Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 36
Mitt eiturlyf er ástin
Eftir stúdentspróf vildi Oddný Eir út á land til að vinna,
„en þá minnti mamma mig á að þegar ég var þrettán
ára og við fjölskyldan vorum á ferðalagi um Evrópu,
hefði ég staðið á torginu við Sorbonne háskólann og
sagt að í þennan skóla ætlaði ég að fara síðar. Ef ég færi
að vinna úti á landi, yrði ég strax ástfangin af einhverj-
um, myndi hlaða niður börnum, taka að mér kirkjukór-
inn og draumur minn um að verða rithöfundur yrði að
engu. Ég var svolítið veik fyrir í ástar-
málum, varð alltaf yfir mig ástfangin
og svona mikilli ást fylgja djúpar ást-
arsorgir. Mitt eiturlyf var ástin. Ég fór
í heimspeki í Háskóla Íslands, ætlaði
bara að vera einn vetur til að undirbúa
hugann fyrir ritstörf, en fannst námið
svo skemmtilegt að ég gat ekki hætt.“
Og við taka ævintýralegir tímar.
„Eftir þann tíma ákvað ég að fara til
Ungverjalands og vera þar í eitt ár.
Ég hafði komið til Búdapest í nokkra
daga og fannst borgin heillandi, þar
væri svona stefnumót ólíkra strauma
og stefna. Svo fannst mér líka hann
Béla Bartók svo frábær, það skemmti-
legasta sem ég lék á píanó voru
barnalög eftir Bartók. Ég fór alein
út, kunni ekki málið og þekkti engan
í Búdapest og þar varð ég í fyrsta
skipti alvarlega einmana. Og lærði
mikið á því. Svo kynntist ég merki-
legum manni, hann var ungverskur
og heitir István og kenndi íslensku
við háskólann í Búdapest – hann talar
íslensku alveg fullkomlega. Hann bað
mig að kenna með sér og svo fór hann
að bjóða mér í boð í hommakreðsunni í Búdapest, sem
var svolítið lokaður hópur. Þar var mikið dansað og það
var mikill léttir að geta dansað alla nóttina án þess að
þurfa að tala. Þarna eignaðist ég mjög góða vinkonu,
fimmtugan sálgreinanda og heima hjá henni byrjaði ég
að þora að tala. Hún átti fallegan kött og kenndi mér
alls konar sálgreiningarleiki sem nemendur Freuds
höfðu búið til. Þá fékk ég aftur námsáhugann og lang-
aði í háskólann í Búdapest. Kommúnisminn var nýlega
dauður og ég heyrði svo margar sögur um hvernig
þetta hefði verið á fyrri tímum og langaði að skilja al-
ræðið betur. En þá gat ég ekki fengið lán frá LÍN svo ég
lufsaðist heim eftir eitt ár, farin að tala ungversku alveg
skítsæmilega og langaði bara að vera þarna áfram.
Þegar ég kom heim var byrjað að kenna mastersnám
í heimspeki. Mig langaði aftur til Ungverjalands sem
skiptinemi, en kerfið var ekki nógu sveigjanlegt, svo ég
fór til Stokkhólms í staðinn og var þar í hálft ár.“
Sálgreining í París
Oddný Eir lauk masternámi í heimspeki og loksins
varð draumurinn frá þrettán ára aldri að veruleika, hún
fór til Parísar. „Ég settist á skólabekk í Sorbonne og að
vissu leyti var erfitt að leggja þetta allt á sig því ég vissi
að ég ætlaði mér ekki akademískan frama, ég ætlaði að
verða rithöfundur. Ég bjó í París í sex ár og lauk öllum
prófum í doktorsnáminu en á enn eftir að verja ritgerð-
ina. Stuttu eftir að ég kom til Parísar varð ég ástfangin
af frönskum manni sem ég bjó með í nokkurn tíma. Í
París fór ég í sálgreiningu og það var mikil upplifun en
þar er sterk sálgreiningarhefð og enginn maður með
mönnum nema hann fari í slíka greiningu. Svo fluttist
ég til New York og bjó þar í tvö ár. Þá var Uggi bróðir
minn þar líka og við endurvöktum útgáfufélagið okkar
Apaflösu, breyttum því í sýningargallerí, blönduðum
saman heimspeki, fornleifum og myndlist og vorum
með sýningar heima hjá okkur. Það var gaman að búa í
New York og þar byrjaði ég að skrifa um myndlist.“
Til að gera langa sögu stutta, hún hitti mann sem
hún býr með og fyrir mánuði fengu þau sér hundinn
Kol. „Já, maðurinn minn heitir Ófeigur Sigurðsson og
er líka rithöfundur og lærði heimspeki eins og ég. Við
höfum verið saman í fjögur ár. Við eigum mjög vel sam-
an og getum rætt um allt, líka um skáldskap, við erum
bæði bókasafnarar og styðjum hvort annað. Hundurinn
okkar er að kenna okkur ný vinnubrögð og við erum að
búa til orðabók um dýramál.“
Kvíði
En hefur hún upplifað einhverja erfiðleika – burtséð frá
sambandsslitum og ástarsorg, sem fylgdu því að eiga
ástina sem eiturlyf?
