Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 6
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu for-
sætisráðherra um að efla björgunar-
sveitir í Færeyjum. Fjárframlagið
nemur samtals sex milljónum króna,
að því er forsætisráðuneytið greinir
frá. Annars vegar er um að ræða
fimm milljónir króna til þjálfunar
björgunargetu færeyskra björgunar-
sveita, sem ráðstafað verður í sam-
starfi við Landsbjörgu og færeyskar
björgunarsveitir. Framlaginu er ætlað
að styðja við þjálfun og æfingar færeyskra björgunarmanna hér á landi og við
námskeiðahald og æfingar í Færeyjum. Hins vegar ein milljón króna til fjársöfn-
unar sem fram fer á sunnudaginn, 11. desember, til styrktar björgunarsveitunum
í Færeyjum, meðal annars með tónleikum og útsendingu í færeysku og íslensku
sjónvarpi. Á myndinni eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo
Johannessen, lögmaður Færeyja. - jh/Mynd forsætisráðuneytið
S igurbjörn Bárðarson er einn af okkar fremstu íþrótta-mönnum og bæði hann og
Fákur eru borginni til mikils sóma.
En því miður þá urðum við að hafna
þessari beiðni. Við töldum hana
ekki samræmast okkar forgangs-
röðun,“ segir Eva Einarsdóttir, for-
maður Íþrótta- og tómstundaráðs,
í samtali við Fréttatímann vegna
beiðni Hestamannafélagsins Fáks
um hjálp frá borginni við að reisa
600 til 800 fermetra hús utan um
verðlaunasafn hestakappans Sig-
urbjörns Bárðarsonar en húsið er
einnig hugsað sem veitingahús,
eldhús, salernisaðstaða, fundarað-
staða og dómpallur. Íþrótta- og tóm-
stundaráð fundaði um málið í lok
nóvember og hafnaði beiðni Fáks
um aðkomu að málinu. „Við vísuð-
um tillögunni frá þótt hún sé mjög
góð,“
Í bréfi til Íþrótta- og tómstunda-
ráðs, sem Rúnar Sigurðsson, for-
maður Fáks og Jón Finnur Han-
sen, framkvæmdastjóri félagsins
skrifa undir, er þeirri hugmynd
varpað fram að byggingaverktakar
verði fengnir til að byggja húsið en
Reykjavíkurborg leigi það af verk-
tökum. Segja Fáksmenn í bréfinu að
nokkrir verktakar séu áhugasamir
um byggingu hússins. Hugmyndin
varð til þegar Fáksmönnum var boð-
ið að taka að sér vörslu á verðlauna-
safni Sigurbjörns sem telur hátt í
þrjú þúsund verðlaunagripi. Í dag
er safnið geymt í hundrað fermetra
húsi sem Sigurbjörn byggði sjálfur
og er það fyrir löngu orðið of lítið.
Eva segir að safn fyrir einn ein-
stakling sé ekki málið. „Ég sæi
frekar fyrir mér að byggja safn
allra þeirra Reykvíkinga sem hafa
skarað framúr í íþróttum. Það gerist
þó ekki næstunni því við leggjum
áherslu á að efla innra starf íþrótta-
hreyfingarinnar í borginni. Það er
lítið um nýbyggingar en hins veg-
ar er fyrirliggjandi að það þurfi að
kosta einhverju til vegna viðhalds
á mannvirkjum í borginni á næst-
unni,“ segir Eva.
Rúnar Sigurðsson, formaður
Fáks, segir í samtali við Frétta-
tímann að þetta hafi verið viðbúið
miðað við ástandið í borginni. „Við
erum að horfa til lengri tíma og
vonum að kreppunni ljúki einhvern
tíma. Við horfum til næstu tíu ára
með langtímaskipulag í huga og
erum ekki hættir,“ segir Rúnar.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Mannvirki nýtt húS á FákSSvæðinu
ÍTR styrkir ekki
byggingu undir verð-
laun Sigurbjörns
Forsvarsmenn Hestamannafélagsins Fáks vildu fá hjálp frá
Reykjavíkurborg til að byggja 600 til 800 fermetra hús í Víðidal
sem átti að þjóna gestum svæðisins sem og hýsa verðlaunasafn
Sigurbjörns Bárðarsonar. Reykjavíkurborg sagði nei.
Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og
tómstundaráðs. Ljósmynd/Hari
Fákssvæðið í Víðidal. Ljósmynd/Hari
Styrkur til að efla björgunarsveitir í Færeyjum
Helgin 9.-11. desember 2011