Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 48
A
uglýsingastofan
hafði samband við
mig og var með hug-
mynd um að finna
krakka og láta þá
spila jólalög á svona snjalltæki,“
segir Björn Kristjánsson, kennari
á Drangsnesi, sem er betur þekkt-
ur undir listamannsnafninu Borko,
en hann
stakk strax
upp á það við
auglýsinga-
stofuna að í
stað þess að
hefja prufur
í Reykjavík
til að leita að
krökkum í
verkefnið þá
væri miklu
skemmtilegra
ef tökulið að
sunnan myndi
bara koma í
Drangsnes.
„Þetta upp-
átæki okkar
hefur vakið
mikla lukku
meðal krakk-
anna og for-
eldranna hér,“ segir Björn en þau
hjónaleysin fluttu í Drangsnes í
sumar eftir að þau fréttu að skóla-
stjórahjónin á staðnum væru að
flytja. Kona Björns, Birna Hjalta-
dóttir, er skólastjóri en hann
hennar undirmaður, kennarinn.
Þessa dagana
er Björn eini
kennarinn því
hinn kennar-
inn er í fæð-
ingarorlofi.
„Það hefur
verið mikið að
gera í haust
að átta sig á
námsstöðu
nemenda og setja sinn í námsefni
í öllum greinum, í öllum aldurs-
hópum,“ útskýrir Björn en segir
að nú sé lífið hins vegar að fara í
fastari skorður og því hugsar hann
sér gott til glóðarinnar að honum
takist að semja meiri mússík í
Drangsnesi en í Reykjavík.
„Maður er ekki að hanga á kaffi-
húsum hérna heldur rúllar tíminn
á voðalega þægilegu tempói.“
Tónlistarmaðurinn Björn,
Borko, gaf út plötuna Born to be
Free í haust og hefur hún fengið
prýðisviðtökur. Von er á miklu
meira efni frá honum á næstu
misserum og ætlar Borko líka
að auðga tónlistarlífið norður á
Drangsnesi með tónleikahaldi.
Áhugasamir um myndbandið
sem krakkarnir gerðu með Birni
geta fundið það á Youtube.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.isSuðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
ENA Micro 9 oNE touch
Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi
ENA 9 one touch kr. 149.000
Að auki bjóðum við ENA 1 Micro Aroma+
á sérstöku jólatilboði kr. 98.550
Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum
í desember 2012 en 14 vélar voru prófaðar.
Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato,
cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp.
Úr Norðlingaskóla í Reykjavík
í Grunnskólann á Drangsnesi
Jólamyndband Vodafone hefur slegið í gegn á netinu en í því fer tónlistarmaðurinn Björn
Kristjánsson fyrir fríðum hópi nemenda sinna í Grunnskólanum í Drangsnesi og saman spila þau
og syngja jólalag á snjallsíma, ipada og hljóðfæri.
Tónlistarmaðurinn Borko fyrir norðan.
Allir nemendur Grunnskólans í Drangsnesi ásamt kennara sínum. Frá vinstri: Björn Kristjánsson kennari, Karen Haraldsdóttir,
Harpa Óskarsdóttir, Guðbrandur Máni Filippusson, Tristan Falur Hilmarsson, Baldur Steinn Haraldsson, Karlína Rós Magnús-
dóttir, Daníel Elí Ingason, Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir, Friðsteinn Helgi Guðmundsson, Ásbjörn Ingi Magnússon og Andri
Smári Hilmarsson. Ljósmynd/Sveinn Speight
Björn Kristjánsson kennari við gerð myndbandsins fyrir
Vodafone.
Maður er
ekki að
hanga á
kaffihúsum
hérna heldur
rúllar tíminn
á voðalega
þægilegu
tempói.
48 jólamyndband Helgin 14.-16. desember 2012