Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 44
Jólapakki Vodafone Fylgir þessum símum og fleiri snjall tækjum hjá Vodafone. Jólin eru komin hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is/jol Nokia Lumia 920 Öflugur sími með frábærri myndavél sem virkar sérstaklega vel í lítilli birtu. 124.990 kr. 11.490 kr. á mán.* Samsung Galaxy S III S III sló í gegn þegar hann kom út í sumar enda er allt flott við þennan síma. 109.990 kr. 10.090 kr. á mán.* *M .v. 1 2. m án uð i. Vi ð af bo rg un ar ve rð b æ tis t g re ið sl ug ja ld , 3 40 k r. á m án uð i. H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA Þ að er eins með matreiðslu-bækur og margar tegundir bóka að salan á þeim kemur í bylgjum. Nú er matreiðslubóka- bylgja og þær seljast afar vel,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Útgáfa á matreiðslubókum stend- ur í miklum blóma hér á landi um þessar mundir. Sífellt fleiri slíkar bækur seljast enda virðist landinn ákveðinn í að taka aftur upp gamla og góða siði eftir nýleg áföll. Tutt- ugu bækur koma út um mat og drykk á þessu ári samkvæmt Bóka- tíðindum og hefur fjölgað frá því í fyrra. Matreiðslubækur Hagkaupa hafa um langt skeið notið gífurlegra vinsælda. Bækur Jóa Fel hafa selst sérstaklega vel í gegnum árin, að meðaltali í 35 þúsund eintökum hver. Alls hefur Jói Fel selt um 150 þúsund matreiðslubækur. Tvær bækur Hagkaupa sitja nú á lista yfir mest seldu bækur ársins. Heilsuréttir Sólveigar Eiríksdóttur sitja í áttunda sæti og Grillréttir eftir Hrefnu Rósu Sætran hefur selst allra bóka mest á árinu. En þar með er ekki allt talið. Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur er óvænti smellur ársins. Hún hefur selst í um tíu þúsund eintökum og var lengi vel mest selda bók ársins. Af öðrum vinsælum matreiðslubókum á árinu má nefna Stóru Disney heimilisréttabókina, Eftirrétti Sollu og Múffur í hvert mál eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Í fyrra sló bókin Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar í gegn og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum með endur- prentun á þessu ári. Erfitt er að henda reiður á hversu margar matreiðslubækur muni seljast hér á árinu en óhætt er að fullyrða að þær munu hlaupa á tug- þúsundum. Reynsluboltinn Nanna Rögnvaldardóttir, sem sjálf hefur selt um 75 þúsund matreiðslu- bækur í gegnum tíðina, segir að þessi matreiðslubókabylgja sé ekki sér íslenskt fyrirbæri. „Það er aukning víða um heim. Ég las til dæmis grein um daginn þar sem sagt var að tvær tegundir af bókum seljist nú betur en áður; matreiðslu- bækur og bækur um trúmál. Það eru margir sem hafa nú áhuga á matargerð en það er líka mikið af fólki sem finnst bara gaman að lesa um mat og skoða myndir. Ég hef oft líkt þessu við klám – fólki finnst gaman að skoða og láta sig dreyma.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Tugþúsundir matreiðslubóka seldar í ár Íslenski bókamarkaðurinn er smám saman að breytast. Sífellt færri ævisögur koma nú út en matreiðslubókum fjölgar sífellt. Matreiðslubækur seljast líka mjög vel – ein vinsælasta bók ársins er eftir konu sem ákvað að taka mataræði fjölskyldunnar í gegn til að bregðast við veikindum sonar síns. Þessar sex matreiðslubækur eru meðal þeirra mest seldu hér á landi í ár. Heilsuréttir fjölskyldunnar hefur selst í um tíu þúsund eintökum og Grillréttir Hagkaups enn meira. 44 úttekt Helgin 14.-16. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.