Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 18
H ákon Hákonarson, prófessor við barnaháskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, og samstarfsmenn hans, hafa fundið erfðabreytileika í genum hjá stórum hópi barna með ADHD-sjúkdóminn sem á íslensku kallast athyglisbrestur með ofvirkni. Hákon telur jafnframt að hægt sé að leiðrétta afleiðingar þessa erfðabreytileika með lyfi. „Þetta var athyglisverð rannsókn. Við skoðuðum 3.500 börn með ADHD og tólf þúsund heilbrigð börn. Þessi rannsókn var því ansi stór. Það kom í ljós að tíu prósent ADHD-sjúklinga voru með erfðabreytileika í genum sem tengjast taugaboðefnabraut í heil- anum. Í öllum tilfellum var um að ræða gen sem tengjast viðtökum úr glútam- ínsýrum – mikilvægu taugaboðefni í heilanum. Þessi samanburður kemur sterkt og marktækt út,“ segir Hákon í samtali við Fréttatímann. Hvað varðar lyfið segir Hákon að rannsóknarhópurinn hafi náð að finna lyf sem niðurstöður þeirra bendi til að geti leiðrétt afleiðingarnar af erfða- breytileika þessara sjúklinga: „Við álít- um að við getum notað þetta lyf, sem var þróað fyrir allt annan sjúkdóm, en lyfið var áður þróað af Japönum til þess að bæta minni hjá Alzheimer- Hákon Hákonarson og félagar hans í Fíladelfíu gætu gefið fjölmörgum börnum með ADHD von um betra líf. Ljósmynd/Myndasafn Morgunblaðsins  RannsókniR Lyf gegn atHygLisbResti með ofviRkni Íslenskur prófessor þróar lyf við ADHD Íslendingurinn Hákon Hákonarson fer fyrir rannsóknarhópi á barnaháskólasjúkrahúsinu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum sem er kominn vel á veg með þróa lyf við ADHD sem er athyglis- brestur með ofvirkni. Hákon er fæddur á Akureyri árið 1960, stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri og brautskráðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1986. Hann lauk sérfræðiprófi í barnalækningum árið 1992 frá University of Connecticut og í lungnalækningum barna frá University of Pennsylvania School of Medicine árið 1996. Árið 2001 varði Hákon doktorsritgerð sína sem fjallaði um ofangreindar rann- sóknir við Læknadeild Háskóla Íslands. Hákon hefur leitt lungnarannsóknarsvið Íslenskrar erfða- greiningar frá 1998 og er þar yfirmaður lyfjafræðarannsókna og rannsóknasviðs bólgu- og sjálfsof- næmissjúkdóma. Jafnframt sinnti Hákon lungnalækningum við barnadeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss. Hann fékk prófessorsstöðu við barnaháskólasjúkra- húsið í Fíladelfíu árið 2006 og hefur starfað þar við rannsóknir, lækningar og kennslu. Hver er Hákon Hákonarson? sjúklingum. Þeir voru með músamódel sem benti til þess að lyfið yki minni músanna. Þegar við fórum yfir niður- stöðurnar kom hins vegar í ljós að mýsnar sýndu athyglisbrest og að lyfið lagaði hann hjá músunum. Það er búið að nota lyfið á stóran hóp einstaklinga og engar marktækar aukaverkanir hafa komið fram,“ segir Hákon. Fjárfestar og félög í lyftækniiðnaði hafa þegar sýnt lyfinu áhuga og þessar rannsóknir Japananna gera að verkum að lyfið getur verið komið á almennan markað mun fyrr en venjan er að sögn Hákonar. „Í ljósi þess að við þurfum ekki að endurtaka þessar frumrann- sóknir þá sýnist mér á öllu að það ætti ekki að taka meira en þrjú ár að koma lyfinu á almenn markað á meðan það tekur venjulega tíu til tólf ár í hefð- bundinni lyfjaþróun og sparar þannig óhemju mikla fjármuni og tíma. Okkur sýnist verkefnið ekki kosta meira en um 20 milljónir dollara [2.360 milljónir íslenskra króna - innskot blaðamanns] á meðan það kostar venjulega hundr- uð milljóna dollara [tugi milljarða íslenskra króna] að þróa lyf,“ segir Hákon. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Hvað er ADHD? Samkvæmt Þuríði Þorbjarnardóttur líffræðingi er ADHD skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku ADHD verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skamm- stafað AMO. Það stafar af truflun á starfsemi heilans sem veldur einbeitingar- skorti, ofvirkni og/eða hvatvísi. Þetta hamlar við- komandi heima fyrir, í skóla, meðal félaga, í vinnunni og samfélaginu almennt. Þegar við fórum yfir niðurstöðurnar kom hins vegar í ljós að mýsnar sýndu athyglis- brest og að lyfið lagaði hann hjá músunum. Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is „Ég kolféll fyrir þessari bók. Hún er dásamlega vel skrifuð. Það eru ofboðslega fallegar mannlífs- myndir þarna.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan „Þetta er ótrúlega vel hugsað verk ...leiftrandi mynd af samfélaginu.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljan „Verk Hannesar er einstaklega vel heppnað. Hann skrifar svo fallegan texta að maður hreinlega kjamsar á honum.“ – Egill Helgason Hannes Pétursson mun árita bók sína í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, frá kl.14-15, laugardaginn 10. desember. ÁRITUN – Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu „Bækur verða vart betri en þessi.“ 18 fréttaskýring Helgin 9.-11. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.