Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 70
66 jólabaksturinn Helgin 9.-11. desember 2011 fyrir 6 Trifli er eftirréttur sem á sér margra alda langa sögu og vinir mínir, Alan Davidson og Helen Saberi, skrifuðu fyrir nokkrum árum bók um sögu þess og birtingarmyndir. Það sem einkennir trifli er að það er gert í skál í nokkrum lögum – í botninum er einhvers konar kaka, síðan koma ávextir og/eða einhvers konar sósa og síðan eggjabúðingur, rjómi, rjómaostur eða einhvers konar krem. Ítalski eftirrétturinn tíramísú er dæmi um eftirrétt sem hefur í rauninni þróast út frá trifli og hið sama má segja um ýmsa geysi- vinsæla eftirrétti þar sem makrónukökur eða mulinn marens er settur í botninn, ávextir ofan á og síðan frómas eða þeyttur rjómi, súkkulaði og fleira. Eftirrétturinn sem hér kemur uppskrift að er tilbrigði við rétt sem var sérstaklega skap- aður fyrir bók þeirra en Helen bjó hann til fyrir 77 ára afmæli Alans og hann er kenndur við hana. Hugmyndina fékk hún reyndar úr klassískum frönskum eftirrétti sem kallast perur Helenu fögru og inniheldur súkkulaði, rjóma og perur. Brjóttu hverja fingurkexköku í tvennt eða þrennt og dreifðu þeim á botninn á fallegri skál. – Ef ekki er til fingurkex geturðu notað svampkökubotn og skorið hann í bita. Taktu frá 6 matskeiðar af safa úr perudósinni en dreyptu hinu yfir kexið – það er ekki víst að þurfi að nota allan safann, kexið á allt að blotna og mýkjast aðeins en þess þarf að gæta að bleyta það ekki of mikið svo það verði að graut. Raðaðu perunum ofan á og láttu breiðari endann snúa út. Brjóttu súkku- laðið í bita, taktu 2–3 bita frá en settu hitt í lítinn pott ásamt perusafanum. Hitaðu rólega og hrærðu stöðugt þar til súkku- laðið er bráðið. Taktu pottinn af hitanum og helltu blöndunni yfir perurnar. Hrærðu mascarpone-ostinn með flórsykrinum. Léttþeyttu rjómann og hrærðu honum saman við, e.t.v. ásamt svolitlum perusafa. Dreifðu ostablöndunni yfir súkkulaðið og per- urnar. Rífðu afganginn af súkkulaðinu yfir og kældu triflið. Skreyttu það e.t.v. með berjum. 15 fingurkexkökur (ladyfingers) 1 stór dós niðursoðnar perur 150 g dökkt súkkulaði (gjarna 70%) 250 g mascarpone- ostur, mjúkur 3 msk flórsykur, eða eftir smekk 125 ml rjómi  Uppskriftir Dekrað við bragðlaukana J ólamatur Nönnu er tólfta matreiðslubók Nönnu Rögnvaldardóttur en fáum er betur gefið að dekra við bragðlaukana. Í bókinni er að finna uppskriftir að dýrindis jólamat fyrir hefðbundin jól, ódýr jól, hollustujól, fiskijól, villibráðarjól, góðærisjól, dönsk jól og fljótleg jól. En hér vindum við okkur í dýrindis köku- og eftirréttakafla bókarinnar eins og er við hæfi þegar ilmurinn úr eldhús- unum vegur upp á móti skammdeginu. Myndirnar eru eftir Gísla Egil Hrafnsson. Jólasælgæti Ég geri ekki mikið af jóla- sælgæti en það sem ég geri reyni ég að hafa virkilega gott og úr gæðahráefn- um – ef maður er að borða óhollustu og raða í sig hitaeiningum, þá er eins gott að njóta þess til fullnustu á meðan tæki- færi gefst. Jólanammi Nönnu Uppáhaldsjólasælgætið