Fréttatíminn - 22.03.2013, Síða 50
50 páskamatur Helgin 22.-24. mars 2013
páskamatur Grillað um páskana
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/N
AT
6
18
85
1
1/
12 ...kemur með góða bragðið!
Settu hátíðarkraft í
sós una með Knorr
– kraftinum sem þú
þekkir og treystir!
Hátíðarkrafturinn
kemur úr Knorr
Ómissandi
Hrein íslensk náttúruafurð
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
0
0
7
facebook.com/frettatiminn
Vertu vinur okkar
á og þú getur
átt von á glaðningi.
Lambahryggur
2 lambahryggsbitar (um 6
tindar í bita), fituhreinsaðir
og snyrtir
¼ bolli Isio 4 olía
¼ tsk Maldon-salt
¼ tsk nýmalaður svartur
pipar
1 bolli Marokkó BBQ-sósa
Saltaðu og pipraðu
lambahryggsbitana og
dreyptu ólífuolíu yfir.
Penslaðu bitana með
Marokkó BBQ-sósunni.
Hitaðu grillið upp í með-
alhita og grillaðu bitana
í 5 mínútur á hvorri
hlið. Penslaðu bitana
aftur þegar þú snýrð
þeim. Taktu af grillinu
og láttu kjötið hvíla í 5
mínútur til að halda því
safaríku. Skerðu bitana
með beininu og berðu
fram með grænmetinu,
hindberjadressingunni
og Marokkó BBQ-sós-
unni.
Grillaður lambahryggur
með grilluðu grænmeti
og Marokkó BBQ-sósu
Völundur Snær Völundarson, matreiðslumaður á Borg Restaurant, er spenntur fyrir páskunum og
ætlar að láta veðrið stjórna því hvernig hann eldar um páskana. Hann býður upp á lambahrygg
og segir það tilvalið að grilla um páskana.
Grillað grænmeti með fetaosti
og hindberjadressingu
½ rauð paprika, fræhreinsuð
½ gul paprika, fræhreinsuð
½ appelsínugul paprika, fræhreinsuð
1 gult grasker, skáskorið í rúmlega 25 mm
þykkar sneiðar
1 kúrbítur, skáskorinn í rúmlega 25 mm
þykkar sneiðar
1 stór rauðlaukur, flysjaður og skorinn í
sneiðar,
u.þ.b. 25 mm þykkar
2 brokkolístilkar, teknir í greinar
2 heilir portobello-sveppir, stilkurinn fjar-
lægður og skálin hreinsuð
3 msk Isio 4 ólífuolía
1 tsk Maldon-salt
1 tsk nýmalaður svartur pipar
½ bolli fetaostur
Blandaðu grænmetinu saman
í skál og dreyptu ólífuolíu yfir.
Saltaðu, pipraðu og blandaðu vel
saman. Hitaðu grillið upp í miðl-
ungshita og grillaðu grænmetið í 3
mínútur á hvorri hlið þar til það er
orðið gyllt en þó enn stökkt. Taktu
grænmetið af grillinu og kældu
lítillega. Skerðu grænmetið í stóra
bita og settu í skál. Þeyttu saman
hindberjadressinguna og helltu
yfir grænmetið. Myldu fetaost yfir.
Hindberjadressing á græn-
metið
3 msk Isio 4 ólífuolía
1 msk hindberjaedik
¼ tsk salt og pipar eða eftir smekk
Marokkó-BBQ-sósa
2 kanelstangir
1 stjörnuanís, heill
1 tsk heil kardimommufræ
1 tsk heilir negulnaglar
1 msk blandaður heill pipar
1 tsk múskatduft
1 tsk malað kóríander
1 bolli hrísgrjónaedik
1 msk afhýdd og rifin engiferrót
1 hvítlauksgeiri, flysjaður og grófhakkaður
1 ½ tsk hvítlauks-chilisósa
2 ½ bolli Meli hunang
½ bolli Kikkoman sojasósa
1 bolli Heinz tómatsósa
½ bolli söxuð fersk steinselja
¼ bolli ferskur límónusafi
Hitaðu pönnu upp í miðlungs-
hita. Settu kanel, stjörnuanís,
kardimommur, negul, pipar,
múskat og kóríander á pönnuna og
hitaðu vel í eina mínútu til að rista
kryddin. Bættu ediki, hvítlauk,
fersku engiferi, hvítlauks-chil-
isósu, hunangi, sojasósu, tómat-
sósu, steinselju og límónustafa
saman við og láttu suðuna koma
upp. Lækkaðu hitann niður í miðl-
ungshita og láttu malla í 20-30
mínútur þar til soðið hefur niður
um 2/3. Sósan á þá að hafa kara-
mellukennda áferð. Síaðu gegnum
fínt sigti í ílát. Ef þú notar ekki alla
sósuna geymist hún í allt að viku
í ísskáp.
69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012