„Já, ég hef glímt við kvíða og ein-
hvers konar síþreytu. En ég veit að
það er mikilvægt að lifa í núinu og
gæta þess að dvelja ekki í kvíðanum
og eftirsjánni. Mér finnst lífið vera
skemmtilegt.“
Hinni sígildu spurningu um hvort
kvíði fylgi dómum yfir bókunum
sínum svarar hún á þennan hátt:
„Ég var búin að kvíða svolítið fyrir
Kiljuþættinum árið 2009 og varð
eiginlega stjörf þegar stefið fór í loftið
en svo var bara sagt fallegt um mín
skrif, svo ég slapp. Ég get ímyndað
mér að það sé erfitt að fá vonda dóma í
svona litlu landi, þá fer fólk kannski að
vorkenna manni og það er það versta.
Ég fann að ég var æðrulausari í ár,
bjóst ekki við að þessi bók fengi mjög
góða dóma og er því mjög undrandi
og glöð yfir móttökunum og góðum
skilningi á því sem ég er að reyna að
gera, það er ekki sjálfgefið að gagn-
rýnendur kafi svona ofan í verkin. Ég
er kannski svolítið forhert og hef alltaf
hugsað með mér að ef ég fengi ekki
útgefanda, þá gæti útgáfufyrirtækið okkar systkinanna
bara gefið bókina út. Mér finnst oft þær bækur áhuga-
verðastar sem eru gefnar út í litlu upplagi og af alúð
eða ástríðu fyrir prentverki og bókmenntum. Hjálmar
langafi minn gaf út pínulitlar bækur sjálfur, hugs-
aði um prentverkið sjálfur og líka Kristján afi minn í
móðurætt, hann gaf út bækur og blöð eins og Útvarps-
tíðindi, fékk tónskáld til að semja lög fyrir blaðið en sá
annars að mestu um þetta allt sjálfur.“
Og Oddný Eir er síður en svo hætt að skrifa – sem
betur fer:
„Mér finnst ég alltaf vera á eftir áætlun í lífinu því
mér finnst svo gaman að taka króka og útúrdúra og
þessvegna finnst mér stundum ganga hægt hjá mér að
koma frá mér hugmyndunum mínum. Ef ég fer út hitti
ég fólk sem ég þarf að tala við, eitthvað sem ég þarf að
skoða og oft tví- og þríbóka ég mig. Ruglast á dögum
og allt! Ég er núna með ljóðabók sem ég hef næstum
lokið og við mamma ætlum að klára bókina okkar, ég
þarf að koma handritunum hennar ömmu út og er líka
byrjuð á nýrri skáldsögu. Ég er með fullt af hugmynd-
um sem allar tengjast hinu ritaða orði og ástinni.“
Náttúruvernd
Oddný Eir er náttúruverndarsinni og vill gjarnan láta
til sín taka á þeim vettvangi: „Ég vildi að við um-
gengjumst auðlindir okkar af ábyrgð gagnvart nátt-
úru, mönnum og dýrum. Árið 2008 lágu leiðir okkar
Bjarkar saman í náttúruverndinni, við vorum að velta
fyrir okkur heilsuhæli á Húsavík sem valkosti við
álverið. Það var mikið af góðu fólki sem starfaði með
okkur og við vorum búnar að tala við fólk alls staðar á
landinu, reyna að draga upp allar sprotahugmyndirnar,
það hlytu að vera aðrar hugmyndir en álver – þá kom
hrunið. Þessar hugmyndir lifa enn góðu lífi og ég vona
að nú fari eitthvað að gerast.
Ég get ekki hugsað mér að bindast einhverjum hópi,
söfnuði, trúarsöfnuði eða stjórnmálaflokki. Ég vil ekki
vera í hópi þar sem maður dregur ímynd sína af hópn-
um. En ég reyni að muna alltaf eftir bæninni og hundsa
ekki innsæið. Það er meiri gleði í manni ef maður man
eftir að þakklætinu.“
Það sem er
skemmtilegast
„Að ýta á PRINT takkann á
tölvunni þegar ég hef lokið við
að skrifa einhvern texta. Það
er bara smá augnablik meðan
blaðsíðurnar eru að spýtast út
í prentaranum. En kannski er
hápunkturinn frekar í samræðum
við fólk þegar nándin er að verða
til, hvort sem það er í ást eða
vináttu. Ég er algjör svefnpurka
og ýti alltaf nokkrum sinnum á
blundtakkann áður en ég fer á
fætur. Þá er ég að þykjast rifja
upp draumana. Ég trúi því að
draumar geti hjálpað manni
mikið. Sumir draumar eru út-
hreinsunardraumar, maður getur
unnið úr áföllum hraðar í draumi
og þeir styrkja innsæið, leiðbeina
manni við að hlusta á innsæið.“
Hekla – ný lína frá Icecold
Ómældur kraftur
umlukInn fegurð
íslensk Hönnun
íslensk smíðI
www.jonogoskar.is
laugavegur / smáralInd / krInglan
sími: 552 4910
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
13
39
2
Helgin 9.-11. desember 2011