Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 82
78 jólabaksturinn Helgin 9.-11. desember 2011 Allar eiga Kærleikskúlurnar sinn stað í hjarta manns, hvert verk er einstakt og eftir einhvern okkar fremstu listamanna; einnig saga hvers verks, skilaboðin sem í þeim er fólgin og blessunin.  Jólaundirbúningur Veljum kærleikann Rjúkandi hátíðarkaka með sterkum chili og Kærleikskúlur vekja jólaandann á heimili Evu Þengilsdóttur. Kaka 340 gr. sykur 125 ml. vatn 200 gr. súkkulaði - 70% 125 gr. suðusúkkulaði 200 gr. smjör 4 egg 70 gr. hveiti Setjið 250 grömm af sykri og 125 ml. af vatni í pott og sjóðið við vægan hita – hrærið í. Þegar sykurinn er bráðnaður er potturinn tekinn af hellunni og súkkulaðið brotið út í. Hrærið vel meðan súkkulaðið bráðnar. Skerið smjörið í þunnar sneiðar og bætið út – hrærið vel þar til smjörið er bráðið og blandan jöfn. Þeytið eggin og afganginn af sykr- inum saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega út í með sleif og sigtið loks hveitið út í – hrærið með sleifinni. Deiginu er hellt í vel smurt 23 cm form – gott er að nota form með lausum botni. Bakið kökuna við 175° hita í um 45- 55 mín. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún er tilbúin – prjónninn á að blotna aðeins. Látið kökuna kólna í forminu. Chilisósa 2 appelsínur 1 bolli sykur 1 1/2 msk smjör Rauður chilipipar (magn fer eftir smekk) Setjið sykurinn í pott og rífið börkinn af annarri appelsínunni saman við og kreistið safann úr báðum. Sjóðið blönduna við vægan hita þar til sykur- inn hefur bráðnað og hrærið vel í. Chilipiparinn er skorinn mjög smátt og bætt út í sósuna eftir smekk. At- hugið að piparinn er sterkastur upp við stöngulinn. Smjörinu er bætt við í lokin og hrært vel. Hellið svolitlu af sósunni yfir kökuna og setjið afganginn í könnu þannig að gestir geti fengið sér að vild. Gott er að hafa rjóma, sýrðan rjóma eða jógúrtís með kökunni. Skreytið kökuna af hjartans list og njótið vel. Hátíðarkaka með súkkúlaði, appel- sínum og chili E va Þengilsdóttir, viðskiptafræðingur og hugmynda- smiður Kærleikskúlunnar er, eins og flestir, í miðjum jólaundirbúningi. Heit súkkulaðikaka stendur á borðinu, hátíðarkaka sem Eva bakar gjarnan fyrir jólin og jólaskrautið er komið upp. „Ég baka reyndar minna fyrir jólin nú en fyrir nokkr- um árum, enn baka ég þó súkkulaðismákökur, hátíðarkökuna, geri jólaís í nokkrum útgáfum og svo skerum við fjölskyldan laufabrauð og skreytum piparkökur,“ segir Eva. Ýmsar hefðir eru ríkjandi í jólahaldi Evu og fjölskyldu hennar og minnist hún þess þegar hún var lítil stelpa þegar mamma hennar tók fram jólaskeiðar árlega og fægði. „Mér fannst þetta tilhlökkunarefni og merki um að skammt væri til jóla. Í dag er það hátíðarstund í Listasafni Reykjavíkur við afhend- ingu fyrstu Kærleikskúlu ársins sem kallar fram svipaða tilhlökkun og jóla- anda á mínum bæ. Þegar heim er komið tökum við fram Kærleikskúlur fyrri ára, strjúkum af þeim og hengjum upp fyrir jólin og bætum þeirri nýjustu í safnið. Allar eiga Kær- leikskúlurnar sinn stað í hjarta manns, hvert verk er einstakt og eftir ein- hvern okkar fremstu lista- manna; einnig saga hvers verks, skilaboðin sem í þeim er fólgin og bless- unin. Ennfremur sú mikil- væga staðreynd að hver kúla getur breytt mögu- leika í veruleika, en allur ágóði af sölunni rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna,“ segir Eva. Annar jólasiður er að fara upp í Heiðmörk og höggva niður jólatré. „Þetta hefur nú stundum verið ævintýri líkast því við höfum tilhneigingu til að velja ansi stór tré, en þau virðast bara svo mátu- leg í skóginum við hliðina á öllum stóru trjánum. Við komum því gjarnan kófsveitt til byggða, búin að rogast með tréð um langan veg en alsæl og með risastórt tré á toppn- um. Það er sama hvað við förum oft – við erum alltaf sannfærð um að við séum örugglega að höggva minna jólatré en í fyrra. Það er mikilll karakter í Heiðmerkurtrjánum og skreytt ljósum, Kærleik- skúlum og heimagerðu skrauti krakkanna eru þau hreint ómótstæðileg og ilmurinn af greninu fyllir húsið.“ Hátíðarkaka skreytt jarðarberjum, blæjuberjum og límónu. Það er ótrúlegt að níu ár séu liðin frá því að fyrsta Kærleikskúlan kom út, sú nýjasta eftir Yoko Ono, Draw Your Own Map eða Skapaðu þinn heim. Stundum kjósum við að vera fangar gildandi viðhorfa í samfélaginu og ger- um þau að okkar. Það er í okkar valdi að ákveða hverju við viljum lúta og hvaða takmarkanir við setjum okkur svo lengi sem að við gerum ekki á hlut annarra eða sköðum með ein- hverjum hætti. Sendu SMS-ið ESL JOL á númerið 1900, svaraðu einni spurningu og þú ert kominn í pottinn. Aðalvinningur: 40" LCD Samsung TV Aukavinningar eru: Bíómiðar – Tölvuleikir – DVD myndir ofl. *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 23. desember. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 22. desember 2011 40” LCD SAMSUNG hd tv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.