Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 66
Platan hugs- uð sem dyr inn í fjórðu víddina. É g er með sjúkdóm sem heitir geð- hvarfasýki. Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið,“ segir Högni Egilsson tón- listarmaður. Högni hefur undanfarna mánuði þurft að kljást við eigin huga á milli þess sem hann sinnir köllun sinni í lífinu, tónlistinni. Á dögunum kom út ný plata með hljómsveit hans, Hjaltalín, og ber hún heitið Enter 4. Platan kom aðdáendum sveitarinn- ar mjög að óvörum þar sem engin tilkynning um útgáfu hennar hafði komið fyrir augu almennings. Það sem fæstir þó vita er að platan er liður í bataferli Högna en þar tjáir hann sig með dyggri aðstoð vina sinna og hljómsveitarmeðlima um flakkið um fjórðu víddina. Högni Egilsson ætti að vera flestum kunnur. Hann er tuttugu og sjö ára gamall, söngvari og tónsmiður. Högni er einn af for- sprökkum Hjaltalíns en hefur að auki gert garðinn frægan með danspoppsveitinni Gus Gus. Hann hefur hlotið athygli fyrir sérstæðan stíl og klæðaburðinn sem þykir ekki eiga sér margar hliðstæður hér á landi. Líf Högna hefur tekið stakkaskiptum síðustu mánuði en sem fyrr segir fóru sjúkdómsein- kenni geðhvarfasýkinnar að láta á sér kræla snemma í vor. Högni var vistaður á geðdeild í sumar þar sem hann dvaldist um stund en reynir nú, að eigin sögn, að taka sjúkdóm- inn í sátt því þannig læri hann á nýta reynsluna sér til framdráttar í lífinu og listinni. Kjaftasögur leið þeirra sem ekki skilja Högni hefur, vegna veikinda sinna, verið töluvert á milli tannanna á fólki. Það má ef til vill rekja til frá- brugðinnar hegðunar hans síðasta hálfa árið. Hegðunin, sem svo má rekja beint til sjúkdómsins, er af- leiðing ranghugmynda sem Högni hefur haft um líf sitt og tilvist. Þetta hefur svo verið uppspretta kjafta- gangs en að sögn Högna hefur fólk jafnvel haldið því fram að hann væri á ólöglegum fíkniefnum. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara fyrir fólk að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanað- komandi, eins og eiturlyf og áfengi. Eins og það væri léttvægara en að hafa geðhvörf. Fólk þarf alltaf að geta bent fingri á það sem það held- ur að sé vandamálið. Í mínu tilfelli er það bara flóknara en svo. Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur.“ Högni útskýrir að það hjálpi honum að tala um hlutina. „Það gerir engum gott að byrgja inni í sér hlutina. Rogast með leyndar- mál, raunverulegt meðal er að koma hugsunum sínum frá sér,“ segir hann ákveðinn. „Ég er að læra á sjúkdóminn,“ segir Högni og gerir stutt hlé á máli sínu; „getum við fengið okkur eina sígarettu? Ég á eitthvað erfitt með að koma þessu frá mér allt í einu, það er svo margt sem mig langar að útskýra.“ Við erum stödd á heilsuhælinu í Hveragerði þar sem Högni hefur verið undanfarnar tvær vikur í hvíldarinnlögn. Líf hans síðasta hálfa árið hefur einkennst af miklum sveiflum en það eru megin einkenni sjúkdómsins; gríðarlegt örlyndi þangað til hann skellur jafn harðan niður í svartnættið. „Mér finnst drulluerfitt að tala um þetta hugarástand mitt sem sjúkdóm,“ útskýrir Högni þegar við erum komin út fyrir: „En þetta er nú samt kallað sjúkdómur. Það er bara svo gildishlaðið orð og ég vil ekki líta á þetta sem neinn dóm, heldur tækifæri til að þroskast betur og læra.