mitt. Maldon-saltið er það sem gerir útslagið. Saxaðu möndlurnar og hneturnar mjög gróft (sumar mega alveg vera heilar). Saxaðu súkkulaðið, ekki alveg eins gróft. Blandaðu saman möndlum og hnetum og stráðu meirihlutanum á bökunarpappír (flöturinn mætti vera á stærð við A4-blað). Settu sykur, smjör, síróp, vatn og salt í pott, hitaðu að suðu og láttu sjóða rösklega þar til hitinn er 150°C á sykurhitamæli, eða þangað til karamellan myndar stökka þræði þegar ögn af henni er látið drjúpa úr teskeið í kalt vatn. Taktu þá pottinn samstundis af hitanum, hrærðu vanillu og matarsóda gætilega saman við karamellumassann – hann gæti freytt töluvert – og helltu honum jafnt yfir hneturnar. Stráðu súkku- laðinu jafnt yfir, láttu bíða í nokkrar mínútur og stráðu svo afganginum af hnetunum yfir og loks saltinu. Láttu karamelluna kólna alveg og brjóttu hana svo í bita. 100-150 g heilar möndlur 100 g pekanhnetukjarnar (eða aðrar hnetur eftir smekk) 150 g suðusúkkulaði 275 g sykur 125 g smjör 2 msk ljóst síróp 2 msk vatn ögn af salti 1 tsk vanilludropar ½ tsk matarsódi ¼-½ tsk Maldon-salt (eða eftir smekk) fyrir 6–8 Myldu eða saxaðu smjörið saman við hveitið, sykurinn og saltið. Blandaðu egginu saman við og bættu við svolitlu köldu vatni smátt og smátt, þar til hægt er að hnoða deigið saman. Mótaðu það í kúlu og kældu í a.m.k. hálftíma. Hitaðu ofninn í 200°C. Flettu deigið þunnt út í hring, nógu stóran til að þekja meðalstórt bökuform. Leggðu það yfir, þrýstu því aðeins niður og snyrtu kantana. Leggðu bökunarpappír yfir og settu farg á hann (t.d. þurrkaðar baunir eða hrísgrjón). Bakaðu skelina í miðjum ofni í um 12 mínútur. Fjar- lægðu þá pappírinn og fargið og bakaðu skelina áfram í 5 mínútur. Taktu hana þá út. 125 g smjör 75 g súkkulaði 200 g sykur 2 egg 1 tsk vanilluessens 1 msk kaffilíkjör, koníak eða annað bragðefni (eða 1 tsk af vanillu í viðbót) 150 g pekanhnetur Súkkulaði- hnetufylling Lækkaðu ofnhitann í 160°C. Settu smjör og súkkulaði í pott, hit- aðu rólega og hrærðu þar til hvorttveggja er bráðið. Taktu pottinn af hitanum og láttu blönduna kólna ögn. Þeyttu saman sykur, egg og bragðefni og þeyttu svo súkkul- aðiblöndunni saman við. Dreifðu pekan- hnetunum á botninn á bökuskelinni og helltu súkkulaðiblöndunni yfir. Settu formið á bökunarplötu og bak- aðu bökuna í miðjum ofni í um hálftíma eða þar til fyllingin hefur stífnað og er aðeins farin að springa. Láttu hana kólna í forminu. Berðu bökuna fram með þeyttum rjóma eða t.d. búrbonrjóma. 125 g smjör 75 g súkkulaði 200 g sykur 2 egg 1 tsk vanilluessens 1 msk kaffilíkjör, koníak eða annað bragðefni (eða 1 tsk af vanillu í viðbót) 150 g pekanhnetur Búrbonrjómi Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur. 250 ml rjómi 2 msk púðursykur 1 tsk búrbonviskí (eða ½ tsk vanillues- sens eða annað bragðefni) Nanna Rögn- valdardóttir. Jólamatur Nönnu er tólfta mat- reiðlsubókin hennar. Hnetu-súkku- laði-karamellur Súkkulaðipekanbaka Helenutrifli OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.