Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 78
Sendu SMS EST SP á númerið 1900 og þú gætir unnið! Fullt af aukavinningum: DVD – Tölvuleikir – GOS ofl. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr./SMS-ið VILTU VINNA AMAZING SPIDERMAN? KOMIN Á DVD OG BLU-RAY 9. HVERVINNUR! 74 jól Helgin 14.-16. desember 2012  Heimsókn í Árbæjarsafnið s igurlaug Gísladóttir er fædd árið 1921 og er því elst þeirra sem tók þátt í að leiða gesti Árbæjarsafnsins í allan sannleikann um undirbúning jólanna frá fyrri tíð. Þær Guðný og Sigurlaug voru sammála um að aðventan hafi verið frekar rólegur tími áður fyrr. „Jólin voru að sumu leyti rólegasti tími árs- ins en um leið kannski erfiður fyrir marga. Það getur verið erfitt fyrir til dæmis börn að sitja inni og kannski ekkert við að vera nema að leika sér með legg og skel eða eitthvað slíkt. Börn þurftu reyndar að vinna mjög mikið. Þau gátu reyndar valið að gera það ekki en þá fengju þau enga jólagjöf. Fæst þeirra voru tilbúin til að fórna því.“ Tímafrek framleiðsla Tólgarkertin hafa fylgt Íslendingum frá fornu fari. Áður en tólgin kom til sögunnar voru kertin búin til úr býflugnavaxi. Vaxið var flutt inn frá útlöndum og var því mjög dýrt. Kveikir á kertum voru búnir til úr ljósagarni sem var úr fléttaðri bóm- ull. Þær Gunnþóra Guðmundsdóttir og Edda Birna Logadóttir sögðu gestum frá framleiðslunni. „Kertin voru gerð með því að festa stein í bómullarspottann sem dýft var ofan í tólgina og tólgarlagið látið storkna. Þetta þurfti að endurtaka þar til kertin voru orðin mátulega gild. Á jólum voru auk þess gerð kónga- kerti. Þau greinast í þrennt og eru tákn heilagrar þrenningar. Kónga- kerti voru gerð með því að binda bómullarspotta í spýtuna og mynda síðan form kertisins með því að tengja báða spottana við miðjuna á þeim fyrri.“ Útskornar jólagjafir Jólagjafirnar frá þessum tíma þættu lítilfjörlegar í samanburði við þær sem við þekkjum í dag. Kerti og spil voru algengar jólagjafir auk útskorinna muna úr tré. Bjarni Þór Kristjánsson sat í stofunni í Hábæ og var að leggja lokahönd á ýmsa útskorna muni. „Ég er með hérna hjá mér ýmsar jólagjafir og skraut frá gamalli tíð. Við erum meðal annars með jólafjölskylduna hérna eins og hún leggur sig. Svo er ýmis- legt hérna úr dýraríkinu og fleira smálegt. Þetta var nú væntanlega ekki alveg svona skrautlegt í gamla daga. Einhverjir jurtalitir voru auð- vitað til en ég efast um að þeir hafi verið mikið nýttir í jólagjafir.“ Skemmtilegra að borða fal- legan mat Á neðri hæðinni í Árbænum voru tvær stúlkur að skera út laufabrauð undir handleiðslu Maríu Karenar Sigurðardóttur. María sagði þær stöllur vera að vinna þetta eins og venjan hafi verið áður fyrr. „Hér eru engar rúllur til að auðvelda skurðinn eða neitt svoleiðis, það er bara hnífurinn. Við vorum einmitt að rifja upp í hvaða löndum eru til svona þunn brauð, þetta er til í flestum löndum þar sem fólk hefur þurft að spara mjölið. Við þekkjum lefsur frá Noregi, pitsur á Ítalíu og tortillur á Spáni. Þetta er kannski skyldara pönnukökunum okkar en laufabrauðinu en skreytingin á laufabrauðinu er það sem ekki þekkist víðar, að ég held. Það er auðvitað mikið skemmtilegra að borða fallegan mat. Svo fólk hefur gripið til þess ráðs að skreyta brauðið svona fallega. Hér á landi var auðvitað mikill skortur á brauði svo þetta var gert eins fallegt og hægt var til að gleðja bæði sál og líkama.“ Bjarni Pétur Jónsson Ritstjorn@frettatiminn.is Jólin rólegasti tími ársins Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að jólin eru fram undan með tilheyrandi spennu og eftirvæntingu. Á baðstofuloftinu í gamla Árbænum var stemningin þó róleg og þægileg. Þar sátu þær Guðný Ingibjörg Einarsdóttir og Sigurlaug Gísladóttir og kembdu ull og spunnu úr henni garn. María Karen Sigurðardóttir sýndi gestum hvernig ætti að bera sig að við útskurðinn. Védís Kalmansdóttir og Júlía Rún Pálsdóttir einbeittar við útskurðinn. Sigurlaug Gísladóttir kembir ull. Ljósmyndir/bpj Guðný Ingibjörg Einarsdóttir á bað- stofuloftinu. Bjarni Þór Kristjánsson skar út muni af miklum móð. Gunnþóra Guðmundsdóttir og Edda Birna Logadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.