Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 14.12.2012, Blaðsíða 84
80 heilsa Helgin 14.-16. desember 2012  Breytti um lífsstíl með undraverðum árangri Best að byrja rólega en heilshugar Grænn fyri r börnin Stíflað nef? Nefrennsli? hraðvirkt auðveldar öndun án rotvarnarefna ódýrt Naso-ratiopharm losar stífluna Fæst án lyfseðils í apótekum xylometazolin hýdróklóríð Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012. Silki andlitsolía, djúpnærandi serum Inniheldur aprikósu- og arganolíur sem eru eftirsóttar vegna endurnýjandi og nærandi eiginleika sinna á húðina og gefa henni nýtt líf og ljómandi áferð. Sannkölluð vítamínbomba. Húðnæring, e-vítamín augnsalvi Gefðu húðinni extra umönnun og næringu með granateplaoliu, E-vítamíni, morgunfrúar,- rósa- og blágresisolíu sem vernda, næra og mýkja húðina. Urtasmiðjan Sóla lífræn vottuð vara netverslun urtasmidjan.is sími 462 4769 Fæst í helstu náttúruvöruverslunum Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir var að eigin sögn allt of þung. Hún lifði fremur óheilbrigðu líferni og fór oft í skyndi megrunarkúra sem dugðu skammt. Hún ákvað að breyta um lífsstíl og vera börnum sínum betri fyrirmynd. En dóttir hennar, þá tveggja ára, átti sinn þátt í lífsstílsbreytingunni. Þ egar tveggja ára dóttir mín spurði mig af-hverju ég væri svona feit, án þess að leggja einhverja merkingu í orð sín, ákvað ég að tími væri kominn til að breyta um lífsstíl,“ segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hönnuður og versl- unareigandi. Hún tók ákvörðun um að breyta lífi sínu fyrir tæpum tveimur árum. Árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa og segir Guðrún að líð- anin sé öll önnur. „Ég hef tvímælalaust meiri orku og ég finn hversu mikið heilbrigðari ég er. Ég hef meira úthald í að leika við börnin mín og gekk hálfvegis í barn- dóm á ný. Ég get ærslast og hlaupið með þeim. Það er það mikilvæg- asta í þessu öllu.“ Hún segir að með orðum dótturinnar hafi hún og maður- inn hennar fundið hve vond fordæmi þau settu börnum sínum. „Ég áttaði mig á því, sem betur fer, hvað við vorum að gera þeim. Börn líta upp til foreldra sinna og ef foreldr- arnir aðhyllast eitt- hvað óheilbrigði, þá gera þau það líka.“ Hún segist hafa byrjað hægt og rólega. „Það skiptir miklu máli að byrja rólega. Það gerði það allavega í mínu tilfelli. Ég hafði far- ið á fjölda megrun- arkúra sem gerðu ekkert fyrir mig til lengri tíma. Ég sprakk alltaf.“ Guðrún og maðurinn hennar byrjuðu á að taka til í skápunum á heimilinu. „Við hentum út öllu óhollu. Öllum sykri og hveiti, það er betra að hafa það ekki inni á heimilinu. Við jukum einnig neyslu á ávöxtum og grænmeti.“ Guðrún stendur í stórræðum þessa dagana en hún ásamt vinkonu er að opna verslun, „Við erum búnar að vera með netverslunina Dyngjuna í ár og fannst kominn tími til þess að opna búð. Við seljum fylgihluti fyrir konur, skart og svoleiðis.“ Guðrún er líka hönnuður. „Ég hanna og fram- leiði ýmis konar hluti úr leðri og laxaroði.“ Hún heldur líka úti facebook-síðunni Heilshugar. Þar deilir hún hollum uppskriftum og reynslusögum. Hún segir að fólk leiti mikið til sín eftir stuðningi og það sé mikill heiður. „Ég hef svo mikla orku að það er ekkert mál að gera þetta allt,“ segir Guð- rún og hlær. Hægt er að fylgjast með Guðrúnu á facebook-síðunni Heilshugar. Þar deilir hún uppskriftum og gefur góð ráð. Guðrún Ásdís deildi þessari hollu smákökuuppskrift með lesendum Fréttatímans • 3 bananar (frekar vel þroskaðir) • 2 bollar tröllahafrar (gróft haframjöl) • 1/4 bolli olía • 1/2 tsk kanill • 1/4 tsk salt • 1 bolli saxaðar döðlur • 1/2 bolli súkkulaðibitar/rúsínur/ hnetur/möndlur eða aðrir þurrkaðir ávextir (má jafnvel sleppa) Bananar stappaðir og öllu hráefni blandað við. Setjið eina matskeið af deiginu á plötu og þrýstið létt á, þetta er svona smá laust í sér fyrst, en mýkist svo og verður æðislegt þegar þetta er komið út úr ofninum, jafnvel pinku stökkt! Bakað í u.þ.b. 20 mín við 180°C Geymið í krukku og líklega best að borða ekki of margar í einu, jafnvel gera aðeins minni uppskrift ef maður vill ekki missa sig í þessum hættulega góðu kökum. Guðrún segist hafa mikla orku og geta leikið með börnunum sínum. Það sé ómetan- legt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.