Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 20
R
agnar Stefánsson er
prófessor emeritus í
jarðvárfræðum við Há-
skólann á Akureyri en
hann starfaði sem yfir-
maður jarðskjálftadeidar Veðurstofu
Íslands til ársins 2003. Það var í því
hlutverki sem hann varð þekktur sem
Ragnar „skjálfti“ þegar hann útskýrði
jarðhræringar í fjölmiðlum landsins
af yfirvegun og með tryggri nærveru.
Ragnar segir að honum hafi þótt vænt
um að finna að fólk kunni að meta
útskýringarnar en honum fannst tíma-
setningar sínar síðri.
„Já mér þótti verra að koma alltaf
fram eftir að eitthvað hafði átt sér stað.
Það má segja að það hafi verið ástæða
þess að ég fór út í þessar spárann-
sóknir.“
Þarna vísar Ragnar til stórmerki-
legra rannsókna sem hann hefur unnið
að um árabil og miða að því geta varað
við yfirvofandi jarðskjálftum.
„Ég vildi skilja hvaða ferli væru í
gangi djúpt niðri í jarðskorpunni fyrir
skjálftana til að geta hugsanlega spáð
fyrir um þá. Ekki bara að lýsa þeim á
eftir, sem er vissulega mikilvægt líka,“
segir Ragnar.
Tveggja áratuga rannsóknir að
baki
Í sumar kom út bók Ragnars „Adv-
ances in Earthquake Prediction:
Research and Risk Mitigation“ eða:
Framfarir í jarðskjálftaspám: Frá rann-
sóknum til viðvarana til að draga úr
hættum. Þýska forlagið Springer gaf
hana út í samvinnu við PRAXIS í Bret-
landi. Bókin lýsir niðurstöðum fjöl-
þjóðlegra rannsókna í jarðskjálftaspám
sem stóðu yfir í rúma tvo áratugi á Ís-
landi, aðallega á Suðurlandsundirlend-
inu, undir stjórn Ragnars.
„Á sjöunda áratugnum, eftir nám
í Svíþjóð, hóf ég störf á jarðeðlis-
fræðideild Veðurstofunnar. Ég var
eini starfsmaður deildarinnar en með
vaxandi umsvifum fjölgaði starfsfólk-
inu, sérstaklega eftir að spárannsókn-
irnar byrjuðu. Á þessum tíma var mikil
ástríða í rannsóknum og ríkti það sem
kallaðist vísindalegt anarkí. Menn voru
að vinna að sama marki og oft til mið-
nættis. Rannsóknirnar sem bókin mín
byggir á eru unnar af vísindamönnum í
níu löndum Evrópu. Ísland var tilrauna-
stofan, sérstaklega Suðurlandsbrota-
beltið. Það er á engan hallað þótt ég
segi að drýgsta framlagið auk Íslands
hafi komið frá Uppsölum í Svíþjóð og
frá Bologna á Ítalíu. Á Íslandi var það
fólk á Veðurstofunni sem var þunga-
miðja rannsóknanna og tæknilegrar
uppbyggingar, en mikilvægt samstarf
var allan tímann við Háskóla Íslands og
Orkustofnun (ÍSOR).“
Ragnar, sem er búsettur í Berlín
um þessar mundir, hélt fyrirlestur á
vegum Jarðvísindastofnunar í Öskju
30. nóvember síðastliðinn. Þar gerði
hann grein fyrir rannsóknum og rann-
sóknarniðurstöðum. Hann fjallaði
einnig um það hvernig nýta megi
niðurstöðurnar til að draga úr hættum
sem af jarðskjálftum geta stafað
En hvað segir Ragnar, er raunhæft
að hægt sé að spá fyrir um jarðskjálfta?
„Markmiðið er að gefa út gagnlegar
viðvaranir til langs og skamms tíma.
Í bókinni færi ég rök fyrir því að með
„góðri vöktun“ sé líklega hægt að vara
við öllum meiri háttar jarðskjálftum
á Íslandi. Sé haldið uppi samfelldu
jarðváreftirliti, þar sem allur áunninn
skilningur og öll samtímaúrvinnsla
mælinga er ofin saman og nýtt strax,
til að greina ferla í aðdraganda stórra
jarðskjálfta,“ útskýrir Ragnar.
