Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 6
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu for- sætisráðherra um að efla björgunar- sveitir í Færeyjum. Fjárframlagið nemur samtals sex milljónum króna, að því er forsætisráðuneytið greinir frá. Annars vegar er um að ræða fimm milljónir króna til þjálfunar björgunargetu færeyskra björgunar- sveita, sem ráðstafað verður í sam- starfi við Landsbjörgu og færeyskar björgunarsveitir. Framlaginu er ætlað að styðja við þjálfun og æfingar færeyskra björgunarmanna hér á landi og við námskeiðahald og æfingar í Færeyjum. Hins vegar ein milljón króna til fjársöfn- unar sem fram fer á sunnudaginn, 11. desember, til styrktar björgunarsveitunum í Færeyjum, meðal annars með tónleikum og útsendingu í færeysku og íslensku sjónvarpi. Á myndinni eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Kaj Leo Johannessen, lögmaður Færeyja. - jh/Mynd forsætisráðuneytið S igurbjörn Bárðarson er einn af okkar fremstu íþrótta-mönnum og bæði hann og Fákur eru borginni til mikils sóma. En því miður þá urðum við að hafna þessari beiðni. Við töldum hana ekki samræmast okkar forgangs- röðun,“ segir Eva Einarsdóttir, for- maður Íþrótta- og tómstundaráðs, í samtali við Fréttatímann vegna beiðni Hestamannafélagsins Fáks um hjálp frá borginni við að reisa 600 til 800 fermetra hús utan um verðlaunasafn hestakappans Sig- urbjörns Bárðarsonar en húsið er einnig hugsað sem veitingahús, eldhús, salernisaðstaða, fundarað- staða og dómpallur. Íþrótta- og tóm- stundaráð fundaði um málið í lok nóvember og hafnaði beiðni Fáks um aðkomu að málinu. „Við vísuð- um tillögunni frá þótt hún sé mjög góð,“ Í bréfi til Íþrótta- og tómstunda- ráðs, sem Rúnar Sigurðsson, for- maður Fáks og Jón Finnur Han- sen, framkvæmdastjóri félagsins skrifa undir, er þeirri hugmynd varpað fram að byggingaverktakar verði fengnir til að byggja húsið en Reykjavíkurborg leigi það af verk- tökum. Segja Fáksmenn í bréfinu að nokkrir verktakar séu áhugasamir um byggingu hússins. Hugmyndin varð til þegar Fáksmönnum var boð- ið að taka að sér vörslu á verðlauna- safni Sigurbjörns sem telur hátt í þrjú þúsund verðlaunagripi. Í dag er safnið geymt í hundrað fermetra húsi sem Sigurbjörn byggði sjálfur og er það fyrir löngu orðið of lítið. Eva segir að safn fyrir einn ein- stakling sé ekki málið. „Ég sæi frekar fyrir mér að byggja safn allra þeirra Reykvíkinga sem hafa skarað framúr í íþróttum. Það gerist þó ekki næstunni því við leggjum áherslu á að efla innra starf íþrótta- hreyfingarinnar í borginni. Það er lítið um nýbyggingar en hins veg- ar er fyrirliggjandi að það þurfi að kosta einhverju til vegna viðhalds á mannvirkjum í borginni á næst- unni,“ segir Eva. Rúnar Sigurðsson, formaður Fáks, segir í samtali við Frétta- tímann að þetta hafi verið viðbúið miðað við ástandið í borginni. „Við erum að horfa til lengri tíma og vonum að kreppunni ljúki einhvern tíma. Við horfum til næstu tíu ára með langtímaskipulag í huga og erum ekki hættir,“ segir Rúnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Mannvirki nýtt húS á FákSSvæðinu ÍTR styrkir ekki byggingu undir verð- laun Sigurbjörns Forsvarsmenn Hestamannafélagsins Fáks vildu fá hjálp frá Reykjavíkurborg til að byggja 600 til 800 fermetra hús í Víðidal sem átti að þjóna gestum svæðisins sem og hýsa verðlaunasafn Sigurbjörns Bárðarsonar. Reykjavíkurborg sagði nei. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Ljósmynd/Hari Fákssvæðið í Víðidal. Ljósmynd/Hari Styrkur til að efla björgunarsveitir í Færeyjum Helgin 9.-11. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.