Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 2
klassískar og nýstárlegar
Á gottimatinn.is nnurðu Sörur með
hindberjakremi, hvítu súkkulaði og
rjómaosti. Þær koma þér á óvart.
Gunnar Nelson á Wembley
M ér finnst engu skipta hvort það séu 20 milljónir eða tíu þúsund krónur. Þetta er prinsippmál,“ segir Hans Kristján Árnason sem fór til læknis fyrir tveim
mánuðum, gleymdi veskinu og trassaði að borga og nú
hefur skuldin fimmfaldast.
„Ég fór til sérfræðings í árlega skoðun í Læknastöð-
inni ehf í Glæsibæ 13. september, gleymdi veskinu
heima og bað um að fá sendan gíróseðil,“ útskýrir
Hans en þá var upphæðin 3.384 krónur. Fljótlega eftir
heimsóknina barst honum gíróseðill og Hans Kristján
geymdi seðilinn en hafði hug á að greiða skuldina í
október og taka þá í versta falli á sig einhverja smá
dráttarvexti.
„Þann 17. október fæ ég bréf frá Motus um að nú
þyrfti ég að bregðast við: Skuldin var þá á þessum eina
mánuði sögð vera 6.360 krónur.“ Samkvæmt Hans
Kristjáni, sem hefur einnig skrifað langa skýrslu um
þetta mál á Facebook-síðu sína, fylgdu rukkuninni
innheimtusímtöl. Hann sagði hringjendum að hann
ætlaði ekki að borga svona okur og reyndi að ná sam-
bandi við lækni sinn til að fá leiðréttingu á þessu órétt-
læti. Þá vildi ekki betur til en svo að læknirinn var
erlendis og á Læknastöðinni fengust þau skilaboð að
best væri að bíða þar til hann kæmi aftur heim.
19. nóvember kemur svo nýtt bréf frá Motus: Loka-
aðvörun! Skuldin var komin í 12. 361 krónu og
Hans Kristján átti ekki orð. Hann náði tali af
lækninum sínum 5. desember sem sagðist
lítið vita um inniheimtuaðferðir Lækna-
stöðvarinnar og benti á framkvæmda-
stjórann sem tilkynnti Hans að
hann vildi fá skuldina greidda
strax. Punktur og basta.
„Ég sagði framkvæmdastjór-
anum að ég myndi frekar mæta
í héraðsdóm en að borga svona
glæponum,“ segir Hans
Kristján og bætir því við að
framkvæmdastjórinn hafi
ekki viljað ræða frekar
við hann því honum þótti
hann alltof æstur.
Það næsta sem gerist
er að Hans fékk inn-
heimtubréf frá Lög-
heimtunni sem sér um
svona mál fyrir Motus. Á
rúmum tveim mánuðum
var skuld Hans Kristjáns,
3.384 krónur, komin upp í
16.482 krónur.
„Þessi glæpastarfsemi
sýnir enn einu sinni Ísland í
hnotskurn,“ segir Hans Kristján
sem ætlar ekki að greiða þetta okur.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is
FjölMiðlar Ný lestrarköNNuN CapaCeNt
Aldrei fleiri lesið Fréttatímann
„Lestur Fréttatímans hefur aldrei verið meiri,“
segir Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri
Fréttatímans, en Capacent mælir stöðugt lestur á
blöðum og hefur gert frá því í janúar 2011. Nýjar
tölur sýna að nú lesa tæplega 42% landsmanna á
aldrinum 12-80 ára Fréttatímann í viku hverri.
Það eru 108.700 Íslendingar. Lestur Fréttatímans
á höfuðborgarsvæðinu jókst úr 53% í 55% milli
mánaða.
„Lesendum Fréttatímans fjölgaði um 3.066 frá
því í síðasta mánuði en til viðmiðunar eru íbúar
Seltjarnarness 3.600 á þessum aldri, 12-80 ára,“
segir Valdimar.
Á sama tíma fækkar lesendum Fréttablaðsins
um 1.100. Fréttatíminn er helgarblað og það sem
af er ári eiga eftir að koma tvö blöð. Það fyrra
kemur rétt fyrir jól, 21. desember, en hið síðara
28. desember.
Fréttatíminn kom fyrst út fyrir rúmum tveimur
árum, 1. október 2010, og hafa viðtökur verið
vonum framar.
„Við starfsfólk Fréttatímans þökkum góðar við-
tökur,” segja ritstjórarnir, Jónas Haraldsson og
Mikael Torfason.
Valdimar Birgisson, framkvæmdarstjóri Frétta-
tímans, er að vonum ánægður með að lestur Frétta-
tímans hefur aldrei verið meiri en í viku hverri lesa
108.700 Íslendingar Fréttatímann.
