Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 28
E
inn af metsöluhöfundum jóla-
bókaflóðsins í ár er Teodóra Mjöll
Skúladóttir. Hún segist alltaf hafa
stefnt hátt með bókina sína, Hárið,
en viðurkennir þó að viðtökurnar
hafi verið vonum framar. Hún segir gott gengi
fyrst og fremst fagfólkinu sem hún vann með
við gerð bókarinnar að þakka. En henni innan
handar voru þau Saga Sig ljósmyndari og Ísak
sá um förðun. „Þetta er ekki bara ég,“ segir hún
hógværð og segist lítið finna fyrir velgengninni
enn sem komið er. „Þetta er svo óáþreifanleg
velgengni. Ég er líka svo mikið innilokuð með
barnið að ég tek varla eftir þessu,“ segir hún og
hlær. „Mér finnst samt alveg frábært að vita af
því að áhugi fólks á hári sé vaxandi á ný. Mér
fannst það dala á tímapunkti, þegar allar stelpur
vildu bara slétta sig. En það er greinilega að
breytast. Kannski tengist þetta kreppunni. Fólk
er farið að líta meira inn á við og hugsa út í það
hvað það geti gert sjálft, þá í heilsu og mataræði
og svo í útliti. Ég hef því mjög gaman af því að
sjá hvernig bókaflóðið í ár er allt öðruvísi en
áður, einhvern veginn mun fjölbreyttara og ber
breyttum hugsunarhætti gott vitni,“ segir Theo-
dóra Mjöll.
Er ekkert
hæfileikaríkari en aðrir
Theodóra Mjöll Skúladóttir
er ung kona sem á eina af
metsölubókum ársins í jóla-
bókaflóðinu. Bókin hennar,
Hárið, hefur vermt efstu sæti
metsölulistanna og segir
hún að það hafi komið tals-
vert á óvart. Hún er uppalin
í Eyjafirðinum og var erfiður
unglingur, meðal annars vegna
erfiðrar reynslu af ofbeldi. Hún
er nýbökuð móðir sem hún
segir að hafi reynst sér erfitt til
að byrja með.
Theadóra Mjöll Skúladóttir er einn metsöluhöf-
unda jólabókaflóðsins í ár með bókina Hárið. Hún
er ótrúlegur vinnuforkur með erfiða reynslu úr
fortíðinni. Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
28 viðtal Helgin 14.-16. desember 2012