Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 40
F áir höfundar eru svo brattir að senda frá sér bók með eins árs millibili. Þetta hefur þó Jónatan Grétarsson afrekað en hann yrkir ekki með bókstöfum heldur með ljós og skugga. Jónatan sendi frá sér sína fyrstu ljós- myndabók í fyrra, Andlit – Íslenskir listamenn, og er nú mættur með annan doðrant, stútfullan af ljósmyndum. Jónatan segir að nýja bókin sé hugsuð bæði fyrir heimamarkað og til útflutnings. Titillinn og stuttur formáli eftir Stefán Mána er því á ensku. Nafnið er með þeim lengri í flóði ársins: Icelandic Queens / Artists / Angels / Stages / Scapes /BDSM and The Kid en hvert orð er jafnframt titillinn á köflum bókarinnar. Þeir eru mislangir, sá stysti er aðeins ein mynd. Alls geymir bókin hins vegar 200 nýjar myndir og 40 sem hafa áður komið út á prenti. Þær síðarnefndu eru úr listamanna- og leikaraseríu Jónatans, en í þeim nýju heldur hann inn á öllu háskalegri slóðir en áður. Jafn- vel gæti einhverjum þótt nóg um í kaflanum sem gefur innsýn inn í leður- og latexklædda grímuveröld áhugafólks um BDSM kynlíf. Annar kafli, þar sem leður kemur líka mikið við sögu, er með vígaleg- um myndum af íslenskum meðlimum í mótorhjólasamtökunum Vítisenglar þar sem húðflúr og skegg setja svip sinn á fyrirsæturnar. Jónatan er fæddur 1979. Hann lauk sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 2002 og hefur einnig stundað nám við International Center of Photography í New York. Hann hefur tekið þátt í samsýning- um blaða- og ljósmyndarafélagsins og unnið sem ljósmyndari fyrir tímarit auk þess að reka eigið stúdíó. Flestar af myndum bókarinnar tók hann í ljósmyndastofu sem hann var með við höfnina í Hafnarfirði. Útgáfu bókarinnar fagnar hann hins vegar í dag (föstudag), í nýju stúdíói sem hann opnaði í Hamraborg 1 í Kópavogi í haust. Þar líka rúmgott sýningarrými þar sem Jónatan ætlar að sýna myndir úr bókinni í desember og ef til vill lengur. Á slóðir leðurs og latex Í nýrri bók Jónatans Grétarssonar koma saman dragdrottningar, BDSM-unnendur og Vítisenglar í bland við kunnugleg andliti úr listaheiminum. Magnús Jónatansson er í portrettkafla bókarinnar. Ekki í BDSM eða Vítisenglahlutanum. Fulltrúar úr þeim köflum eru hins vegar á hinum myndunum tveimur. 40 ljósmyndir Helgin 9.-11. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.