Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 80
76 jólabaksturinn Helgin 9.-11. desember 2011
Útgáfa Glæný uppskriftarbók
Freistingar frá Happ
V eitingakonurnar í Happ, Unnur Guðrún Pálsdóttir og Erna Sverrisdóttir, sendu í vikunni frá sér stórglæsilega matreiðslu-bók sem er stútfull af girnilegum hollusturéttum. Eins og allir matgæðingar vita er gómsætur eftirréttur punkturinn yfir i-ið.
Þetta eru Unnur og Erna að sjálfsgöðu með á hreinu og deila í bókinni
uppskriftum að góðgæti sem gestir Happs þekkja orðið vel. Þetta eru
kræsingar sem er kjörið að útbúa fyrir jólaveislurnar – fyrir þá sem vilja
brydda upp á einhverju öðru og hollara en piparkökum og vanilluhringj-
um, en sóma sér líka glæsilega innan um hefðbundnu smákökurnar.
Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson
Kókoskúlur á tvo vegu
u.þ.b. 25 stk.
Sígilt Happ nammi. Þessi uppskrift hentar fyrir
þurrkofn og venjulegan ofn. Á hátíðarstundu er
verulega gott að bræða dökkt eða hvítt súkku-
laði og dýfa hálfri kókoskúlu ofan í.
3 ¾ dl kókos
mjöl
2 dl möndlu
mjöl
2 dl hlynsíróp
1 dl kókosolía
½ tsk vanilla
½ tsk sjávar
salt
1. Hrærið
þurrefnum
saman í skál.
2. Bætið
öðrum
hráefnum út í
og hrærið vel
saman.
3. Mótið kúlur
með tveimur
teskeiðum og
setjið á netin
á þurrkofns-
plöturnar.
Setjið í þurrk-
ofn. Stillið
ofninn á 8 klst
og 48°. Fylgist
með kúlunum
því þær þurfa
mislangan
tíma. Þær
eru tilbúnar
þegar þær
eru orðnar
þurrar og
smá stökkar
að utan en
mjúkar að
innan.
4. Ef ekki
er tími til að
gera kókos-
kúlurnar í
þurrkofninum
má setja þær
í venjulegan
ofn í 15 mín
á 140°. Þær
eru mjög
bragðgóðar
ef þær eru
bakaðar í
venjulegum
ofni en ekki
eins hollar.
Kókoskúlur með vanillubragði Kókoskúlur með súkkulaðibragði
Notið sömu
hráefni nema
í staðinn
fyrir 2 dl af
möndlumjöli
er sett:
2/3 dl
möndlumjöl
1 ½ dl hrátt
kakó
Tilbrigði
Einnig
má setja
trönuber í
deigið, hvítan
súkkulaði-
mola í hverja
kúlu eða
hvað annað
sem ykkur
dettur í hug
að prófa. Það
er t.d. gott að
setja þurrkað
engifer í
súkkulaði-
kókoskúl-
urnar til að
fá kryddaða
útgáfu.
Hafrakökur
1 dl heilhveiti
2 ½ dl möndlur, kurlaðar sem
mjöl
5 dl hafrar, muldir
½ tsk salt
1 ¼ dl hlynsíróp
1 ¼ dl repjuolía
1 dl berjasulta (eða minna)
1. Stillið ofninn á 175°.
2. Blandið þurrefnunum saman.
3. Hrærið saman hlynsírópi og
olíu og hellið saman við þurr-
efnin. Hrærið með höndunum.
Látið deigið hvíla í 15 mínútur.
4. Mótið kúlur úr deiginu.
5. Setjið á bökunarplötu klædda
bökunarpappír. Mótið með
fingrunum litlar holur í miðju
hverrar kúlu. Fyllið með sultu.
6. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur
eða þar til ljósbrúnt. Passið að
ofbaka ekki.
Berjasulta
300 g frosin hindber
60 g hrásykur
1. Setjið í pott. Hitið að suðu og
látið malla við hægan hita þar til
hindberin eru orðin að fremur
þykku mauki. Passið að hræra í
á meðan.
Dökkar súkkulaðiskífur með þurrkuðum
ávöxtum, hnetum og fræjum
Eitt vinsælasta
sælgætið okkar. Til-
valið sem einn sætur
biti milli mála, sem
eftirréttur og ekki síst
á veisluborðið. Þetta
sælgæti er líka til-
valið að útbúa og færa
vinum og vandamönn-
um að gjöf. Það er líka
mjög gaman að búa
þetta nammi til. Ásýnd
sælgætisins er ekki
háð neinum lögmálum
og magn hráefnis er
frjálst. Þetta gæti ekki
verið betra.
200 g dökkt súkkulaði
hnetur eða möndlur að
eigin vali, allt hakkað
eða saxað frekar smátt
þurrkaðir ávextir og
ber, allt hakkað eða
saxað frekar smátt
allrahanda fræ, s.s.
sesamfræ, graskersfræ,
sólblómafræ, hörfræ,
eftir smekk
1. Bræðið súkkulaðið
í potti við vægan hita.
2. Setjið hluta af þurrk-
uðum ávöxtunum eða
berjunum, hnetunum
og fræjunum saman
við súkkulaðið. Hrærið.
3. Hellið súkkulaðinu
á bökunarplötu eða
bretti, bæði klædd
bökunarpappír. Dreifið
jafnt úr súkkulaðinu.
Þykkt
fer eftir smekk.
4. Sáldrið restinni af
þurrkuðu ávöxtunum
eða berjunum, hnet-
unum og fræjunum
fallega yfir.
5. Látið harðna og
skerið eða brjótið
í bita.
Hafrakökur með sultuhjarta u.þ.b. 24 stk