Rannsóknarverkefni undir stjórn
Ragnars á sviði jarðskjálftaspáa áranna
1988 til 2006 leiddu meðal annars til
uppbyggingar á svokölluðu SIL-kerfi,
sem er mælakerfi til eftirlits með stöð-
ugri virkni smáskjálfta.
Spáðu rétt fyrir um Suðurlands
skjálfta
Ragnar segir að ástæðan fyrir því að
hann skrifaði þessa bók sé sú að hann
vildi tengja allar þessar rannsóknar-
niðurstöður saman og túlka þær sem
heild. „Ég vil koma niðurstöðum þess-
arar miklu samvinnu á framfæri alþjóð-
lega svo hún hverfi ekki heldur nýtist
í framtíðinni um allan heim þar sem
stórir skjálftar verða.“
Og Ragnar bendir á að þær hafa
þegar nýst til að spá fyrir um skjálfta.
„Eftir langtímarannsóknir á Suður-
landsbrotabeltinu gátum við spáð ná-
kvæmlega fyrir um seinni skjálftann
þann 21. júní árið 2000 með skömmum
og gagnlegum fyrirvara. Við sendum
Almannvörnum á svæðinu kort um
væntanlegt hættusvæði, og hringdum
að auki til að útskýra málin svo þeir
gætu verið í viðbragðsstöðu.“
Aðspurður hvort ekki hafi komið
til greina að gefa út opinbera aðvörun
svarar Ragnar: „Við töldum að vís-
bendingar væru of veikar til að rétt
væri að útvarpa þessu til almennings.
Þær væru hins vegar nógu sterkar til
að almannavarnafólk undirbyggi sig
undir að bregðast hratt og vel við. Fólk
í björgunarsveitum og hjá sveitar-
stjórnum hefur sjálfsagt sagt frá þessu
á sínum heimilum, allavega voru upp-
lýsingarnar komnar á örskömmum
út um alla sveitina. Nema reyndar til
Sólheima í Grímsnesi, sögðu sumir.
Starfsfólkið þar bað mig síðan að
koma á eftir til að útskýra hvað hafði
gerst. Þar var fjölmennur fundur eftir
áfallið og ég stóð frammi fyrir honum
og sagði fólkinu frá eðli og uppruna
skjálftans. Þá réttir einn vistmaður
örugglega upp hönd og spyr:
„Hverra manna ert þú eiginlega
Ragnar?“ Ég fór reyndar aðeins þarna
út af laginu mitt í allri skjálftadrama-
tíkinni.“
Bannhelgi yfir jarðskjálftaspám
Ragnar kannast vel við að ákveðin
bannhelgi hefur verið um jarðskjálfta-
spár í vísindaheiminum og víðar.
Hvernig skildi standa á því?
„Já, margir halda því fram fullum
fetum að það sé ekki hægt að spá fyrir
um jarðskjálfta, og jafnvel að það muni
aldrei verða. Sérstaklega í Banda-
ríkjunum, þar hefur varla mátt nota
orðið Earthquake prediction eða jarð-
skjálftaspá. Vísindaumræðan fjallar því
miður oft um það að afsanna kenningar
hinna í stað þess að vinna saman að
einu markmiði. Peningar, stjórnmála-
menn og vísindalegur frami hafa mikil
áhrif á umræðuna. Við sem höldum því
fram að hægt sé að spá höfum verið
sakaðir um ofurraunsæi og annað. En
bókin mín fjallar um jarðarraunsæi.
Það er að reyna að búa til raunsæja
mynd af því sem er að gerast í jörðinni,
og byggja á öllu því sem vísindin hafa
Þeir eru
margir
hæfir
tölvuvís-
indamenn
sem fóru
að vinna í
bönkunum
en eru
atvinnu-
lausir núna.
Kraftar
þeirra gætu
til dæmis
nýst vel við
byggingu
hugbúnaðar
fyrir slíkt
jarðváreftir-
litskerfi.
Með góðri vöktun er hægt að vara við skjálftum
Verða jarð
skjálfta spár
sjálf sagðar í
framtíðinni?