Þessi glæpastarfsemi
sýnir enn einu sinni
Ísland í hnotskurn
FjárMál HaNs kristjáN árNasoN er leNtur í iNNHeiMtuFyrirtækjuM
Skuldin fimmfaldaðist á
rúmum tveim mánuðum
Hans Kristján Árnason þurfti að heimsækja lækni í september og nokkru síðar barst honum
gíróseðill. Honum láðist að borga hann og strax fjórum vikum frá heimsókninni tvöfaldaðist
skuldin. Hans reyndi að ná á lækninn og fara fram á leiðréttingu en er fastur í vef innheimtufyrir-
tækja. Skuldin sem var upphaflega rúmar þrjú þúsund krónur er komin yfir 16 þúsund á rúmum
tveimur mánuðum.
„Ég sagði framkvæmdastjóranum að
ég myndi frekar mæta í héraðsdóm en
að borga svona glæponum.“
Gunnar
Nelson í
Wembley
Arena í
febrúar.
Retro Stefson spilar á
Hlemmi
Reykjavíkurborg býður upp á tónleikaröð-
ina „Hangið á Hlemmi“ alla laugardaga
til jóla. Tónleikarnir eru ókeypis fyrir alla
aldurshópa og byrja klukkan 15. Á morgun,
laugardag, spilar svo hin geysivinsæla
hljómsveit Retro Stefson. Hljómsveitin,
sem er ein sú vinsælasta hér á landi um
þessar mundir, var á dögunum tilnefnd til
Íslensku tónlistarverðlaunanna. krakk-
arnir í sveitinni hafa einnig verið að gera
það gott erlendis undanfarin misseri.
Stoppistöðin Hlemmur er í jólabúningi og
hefur verið skreytt á mjög dramatískan hátt
að fyrirmynd kvikmyndarinnar „Cristmas
vacation“. Stemning níunda áratugarins
svífur yfir vötnum og meðal annars hefur
listakonan Hildur Gunnlaugsdóttir sett
upp sýninguna „Gluggi fortíðar“ sem er
smávaxin yfirlitsýning þar sem skyggnst
er inn í glugga fortíðarinnar þar sem
fótanuddtæki og aðrar lífsnauðsynjar fyrri
tíma fá að njóta sín.
Rýkur úr kortum
erlendra ferðamanna
Kortavelta útlendinga á Íslandi jókst
gríðarlega í nýliðnum nóvember, eða um
57 prósent miðað við sama mánuð í fyrra.
Hún nam nú 4,3 milljörðum króna. Korta-
velta Íslendinga í útlöndum nam rúmum
6,7 milljörðum króna í nóvember sem er
aukning upp á tæplega 6% að nafnvirði
frá nóvember í fyrra. Er þessi gríðarlega
aukning í kortaveltu útlendinga hér á landi
í takti við tölur Ferðamálastofu sem sýndu
að brottfarir erlendra ferðamanna um
Leifsstöð voru 61% fleiri nú í nóvember
en þær voru á sama tíma í fyrra, að því er
fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka.
Lítil aukning varð á brottförum Íslendinga
um Leifsstöð á sama tíma, eða rétt um
0,6%.
Fleiri kaupa skó
Íslendingar hafa verslað ögn meira fyrir
þessi jól en þeir gerðu í fyrra, sem nemur
rúmum þremur prósentum á núgildandi
verðlagi. Fleiri helgar voru í nóvember í
ár en í fyrra og að teknu tilliti til þess jókst
veltan um 0,4 prósent. Verð á dagvöru
hefur hins vegar hækkað um rúm 6
prósent á milli ára. Aukning var mest í
skósölu, um rúm 12 prósent en skóverð
hefur nánast ekkert hækkað á tímabilinu.
Samdráttur var mestur í sölu rúma. -sda
UFC hefur tilkynnt að Gunnar Nelson
muni mæta Justin Edwards á Wembley
Arena, sem tekur 12.500 manns í sæti,
þann 16. febrúar næstkomandi. Gunnar
sigraði í fyrsta bardaga sínum gegn
DaMarques Johnson í UFC í síðasta
mánuði og þykir með efnilegri bardaga-
mönnum heims. Gunnar hefur sigrað í
síðustu 10 bardögum sínum í blönduð-
um bardagaíþróttum og stefnir á sjötta sigurinn gegn Edwards sem
tapaði síðast þegar hann barðist í Bretlandi. Hann er kallaður „Fast
Eddy“ og er Bandaríkjamaður. Augljóst er af umfjöllun ytra að mikil
eftirvænting er fyrir þessum bardaga Gunnars og öll augu beinast
að honum enda er honum spáð miklum frama innan íþróttarinnar.
2 fréttir Helgin 14.-16. desember 2012