Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 102
E infaldur og fallegur trefla-hringur sem veitir þægilegt skjól um hálsinn. Ein stærð
hentar öllum frá 10-100 ára. Trefla-
hringurinn er hæfilega breiður til
að vera hlýr án þess að það fari of
mikið fyrir honum. Til að fá sér-
staklega hlýjan treflahring er hann
prjónaður breiðari til dæmis 25
sentímetrar af hvorum lit. Lengdin
passar akkúrat tvisvar um hálsinn.
Treflahringurinn er einfaldur í
framkvæmd og hentar jafnt byrj-
endum í prjónaskap sem lengra
komnum. Hann er prjónaður
garðaprjóni fram og tilbaka og
saumaður saman í lokin þannig að
hann myndar hring.
Efni:
Hringprjónar númer 4.5
Nál til að sauma saman
og ganga frá
Litur a: Schoppel Wolle,
Zauberball Stärke 6 -
2095 (fæst í Storkinum)
Litur b: Svart Navia
Duo (fæst þar sem
prjónablaðið Tinna er
með garn)
Aðferð:
Fitjið upp 170 lykkjur á
hringprjóna númer 4.5
með lit a. Prjónið 10
sentímetra garðaprjón
fram og tilbaka, takið
alltaf fyrstu lykkju í
hverri umferð óprjón-
aða fram af prjónunum.
Skiptið yfir í lit b og
prjónið 10 sentímetra
til viðbótar, fellið
lykkjurnar af í síðustu
umferðinni. Gangið
frá lausum endum og
saumið trefilinn saman
á endanum þannig að
hann myndi hring.
handavinna í pakkann
Einfaldur treflahringur
Ágústa Þóra Jónsdóttir, höfundur vinsælu prjónabókarinnar Hlýjar hendur,
gefur hér uppskrift að einföldum trefli sem hægt er að stinga í jólapakkann.
innlEndur jólamatur
Jólamarkaður Búrverja
Búrið og Beint frá býli halda jólamatarmarkað með vörum frá yfir 15 bændum.
Jólamatarmarkaður verður
haldinn á morgun 10. des-
ember fyrir utan verslunina
Búrið í Nóatúni þar sem yfir
15 bændur og framleiðendur
selja vörur í tilefni hins al-
þjóðlega Terra Madre-dags,
en þá er hvatt til sjálfbærni
við framleiðslu matvæla. Kalt
er úti þessa dagana og verður
því tjaldi slegið upp með hita-
lömpum og heitt súkkulaði
verður í boði svo engum ætti
að verða kalt. Grasfóðrað
holdanaut frá Matarbúrinu,
reykt nautakjöt frá Sogni í
Kjós, lambakjöt frá Hvanna-
rlambi, jólasæluostur, hrökk-
brauð frá brauð- og kökugerð
Hvammstanga, skyrkonfekt
frá Erpsstöðum og súkku-
laði frá Ásgeiri í Sandholti
er meðal þess sem verður í
boði. Markaðurinn er sam-
starfsverkefni Búrsins og
Beint frá býli og verður opinn
frá klukkan 12-16 á morgun,
föstudag. -keva
Helgin 9.-11. desember 2011
Treflahringurinn
Margrét Sól
Hönnuður: Ágústa
Þóra Jónsdóttir
Gjafakort er gjöf sem kemur að gagni
Með gjafakorti Íslandsbanka getur viðtakandi
valið sér nákvæmlega það sem hann vill.
Gjafakortið virkar eins og önnur greiðslukort,
þú velur upphæðina ...
Ástin mín fær það
sem hún óskar sér ...
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
1
1-
25
44
Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 9. – 12. febrúar 2012.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að gæða borgina fjölbreyttu og leikandi
lífi að senda inn tillögur að dagskráratriðum fyrir 2. janúar næstkomandi.
Þemað að þessi sinni er – Magnað Myrkur – og má það gjarnan speglast í viðburðum
hátíðarinnar, þó er það ekki skilyrði til þátttöku. Við tökum vel á móti öllum tillögum.
Vinsamlegast sendið tillögur að dagskráratriðum á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2,
101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Karen María Jónsdóttir (karen@visitreykjavik.is)
og Guðmundur Birgir Halldórsson (gummi@visitreykjavik.is). Sími: 590 1500.
www.vetrarhatid.is
Lýstu upp skammdegið
með góðri hugmynd á Vetrarhátíð