Það komu tímar í rannsóknum
mínum þar sem mér þótti
erfitt að mæta andstöðunni við
jarðskjálftaspárannsóknir. Þá
var Magnús Jónsson, forstjóri
Veðurstofunnar, vanur að minna
mig á að það væri ekki nema
rúmlega hálf öld síðan margir
vísindamenn sögðu að það yrði
aldrei hægt að spá fyrir um
veður. Ókei, hugsaði ég. Kannski
eru veðurspár ekki besta dæmið
en þessi orð hans hjálpuðu mér
alltaf og hvöttu til þess að halda
áfram og gera betur.
kennt okkur um eiginleika hennar. Að
skilja eðlisfræði ferlanna sem eru undan-
fari jarðskjálfta.“
Ragnar hefur unnið með fjölda erlendra
vísindamanna á og við Ísland, þar á meðal
rússneskum kollegum sínum, sem lögðu
eyrun við jörðu í orðsins fyllstu merkingu.
„Já, auk vísindamannanna sem unnu að
fyrrnefndum verkefnum hef ég unnið til
dæmis með Shimamura frá Japan. Hann
var yfirmaður tilraunastöð fyrir sjávar-
botnsjarðskjálftafræði. Hann mældi á hafs-
botninum norður af landinu og suðvestur af
Reykjanesi. Seinna skrifaði hann vinsælar
unglingabækur og fjallar ein þeirra um vís-
indamenn á hafsbotni við Ísland. Því miður
hef ég ekki getað lesið þær á japönsku en
ég heimsótti hann á eyna Hokkaido. Einnig
komu hingað rússneskir vísindamenn oft
á árunum milli 1980 og 19990 til að rann-
saka plötuskilin hérlendis. Meðal annars
hlustuðu þeir jörðina í logni að nóttu til, til
að kanna hvort heyra mætti samfellt suð
neðan úr jarðskorpunni. Þetta var nú ekki
komið langt hjá þeim. Ég trúi því að það
gæti verið mikilvægt að nema slík hljóð
neðan úr jarðskorpunni. Þar gætu leynst
upplýsingar til viðbótar þeim sem berast
að neðan með litlum jarðskjálftum, mikil-
vægar upplýsingar um jarðskorpuna og
brotahreyfingar í henni.“
Aðspurður um hver væri óskastaðan í
jarðváreftirliti á Íslandi að hans mati segir
Ragnar að hún væri að öllum þessum rann-
sóknum verið haldið til haga og þær nýttar
með það að markmiði að vara við hættu-
legum jarðskjálftum.
„Að það verði fjárfest í að byggja upp
skilvirka og stöðuga vöktun á landinu öllu.
SIL-jarðskjálftakerfið á Veðurstofunni yrði
mikilvægur þáttur í slíkum spárannsókn-
um og heildstæðu eftirliti. SIL kerfið hefur
nýst geysilega vel til dæmis í sambandi við
Heklugos og eldsumbrotin 2010 og 2011.
Hið sama er að segja um þenslu- og sam-
felldu GPS-mælingarnar. En til þess að
tækin og tæknin verði að gagni þarf stöðug
og hröð úrvinnsla að eiga sér stað og niður-
stöður mælinga rannsakaðar samhliða og í
rauntíma. Ég tel að þannig markmiðstengd
jarðvárvöktun sé gríðarlega mikilvæg til
að gera sér grein fyrir komandi jarðhrær-
ingum. Það eru margir hæfir tölvuvísinda-
menn sem fóru að vinna í bönkunum en eru
atvinnulausir núna. Kraftar þeirra gætu
til dæmis nýst vel í byggingu hugbúnaðar
fyrir slíkt jarðváreftirlitskerfi.“
Helga Brekkan
ritstjorn@frettatiminn.is
Jarðskjálftafræðingurinn Ragnar Stefánsson er frumkvöðull í þróun jarðskjáftavöktunar og jarð-
skjálftarannsókna á Íslandi. Helga Brekkan hitti Ragnar og komst meðal annars að því að hann ásamt
félögum sínum spáðu rétt fyrir um seinni Suðurlandsskjálftann árið 2000.
Ragnar Stefánsson:
Markmiðið er að gefa út
gagnlegar viðvaranir.
20 viðtal Helgin 9.-11. desember 2011