Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 64
60 bækur Helgin 9.-11. desember 2011
Bókadómar Fréttatímans 1. hluti
Bókadómur Þúsund og ein Þjóðleið eFtir jónas kristjánsson
u tan við akvegina sem við brunum á um landið, bæði þjóðbrautir, stoðbrautir og sveitavegi, er fornt
leiðakerfi sem þróaðist um landið allt
á meir en þúsund ára búsetutíma. Með
ströndum sigldu menn á opnum bátum
lengstaf og kunnátta réði hvort þeir náðu
höfn. Sú þekking er horfin eða við það að
hverfa á erfiðum svæðum eins og í Breiða-
firði þar sem straumar, flóð og fjara réðu
öllu um siglingar. Á landi voru kunnar
gönguleiðir og reiðleiðir og fóru ekki alltaf
saman. Allar helstu leiðir voru varðaðar,
sumar ruddar, aðrar bara troðningar í
landinu. Í eldri ritum, til að mynda Sturl-
ungu-safninu, er víða að leiðum vikið en
þær ekki greindar nákvæmlega. Þær lágu
ekki aðeins milli nálægra byggða heldur
líka yfir hálendið og voru þá háðar ám
og fljótum sem sum vildu breyta farvegi
sínum. Leiðakerfi landsins var flókið og
byggði á reynslu manna kynslóð fram af
kynslóð.
Þegar ferðalög taka að ágerast á þriðja
og fjórða áratug aldarinnar síðustu, ak-
vegir að sækja á byggðir og þéttbýlismenn
fara að auka hrossasafn sitt fer að verða
brýnt að ná saman upplýsingum um reið-
vegi, rétt eins og gönguleiðir. Ferðafélagið,
Útivist og Landsamband hestamanna hafa
unnið stöðugt að söfnun upplýsinga um
fornar og nýjar leiðir. Svo tóku menn í kjöl-
far fyrstu hálendisferða á bílum að greina
mögulegar leiðir í akstri utan vega. Þannig
er um landið að myndast þéttriðið net,
göngu-, aksturs og reiðleiða. Því miður
eru merkingar þeirra í landinu litlar, kunn-
átta um þær ekki almenn, heldur gripin
upp áður en lagt er af stað, á flestum
fornum leiðum eru vörður hrundar og
almannahreyfingar ferðamanna bíður það
stórvirki að varða landið upp að nýju, festa
þær vörður í GPS-kerfi til framtíðar, ekki
aðeins fyrir aðvífandi heldur okkur sjálf.
Bók Jónasar Kristjánssonar er þrek-
virki, þar er færð fram þekking á reiðleið-
um um landið sem hér hefur safnast upp á
þúsund árum. Hann er fyrst og fremst að
greina reiðleiðir, en margar þeirra nýtast
gangandi hópum þótt ferðamátinn sé
annar, tvífættir fari hægar yfir en ríðandi.
Jónas gerir stuttlega grein fyrir leiðum,
sýnir þær á kortum, getur kosta og lasta.
Í eftirmála er gerð grein fyrir skálum og
skjólum, sumum aldagömlum áfangastöð-
um um landið, öðrum nýjum. Hann sneiðir
að akandi ferðalöngum, þeirra vegakerfi
er enn að mótast og verður að móta.
Leiðahluta verksins er fylgt úr garði
með köflum um útbúnað göngumanna
og ríðandi, auk kafla um GPS-not. Ekki
verður nógsamlega hrósað þeirri elju
sem býr að baki verkinu. Textar eru
stuttir, um nánara efni er vísað enda fylgir
mikil heimildaskrá verkinu. Þá fylgir með
geisladiskur sem leggja má yfir kort á
opinberum vefsíðum. Sætir furðu að bókin
skuli ekki vera tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna þetta árið svo merkilegt grund-
vallarrit hefur hér verið sett saman.
Jónas hefur með 1001 þjóðleið lagt
okkur til merkilegan og mikilvægan veg-
vísi sem mun gagnast kynslóðum næstu
áratuga. Sögur gefa bókina út af mikilli
hugdirfsku og hugsjón og munu vonandi
uppskera þá sölu sem þarf til að svona
stórvirki verði ekki baggi á útgáfunni.
Okkur skila aðstandendur bagga sem
verður okkur léttir á ferðum um landið,
ríðandi eða gangandi um langan aldur.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Leiðabók okkar daga
Þúsund og ein
þjóðleið
Jónas Kristjánsson
Sögur, 348 síður, 2011.
Bók Jónasar Kristjánssonar er þrekvirki, þar er færð fram þekking á reiðleiðum um landið
sem hér hefur safnast upp á þúsund árum.