“ En hvernig lýsir þetta hugar- ástand sér? „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum er kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur mig. Ég held að það sé auðveldast að útskýra það þannig. Þetta er óveraldleg tilfinn- ing og mér líður til dæmis stöðugt eins og ég sé að leysa gátu. Ég sé tákn í öllu í kringum mig og hvert tákn er eins og lítið púsl í gátuna. Ég á það til að tapa mér í þessum táknum og missa mig alveg á flug; það er manían,“ útskýrir Högni og hann segir að örlyndinu fylgi ákveðin vellíðan. Það er samt bara náttúrulögmál að allt það sem fer upp leitar niður aftur og þar er hugurinn hvergi undanskilinn. „Þegar ég hef verið hátt uppi og ör, þá fylgja síðar dagar sem eru mér hryllileg sálarkvöl.“ Hann segir að þá daga fari hann oft yfir það sem á undan hefur gengið og þeirri yfirferð getur fylgt skömm og sektarkennd. „Þetta er viss brotlending svona þegar þú ferð að horfa á sjálfan þig í maníunni með augum annarra. Maður skammast sín fyrir það sem maður er. Svo kemur upp hjá mér þessi stans- lausa þrá um jafnvægi í lífinu, hún verður að þráhyggju og það dregur mig niður.“ Fjórða víddin og kort af hug- anum Nýja plata Hjaltalín, Enter 4, hefur fengið frábæra dóma víðast hvar. Platan kom, sem áður sagði, líkt og þruma úr heiðskíru lofti og voru aðdáendur sveitarinnar margir hverjir hissa á skjótri og dularfullri útgáfunni. „Ég þurfti einhvern veginn að losa allt út sem var að brjótast innra með mér. Svo það mundi hætta að hræra í mér. Enter 4 er því að hluta til uppgjör mitt og hljómsveitar- innar við mig og þetta hugarástand. Eins og titillinn gefur til kynna er platan hugsuð sem dyr inn í fjórðu víddina. Þetta er að mínu mati það sem gerir tónlistina svo frábæra. Hún er tjáning og ég vík ekkert frá því að mér finnst sem ég hafi skapað fallegustu tónlist ferils míns í veikindunum, jafnvel inni á geðdeild.“ Inni í plötumslaginu er að finna kort með táknmyndum sem að sögn Högna eru „andlegar tákn- myndir.“ Á kortinu hefur Högni í samstarfi við Godd og Sigurð Odds- son raðað saman táknmyndum sem á einhvern hátt hafa verið honum hugleikin í veikindunum. Saman settu þeir svo kortið sem Högni segir að sé af þessari leið hans. Bjartsýnn með brotna tönn Högni segist horfa bjartsýnn fram á veginn: „Nú er ég bara að einbeita mér að komast í jafnvægi. Stundum er ég hræddur um hvert þessi sjúk- dómur leiðir mig. En ég dvel ekkert við þær hugsanir. Ég ætla bara að vera bjartsýnn.“ Högni segir að erfiðast í þessu öllu sé vafalítið að valda fjölskyldu og vinum áhyggjum. „Fólkið mitt hefur grátið út af mér, út af áhyggj- um . Ég er mjög heppinn með hve sterkt öryggisnet ég hef í þeim. Þau hafa ekki gefist upp á mér, jafnvel eftir að hafa endað inni á geðdeild, eða með brotnar framtennur ein- hvers staðar á Hverfisgötu.“ Högni greinir blaðamanni frá því hvernig þrír menn veittust að honum þar sem hann gekk um bæinn í mikilli maníu. „Þeir hreyttu einhverju í mig og ég var bara nógu klikkaður til þess að svara þeim. Þetta voru bara þannig menn og það sýndi sig kannski bara í þessum verknaði hve lokað fólk er fyrir þeim sem sker sig úr. Það er einlæg von mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum er kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi.“ Ljósmyndir/Hari 62 viðtal Helgin 14.-16. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.