Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 116

Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 116
 Í takt við tÍmann Einar LövdahL GunnLauGsson Heldur tryggð við kebabinn á Ali Baba Einar Lövdahl Gunnlaugsson er 21 árs tónlistarmaður, nemi í viðskiptafræði og blaðamaður á Mónitor. Hann sendi nýverið frá sér sitt annað lag, Traust, og á lag í úrslitum Jólalagakeppni Rásar 2. Einar nýtur þess að ferðast með strætó og fer á kaffihús með pabba sínum. Staðalbúnaður Ég er enginn sérlegur tískupinni en legg mig þó fram um að vera ekki eins og algjör vitleysingur til fara. Ég reyni að vera snyrtilegur og finnst til dæmis gaman að eiga fallegar og góðar peysur. Ég held líka mikið upp á tvennar flauelsbuxur sem ég á, aðrar voru keyptar í Urban Outfitters en hinar í Geysi. Kærastan mín er dugleg að koma mér á óvart með fallegum flíkum, ég er svo heppinn. Þegar það er kalt úti dreg ég fram tvær lopapeys- ur sem ég á og nota mikið. Þær passa vel við sænsku fjallarefsúlpuna mína. Hugbúnaður Ég átti mér alltaf þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta en nú þegar ég er búinn að kveðja þann draum spila ég körfubolta og fótbolta með nokkr- um strákum. Því miður hef ég glímt við þrálát ökklameiðsli í vetur svo ég hef verið latur við líkamsræktina undanfarið. Við pabbi erum þokkalega duglegir að fara á kaffihús og fara yfir stöðu mála. Þá förum við gjarnan á Kjarvalsstaði. Ef ég fer á kaffihús með vinum mínum fer ég oft á Stofuna við Ingólfstorg. Þar er róleg og heimilis- leg stemning. Ég er nú enginn lands- liðsmaður í djamminu en þegar ég fer út fer ég oftast á Faktorý. Ég er samt hrifnari af því að geta spjallað við ein- hvern yfir bjór en að fara að tjútta og því er gott að fara á Hemma og Valda. Ég er glataður dánlódari og er aldrei með á nótunum í sjónvarpsseríum. Ég tók Office-æði um daginn og nú er ég inni í Modern Family. David Brent úr breska Office og Cameron úr Modern Family eru bestir. Vélbúnaður Ég á Macbook-fartölvu sem ég keypti sumarið 2009. Vinur minn sem er Mac-sérfræðingur segir að þessi týpa hafi bara verið framleidd í hálft ár og sé safngripur. Annars á ég iPhone sem ég nota ansi mikið. Kærastan mín vildi alla vega gjarnan að þær væru færri, mínúturnar sem fara í símann á hverj- um degi. Það er náttúrlega glatað hvað maður er háður þessum samfélags- miðlum. Ég er á Facebook, Twitter og Instagram og ólst upp á MSN svo ég hef tekið þátt í þessu öllu og verið fangi þessara miðla. Maður sækir af og til einhverja leiki á snjallsímann en fær fljótt leið á þeim. En ég er mjög sáttur við Strætó-appið. Aukabúnaður Þegar ég var í menntaskóla reyndi ég að labba allt sem ég gat en eftir að ég fór að vinna lengst úti í busk- anum komst ég upp á lagið með að nota strætó. Það er fínn staður til að láta hugann reika og slappa aðeins af. Ég og vinur minn erum sérlegir stuðningsmenn kebabsins á Ali Baba og við höfum haldið tryggð við hann síðan í MR. Ástríðuverkefnið mitt er tónlistin en ég hef líka gaman af því að skrifa og vinna með texta. Ég vil gera meira af því í framtíðinni. Svo hef ég líka gaman af því að lesa og væri til í að gera meira af því, maður hefur svo litla leslyst þegar maður er í skóla. Ég hlakka til að fara í jólafrí og geta lesið jólabækurnar. Ef ég ætti að nefna einn uppáhaldsstað þá væri það húsið Vallholt sem föðurfjölskyldan mín á, á Dalvík. Það er mjög skemmtilegur staður sem ég fer alltof sjaldan á. Næsta utanlandsferð mín verður til Banda- ríkjanna um páskana. Ég fæddist í Banda- ríkjunum og hef því tvöfaldan ríkis- borgararétt og get stoltur sagt frá því að ég kaus Barack Obama í forseta- kosningunum á dögunum. Einar Lövdahl er kominn í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2 með lagið Hæhó og gleðileg jól. Ljósmynd/Hari Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í fyrra, plötur ADHD, Lay Low, Reykja- vík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar.  tónList ÚtGáfuárið GErt upp 20 plötur keppa um Kraumsverðlaun Tuttugu plötur hafa verið til- nefndar á Úrvalslista Kraums fyrir árið sem er að líða. Í næstu viku kemur í ljós hvaða 5-6 plötur af þessum tuttugu munu skipa Kraumslistann 2012. Markmið Kraumslist- ans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljóm- sveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Þær plötur sem eru á Úrvalslista Kraums 2012 eru: adhd - adhd4, Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn, Borko - Born To Be Free, Davíð Þór Jónsson - Improvised Piano Works 1, Duo Harp- verk - Greenhouse Sessions, Futuregrapher - LP, Gho- stigital - Division of Culture & Tourism, Hilmar Örn Hilm- arsson & Steindór Andersen - Stafnbúi, Hjaltalín - Enter 4, Moses Hightower - Önnur Mósebók, Muck - Slaves, Nóra - Himinbrim, Ojba Rasta - Ojba Rasta, Pascal Pinon - Twosomeness, Pétur Ben - God’s Lonely Man, Retro Stefson - Retro Stefson, Sin Fang - Half Dreams EP, The Heavy Experience - Slows- cope, Tilbury - Exorcise, Þórir Georg - I Will Die and You Will Die and it Will be Alright. Tuttugu manna dómnefnd velur 5-6 bestu plöturnar og verða úrslitin kunngjörð mið- vikudaginn 19. desember. 112 dægurmál Helgin 14.-16. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.