Jónas
Kristjáns
son hefur með
1001 þjóðleið
lagt okkur til
merkilegan og
mikilvægan
vegvísi sem mun
gagnast kyn-
slóðum næstu
áratuga.
alltaf er Far-
mall fremstur
Bjarni Guðmundsson
„Textinn er prýði-
lega læsilegur, hér
kallast á léttleiki og
alvarlegri tíðindi.“
andarsláttur
Herta Müller - Bjarni
Jónsson þýddi
„Andarsláttur
er meistaralega
skrifuð lýsing á
huga sem er víða
kominn að því að
leysast upp í óra og
ofskynjanir, vitund
sem er svo hart
leikin af grimmd og
ekki síst langvinnu
hungri.“
Bavíani
Naja Marie Aidt - Ingunn
Ásdísardóttir þýddi
„Sprengikraftinn
leysir hún svo úr
læðingi á óvæntu
augnabliki, gjarna
undir það síðasta
svo að grunlítill
en óviss lesandi
hrekkur við og allt
söguefnið verður
undurljóst á auga-
bragði.“
eldur niðri
Haraldur Sigurðsson
„Allt er þar tilgreint
af áfergju og
brennandi áhuga
sögumannsins á
efni sínu, smitandi
áhuga.“
adam og
evelyn
Ingo Schulze - Elísa Björg
Þorsteinsdóttir þýddi
„Sagan er uppfull af
fallegum myndum,
skemmtilega hugs-
uðum samtölum.“
agnar smári
- tilþrif í tón-
listarskólanum
Halla Þórlaug Óskars-
dóttir
„Ágætlega
unnið verk, myndir
spennandi og
lifandi og henta til
þáttöku lesanda og
áheyranda.“
á rauðum
sokkum -
baráttukonur
segja frá
Olga Guðrún Árnadóttir
„Á rauðum sokkum
er persónusaga,
stundum nokkuð
sjálfmiðuð og upp-
hafin, endurtekn-
ingar um lykilþætti
eru tíðar.“
einn dagur
David Nicholls - Arnar
Matthíasson þýddi
„Sagan er á köflum
popp, uppákomur
spaugilegar, tilfinn-
ingasemi nýtt af
mikilli smekkvísi
til að keyra upp í
lesanda spennu.“
eldum íslenskt
með kokka-
landsliðinu
Íslenska kokklandsliðið
„Gagnleg bók
byrjendum og holl
upprifjun þeim sem
eru lengra komnir.“
Frelsarinn
Jo Nesbö - Ingunn Ás-
dísardóttir þýddi
„Það er enginn
svikinn af þessu
stöffi sem á annað
borð vill fela sig
í hulduheimum
reyfarans. Þeir
gerast ekki betri,
spennukrimmarnir.“
Mógilsá og Esjuhlíðar
Kjalarnes
Saurbær á Kjalarnesi
Norðan Akrafjalls
Hvítanes við Grunnafjörð
Melabakkar
Ölver og Katlavegur
Hafnarskógur
Andakílsárfossar
Skorradalur og Síldarmannagötur
Umhverfi Draghálss
Saurbær á Hvalfjarðarströnd
Bjarteyjarsandur og Hrafneyri
Bláskeggsá og Helguhóll
Þyrilsnes
Kringum Glym
Botn Brynjudals
Fossárdalur og Seljadalur
Hvítanes í Hvalfirði
Hvammsvík
Hálsnes og Búðasandur
Meðalfell í Kjós
Vindáshlíð og Laxá í Kjós
Eilífsdalur
Hvalfjarðareyri
Hér er lýst 25 gönguleiðum á hinu svokallaða
Hval fjarðar svæði, sem teygir sig kringum Esjuna,
Akra fjall og Skarðsheiði, auk undirlendisins við
Hval fjörð. Göngu leiðirnar eru flestar hringleiðir,
að jafnaði 3-6 kílómetra langar og tekur um eina
til tvær klukkustundir að ganga þær. Oftast tekur
ekki nema hálfa til eina klukkustund að komast
á göngustað, náttúra Hvalfjarðarsvæðisins er því
sannarlega við bæjarvegginn.
Höfundur bókarinnar, Reynir Ingibjartsson, hefur
leitað uppi marga forvitnilega staði sem ekki eru
öllum kunnir og lagt sérstaka áherslu á minjar frá
tíma hersetunnar í Hvalfirði. Stórátak í skógrækt
og uppgræðslu hefur gert Hvalfjarðarsvæðið
að mikilli útivistarparadís. Hinar löngu strendur
Hvalfjarðar og Borgarfjarðar laða líka að fólk allan
ársins hring.
Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum göngu-
hring, ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það
sem fyrir augu ber.
Backside flap Back FrontSpine Frontside flap
Reynir Ingibjartsson
Þú
ek
ur
á
sta
ði
nn
, g
en
gu
r s
ke
m
m
ti -
leg
an
hr
ing
o
g
ky
nn
ist
fr
ið
sæ
lum
vin
jum
ná
ttú
ru
nn
ar.
