Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 52
K ristín Eiríksdóttir er myndlistarkona að mennt. Hún lauk BA prófi við Listaháskóla Íslands og hélt síðar utan til Kanada þar sem hún hugðist klára meistara-gráðu í faginu. Hún segir að skriftirnar hafi dregið hana meira til sín. „Ég var allt í einu farin að standa sjálfa mig að því að skrópa í tímum til þess að skrifa. Það hreinlega dró mig meira til sín. Kristín skrifaði lengi vel aðeins ljóð, en hefur nú sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld, sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda. Fyrir það sendi hún frá sér smásagna- ritið Doris Deyr, sem einnig hlaut mikið lof. Rithöfundar oft skrítnir og utangarðs „Ljóð eru mjög lík myndlist, það er svipað form. En nú er ég komin alveg yfir í prósa,“ útskýrir Kristín. „Af hverju ég skrifa, veit ég svo sem ekki, það er bara einhvern veginn auðveldara að tjá sig þannig. Ég byrjaði að skrifa Hvítfeld þegar við ferðuðumst um Suðaustur Asíu. Þetta er svona ófúnkerandi fjölskylda sem miðja bókarinnar. Ég er að leggja upp með þetta sígilda form, fjölskyldu og lygar. Það er mjög margt sem ekki er talað um og kemur síðar upp á yfirborðið. Svava Jakobsdóttir sagði að fjöl- skyldan væri hornsteinn samfélagsins og þegar maður fjallar um fjölskyldur þá er maður að endurspegla samfélagið. Ég hafði þetta svolítið að leiðarljósi og hugsaði um fjölskylduna sem mynd af samfélaginu.“ Sagan gerist í Bandaríkjunum að einhverjum hluta, nánar til- tekið í Texas. En þangað hefur Kristín þó ekki farið. „Stór hluti af minni menningarneyslu er amerískur. Ég er fædd 1981 og mik- illa og sterkra bandarískra áhrifa hefur gætt hjá minni kynslóð. Sagan er sögð í fyrstu persónu en hún er „compolsívur“ lygari og getur ekki sagt satt. Hún kemur til Íslands og hittir fyrir fjöl- skylduna sína á ný. Þetta er svona frekar típísk atburðarás en ég leik mér svolítið með þetta hefðbundna form og ég held að mér takist það á örlítið nýjan hátt,“ segir Kristín. Aðspurð segja þau að blendnar tilfinningar fylgi því að senda frá sér efni. Þó virðist sem upplifun parsins sé ekki sú sama. „Ég verð svolítið hrædd að senda frá mér efni þangað til mínir nánustu hafa séð það. Þegar ég fæ grænt ljós þaðan léttir mér talsvert,“ segir Kristín en Steinar segist ekki jafn hræddur. „Það eina sem er sterkara í mér en sjálfsfyrirlitning er sjálfsupphafning. Íslenskir rithöf- undar hafa burðast með það í gegnum tíðina, að vilja ekki setja neitt ljótt niður sem að mamma þeirra les. Fyrr en kannski Didda kom til sögunnar. Það er kannski ástæðan fyrir því að púritönsk- ustu sögur bókmenntasögunnar séu íslenskar. Menn hafa verið of feimnir við mömmu,“ segir Steinar og hlær. Steinar segir að skrif hans hafi komið sem viðbragð við að upplifa sig utangarðs. „Þegar ég byrjaði að skrifa það voru það bara viðbrögð við því að vera svona utan alls, utangarðs. Það var mín leið til þess að segja öllum hinum að fara til andskotans og segja þeim í leiðinni hvernig þeir ættu að gera það. Svo á ein- hvern hátt líka að reyna að nálgast þá. Svolítið mótsagnakennt.“ Steinar segist alltaf hafa verið utangarðs, í uppvextinum og samfélaginu almennt. Kristín er sammála og segir það tengja þau að upplifa sig skrítin. „Þegar svoleiðis er þá er bara svo fínt að vera í vinnu þar sem þú getur lokað þig af og verið í friði,“ segir Kristín og Steinar bætir við, „já, einmitt. Kristín Ómars- dóttir sagði einu sinni að ef þú gerist rithöfundur þá sé eitthvað að þér. Það er kannski eitthvað til í því. Maður skrifar sig frá tilfinningunum sínum.“ „Búin að vera saman til æviloka“ Kærustuparið Kristín Eiríksdóttir og Steinar Bragi Guðmundsson eru án efa á meðal áhugaverðustu rithöfunda landsins. Þau búa saman ásamt ketti í fremur sérstakri íbúð í Vesturbænum sem sveipuð er dulúð. Á miðju stofugólfinu gefur að líta heimatilbúna kattaklóru sem nær hátt upp í loftið. „Þeir segja að fjórir kettir séu á við barn,“ segir Steinar og þau hlæja bæði. Þau segjast vera að reyna að skjóta rótum í Reykjavík, en þau hafa verið talsvert á ferðalagi í gegnum tíðina, saman eða í sitt hvoru lagi. Barneignir segja þau ekki á döfinni en þau grínast með að safna kannski köttum. Þau hafa sterkar skoðanir á bókmenntamenningu, fjölmiðlum og samfélaginu, sem þau hafa alltaf upplifað sig á skjön við. Kristín og Steinar Bragi hafa þekkst lengi. Þau reyna nú að skjóta rótum í Reykjavík en hafa ferðast víða um heiminn. Saman eða í sitt hvoru lagi. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 52 viðtal Helgin 14.-16. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.