Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 54
Krumma Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Full búð af þroskandi og fallegum jólagjöfum fyrir krakka á öllum aldri. Kúgaða konan og gírugur útgefandi Steinar Bragi hefur sent frá sér fjölda verka, ljóð og skáldsögur en hæst ber þar kannski að nefna Hálendið sem gefin var út í fyrra og Konur sem tilnefnd var til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur komið út víða erlendis. Þau segjast hafa ólíkar aðferðir við að skrifa. Kristín ku vera kaotísk en Steinar ögn skipulagðari. „Ég byrja yfirleitt ekki með neina tesu fyrirfram. Eins og í Kon- ur þá hafði ég bara mynd í hausnum af konu sem lagði andlitið í vegg. Hitt kom bara síðar, á leiðinni,“ segir Steinar. Kristín útskýrir að Konur hafi valdið henni hugarangri til að byrja með. „Ég var ógeðslega reið við Steinar þegar ég las Konur. En þegar ég fylgdist með honum fylgja bókinni eftir úti í Þýskalandi áttaði ég mig á því að öll reiðin sem ég fann fyrir átti að vera þarna. Þegar kona lifir og hrærist í feðraveldi þá aftengir hún sig. Verður ónæm. Það sem Steinar gerir er að sýna svart á hvítu hversu óréttlátur heimurinn er fyrir kon- ur og þá kemur upp reiðin. Útskýringin hans var á þann veg að við skrif bókarinnar þá hafi hann sett sig í sam- band við kvenhatarann í sjálfum sér. Viðbrögðin voru líkt og hann hefði sagt eitthvað hræðilegt. En þetta er svo mikilvægur punktur því þegar Steinar sagði þetta var hann ekki að tala um persónulegt vandamál. Heldur samfélagslega vandann. Það hafa þetta allir í sér, þetta er eitthvað innbyggt „es- sens“ og tilfinning sem þarf að kljást við eftir á.“ Steinar jánkar og segist sjálfur hafa verið að kljást við ójafnvægi hið innra við vinnslu bókarinnar. „Ég var að díla við ójafnvægi innra sjálfur. Konan í búrinu var mynd sem allir karlar ættu að geta samsamað sig við, leynda konan innra með manni. Strákum er kennt það mjög snemma að hið kvenlega í þeim beri að loka af og ekki tengja við nema í laumi. Nema kannski skrumskældu og þá til dæmis í gegnum klám. Jung talaði um animuna þá sem birtist skýrt í klámi og vændiskaupum karlmanna. Þetta með að leynda konan í karlinum væri drusla. Öll rifin og tætt með lekandi maskara. Hann sæi hana svoleiðis í praxís. Kúguðu konuna sem endur- speglar einhverjar bældar tilfinningar.“ Steinar segir að jólabókaflóðið sé ákveðin náttúru- auðlind. Þó að þessi mikla bókneysla gerist öll á of stutt- um tíma og verkunum sé sjaldnast fylgt eftir. Þau eru sammála um að bókmenntum séu til að mynda ekki gerð nógu góð skil í fjölmiðlum, nema rétt um jólin. „Þetta hefur versnað töluvert á undanförnum árum,“ segir Kristín og bætir við, „ég hef allavega ekki séð neitt svart á hvítu um að bókmenntagagnrýni selji ekki blöð. Ef tekin eru mið af sölu um jólin, þá er ekkert sem segir að gagnrýnin sé þar undanskilin.“ Steinar er ögn harðorðari og segir vandann fyrst og fremst einkennast af auglýsingamennsku. Rithöfundar séu uppteknir af sölu fremur en umfjöllun „Ég vil í raun- inni sjá minna af smáfréttum um að einhver fáviti úti í heimi segi að Yrsa Sigurðar sé á pari við Stephen King. Sú litla klausa er bara komin beint úr smiðju Péturs Más, hins gíruga útgefanda Yrsu til þess að selja hana í baráttunni við Arnald. Þessar smáfréttir, eru um allt og ekki annað en auglýsingar. Þetta er ekki bókmennta- umfjöllun,“ segir Steinar og er augljóslega mikið niðri fyrir. Þau segja miður að fólk sem kjósi að mennta sig í fjölda ára til þess að fjalla um bókmenntir