N á t t ú R A N V I ð B æ j A R V E G G I N N
25 gönguleiðir
á hvalfjarðarsvæðinu
N á t t ú R A N V I ð B æ j A R V E G G I N N
25 gönguleiðir
á hvalfjarðarsvæðinu
N
á
t
t
ú
R
A
N
V
Ið
B
æ
jA
R
V
E
G
G
IN
N
25 g
ö
n
g
u
leið
ir
á
h
va
lfja
r
ð
a
r
svæ
ð
in
u
salka.is
Hraunin og Straumsvík
Ásfjall og Ástjörn
Garðaholt og Hleinar
Gálgahraun
Álftanes og Bessastaðatjörn
Kópavogsdalur
Fossvogsdalur
Öskjuhlíð
Seltjarnarnes og Grótta
Örfirisey
Laugardalur
Laugarnes og Sund
Kringum Grafarvog
Innan Geldinganess
Umhverfis Varmá
Hafravatn
Við Reynisvatn
Við Rauðavatn
Ofan Árbæjarstíflu
Elliðavatn og Vatnsendi
Vífilsstaðavatn
Vífilsstaðahlíð
Búrfellsgjá
Kaldársel og Valahnúkar
Hvaleyrarvatn
Bókin 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu færir okkur
ný tæki færi til að nálgast umhverfi okkar. Hér eru 25
hring leiðir í nágrenni þéttbýlisins sem allar eru auð farnar
og það tekur yfirleitt ekki meira en eina klukku stund að
ganga þær. Í flestum tilvikum er hægt að velja á milli hvort
genginn er stærri eða minni hringur.
Leiðirnar er flestar í útjaðri byggðarinnar, við sjávarsíðuna,
í dalverpum, meðfram ám og vötnum í friðsælum vinj um
náttúrunnar. Tilvaldir göngutúrar sem hægt er að skreppa
í þegar myndast óvænt glufa í þungan og gráan hvunn-
daginn eða til að glæða helgarnar lífi og fersku lofti.
Það er ótrúlegt hve víða er að finna leynistaði sem eru
fagrir og friðsælir. Fáir þekkja höfuðborgarsvæðið betur
en útivistar maðurinn Reynir Ingibjartsson, sem hefur
markað leiðirnar og skrifað um þær margvíslegan fróð-
leik varðandi minjar og sögustaði.
Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum gönguhring,
ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það sem fyrir augu
ber. Þessi bók er frábær félagi og er á við besta heimilis-
hund. Hún hvetur þig til dáða og auðveldar heilsubótina.
Nú þarftu ekki lengur að ganga sama gamla hringinn,
heldur geturðu kynnst náttúru höfuðborgarsvæðisins á
alveg nýjan hátt. Góða skemmtun.
25
Backside flap Back FrontSpine Frontside flap
Reynir Ingibjartsson
Þú
ek
ur
á
sta
ði
nn
, g
en
gu
r s
ke
m
m
ti -
leg
an
hr
ing
o
g
ky
nn
ist
fr
ið
sæ
lum
vin
jum
ná
ttú
ru
nn
ar.
N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A R V E G G I N N
25 GÖNGULEIÐIR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A R V E G G I N N
25 GÖNGULEIÐIR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
N
Á
T
T
Ú
R
A
N
V
IÐ
B
Æ
JA
R
V
E
G
G
IN
N
25 G
Ö
N
G
U
LEIÐ
IR
Á
H
Ö
FU
Ð
B
O
R
GA
R
SVÆ
Ð
IN
U
salka.is
Í sama
bók flo ki
hefur komið
t met sölu-
bókin 25
GÖNGU-
LEIðIR
á HÖFUð-
BORGAR-
SVæðINU
25 gönguleiðir
á hvalfjarðar-
svæðinu ***
Reynir Ingibjartsson
„Að öllu öðru leyti
er þetta dægileg
bók, með fínum ljós-
myndum og kortum,
skilmerkilegum
leiðarvísum og með
miklu söguefni um
forn minni.“
ásfjall
Pétur Thomsen
„Bókin er merki-
legur minnisvarði
um hrunið og ber
Pétri góða sögu.“
Bankastræti 0
Einar Már Guðmundsson
„Þetta eru
skemmtileg skrif.
Fjölbreytileg þótt
þau séu ekki af
mörgum þáttum.“
dans vil ég
heyra
Eva María Jónsdóttir/
Óskar Jónasson
„Valið er prýðilegt
og myndskreytingar
líka.“
allt á floti
Kasja Ingemarsson -
Þórdís Gísladóttir þýddi
„Sem hrein og klár
afþreying er þessi
samsetningur ekki
alslæmur.“
eiríkur hansen
- Bernskan
„Sígild saga sem
hefur farið lágt.“
allra síðasta
eintakið
Heiða Þórðar
„Verkið lýsir frum-
stæðri og kaldri af-
stöðu til karlmanna
og hvatalífs.“
lygarinn *
Óttar M. Norðfjörð
„Stíll Óttars tekur
ekki þroska, of ljós
og stór í lýsingum.
Hugmyndarík saga
en frumstæð í stíl.“
Sætir furðu
að bókin
skuli ekki
vera til-
nefnd til
Bókmennta-
verðlauna
þetta árið
svo merkilegt
grundvall-
arrit hefur
hér verið sett
saman.