þýðir að tekjujöfnunaráhrif skatt-
kerfisins hafa sem sagt aukist verulega.
Kann það að vera jákvætt fyrir andrúmsloftið
í samfélaginu almennt. Það er lítil stemmn-
ing fyrir háum launum og flottræfilshætti nú
um stundir. Hitt er svo annað mál hvaða áhrif
skattkerfisbreytingarnar hafa haft á getu
fyrirtækja til að hækka laun almennt. Þeir
sem gagnrýna breytingarnar benda einmitt
á að það svigrúm hafi minnkað. Ósvarað
er hvaða leið þeir vilja fara í skattalækk-
unum. Sömu leið og var farin á árunum 1993
til 2007, þegar ójöfnuður milli tekjulægstu
hópanna og þeirra tekjuhæstu jókst meira en
áður þekktist á lýðveldistímanum, eða ein-
hverja aðra?
Baráttan um hugmyndafræðina
Skattar og ójöfnuður
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
Í
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Breyttir lífshættir
Umhverfismál eru atvinnumál
Magnús Orri Schram
þingmaður Samfylkingar-
innar
Þjónusta
Hafþór Svanberg Karlsson
Stafræna prentsmiðjan ehf
SI verslun og raflagnir ehf
Grímur kokkur ehf
Eiði 14
Bæjarhrauni 22
Hafnargötu 61
2 ummæli
3 ummæli
3 ummæli
4 ummæli
15 ummæli
Rafstillinn ehf
rafvélaverkstæði
Dugguvogi 23
1
2
3
4
5
Efstu 5 - Vika 49
Topplistinn
Fallegt og fræðandi!
Með myndum og nöfnum á yfir 200
ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum,
baunum, hnetum og berjum – bæði
vel þekktum og framandi. Skemmtilegt
að skoða fyrir unga sem aldna.
Eldhúsdagatalið 2012
Pantanir og nánari upplýsingar
á www.jola.is
Veggskraut fyrir alla
sem elska falleg eldhús!
54 viðhorf Helgin 9.-11. desember 2011