fái ekki meira vægi í blöðum við umfjallanir. Talið berst að netmiðlum og umræðuhefðinni sem er að ryðja sér til rúms í athugasemdakefunum. Kristín og Steinar eru sammála um að sú hefð sé á lágu plani. „Við þurfum umræðuhefð og kannski þurfum við ein- mitt að ganga í gegnum ljótt tímabil eins og það sem er einkennandi núna. Það hentar samt engum þessi skot- grafahernaður,“ segir Kristín og Steinar bætir við að það sé ef til vill gott að takast á við málefni út frá öfgum. „Hinn þögli meirihluti mótast svo af þessum öfgum. En svo má velta því fyrir sér hvort umræðuhefðin sé ekki bara að versna svona eftir því sem fleiri karlar droppa út úr skólakerfinu og verða ólæsari. Eftir því sem konur menta sig betur er þetta að verða algjörlega sitt hvor hópurinn. Annars vegar slefandi karlar sem misskilja aðra hvora línu sem þeir lesa á netinu og hins vegar klárar konur sem skilja heiminn mikið betur. Bókelskar konur eru að verða eins og karlkyns aristó- kratar á 19. öld.“ Var aðdáandi áður en þau kynntust Parið kynntist á upplestartúr Nýhil árið 2003. Árið 2008 hafði Steinar verið á ferðalagi um Bandaríkin. Hann fór síðan til Kanada að heimsækja Kristínu, þar sem þau hófu sambandið. „Við vorum lengi bara vinir. Eða þangað til hann kom til Kanada, þar sem ég var í skóla,“ segir Kristín og Steinar bætir við: „Það fyrsta sem gerðist eftir að ég kom út var að veskinu hennar var stolið. Síðan daginn eftir varð hrunið. Við gátum því ekkert tekið út en fengum mikla samúð fyrir að vera Íslendingar.“ Kristín hlær og segir, „fengum tvo kebab á verði eins og svoleiðis.“ Parið hélt frá Kanada í langa reisu um suður Ameríku og Asíu. Þar sem Kristín skrifaði meðal annars Doris Deyr. „Það er svo magnað að byrja á að vera saman stanslaust. Við byrjuðum okkar sam- band þannig öfugt á við marga. Það er oft sagt að hjón sem fari saman í ferðalag skilji þegar þau komi heim, eftir að hafa eytt of miklum tíma saman. Samkvæmt því erum við búin að vera saman til ævi- loka,“ segir Kristín. Aðspurð segja þau það ekki hafa hvarflað að þeim að skrifa saman. „Ég hef samt oft leitt hugann að því að það gæti einn daginn komið upp tímabil þar sem við værum búin að vera á ferðalagi í lengri tíma og saman nær hverja mínútu. Að við mundum skrifa sömu bókina af sömu reynslunni,“ segir Steinar. „Og fatta það ekki fyrr en að skriftum loknum,“ segir Kristín kímin. Steinar grínast með að stundum fari um hann ónot sé Kristín mjög dugleg en hann ekki. Kristín skellir upp úr og Steinar útskýrir frekar: „Það væri samt verra ef hún væri rithöfundur sem ég væri ekki hrifinn af. Ég hef verið hrifinn af því sem hún gerir alveg frá því ég las fyrst eitthvað eftir hana. Ég man meira að segja eftir augnablikinu þar sem ég sá fyrstu línuna eftir hana. Það var á 4. hæð á Þjóðarbókhlöðunni, klukkan 3.15. Safnrit ungra skálda hafði komið út skömmu fyrr og ég man svo vel eftir því að hafa hugsað um hve fagur- fræðilega skyld hún væri því sem ég var að gera á þeim tíma. Hún vissi samt ekkert af mér. Þá var hún í Dan- mörku. Seinna kynntumst við og urðum miklir vinir. Ég var samt aðdáandi löngu áður en við hittumst fyrst,“ segir Steinar. Hann er svo rokinn af stað í sumarbústað þar sem hann er við skriftir bókar sem væntanleg er á næsta ári. María Lilja Þrastardóttir marililja@frettatiminn.is Ég var ógeðs- lega reið við Steinar þegar ég las Konur. Þau hafa ólíkar aðferðir við skriftir en segjast bæði skrifa sig frá tilfinningum. 54 viðtal Helgin 14.-16. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.