Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 6
iPhone 4S og flottir aukahlutir Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Kynntu þér úrvalið í næstu verslun iPhone 4S 8.333 kr. á mánuði í 18 mánuði eða 149.990 kr. staðgreitt. Ozaki iSuppli Gramo Flottur standur fyrir hleðslu og tónlistarafspilun 7.990 kr. ON.EARZ Stílhrein og flott gæðaheyrnartól 9.990 kr. 1GB gagnamagn í 12 mán. B rýnt er að skoða sérstaklega hvort fæðingar- og foreldraor-lofslögin veiti konum nægilega vernd gegn því að missa vinnuna vegna barneigna, segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hún segir starfsmenn stofnunarinnar hafa heyrt dæmi þess að konum frekar en körlum hafi verið sagt upp vegna fæð- ingarorlofs í þessari efnahagslægð. Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir einnig samtöl sín við skjólstæðinga sem hafa misst vinnuna heldur vera við konur en karla. „Ég get ekki nefnt fjölda og byggi þetta á tilfinningu og þeim mál- um sem ég hef fengist við. En ástæður uppsagna eru eins margar og uppsagn- irnar eru. Flestar tengjast skipulags- breytingum á vinnustað og efnahags- þrengingunum.“ Kristín tekur undir orð Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hún sagði það valda vonbrigðum hversu erfitt starfsmenn á vinnumark- aði eigi með að fá rétt sinn viðurkennd- an þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi. Einnig hversu þungt sjón- armið atvinnurekandans vegi, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. „Lögin eru þannig mats- kennd og opin fyrir túlkun,“ ritar Lára og bendir á að samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum sé vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfs- manni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi. Sönnunarbyrðin sé lögð á atvinnurekanda en takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringar- gögnum á því hvað teljist vera gildar ástæður. Kristín segir að í úrskurðum kæru jafnréttismála og í dómum hafi stofn- unin merkt vaxandi tilhneigingu að sjónarmið atvinnurekenda hafi orðið ofaná á undanförnum árum. „Ég held að það liggi í hugmyndafræði nú- tímans: Að atvinnurekendur eigi að hafa valdið og valið í fyrirtækj- um sínum í stað þess að leggja áherslu á vernd þeirra sem hjá þeim vinna,“ segir hún. „Þetta er mál sem löggjaf- inn á að ganga í á næsta ári. Ekki spurning.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Barneignir Sjónarmið atvinnurekenda vega þyngra en þungaðra kvenna Lítil vernd gegn uppsögn í fæðingarorlofslögunum Skilgreina þarf hvað sé gild ástæða þegar fólki er sagt upp í kringum fæðingarorlof svo fæðingar- og foreldralögin veiti þá vernd sem þeim er ætlað. Um það eru hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu sammála. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlög- maður bendir á litla vernd sem fæðingar- og foreldralög veiti í raun. Mótmæla stofnun stofnunar Sjálfstæðismenn mótmæla því að setja þurfi upp sérstaka ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkur með 45 milljóna króna fjár- framlagi svo markaðssetja megi borgina sem alþjóðlega ráðstefnu- og viðburðaborg. „Farsælla hefði verið að vista verkefnið innan þeirrar starfsemi sem þegar er til staðar, bæði á vettvangi borgar og ríkis, leggja meiri áherslu á að aðrir en hið opinbera kæmu að verkinu og tryggja að ekki væri þörf á svo háu framlagi borgar- sjóðs,“ segir í bókum borgarfulltrúa flokksins á borgar- ráðsfundi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að stofna samstarfsvettvang um slíka markaðssetningu undir heitinu Ráðstefnuborgin Reykjavík og í samstarfi Ice- landair Group og Hörpuna sem hafa lofað 50 milljónum árlega í verkið næstu þrjú ár. - gag Íslendingar versla meira ytra en útlendingar hér Á sama tíma og Íslendingar eyddu fé með greiðslukortum fyrir tæpa 6,4 milljarða í útlöndum nú í nóvember eyddu útlendingar 2,740 milljónum króna hér á landi. Ágúst er hins vegar stærsti ferðamannamánuður ársins. Útlendingar greiddu þá fyrir vörur og þjónustu fyrir 10,9 milljarða króna með debet- og kredit-kortum hér á landi. Íslendingar greiddu hins vegar vörur og þjónustu fyrir rétt rúma 5,6 milljarða í útlöndum á sama tíma, samkvæmt tölum Seðlabankans. Fyrstu ellefu mánuði ársins hafa útlendingar velt 59,4 milljörðum um kortin sín hér á landi en Íslendingar tæpum 61,4 milljörðum utan landsteinanna. Árið 2007 eyddu útlendingar 24.662 milljónum hér og Íslendingar 37.809 milljónum ytra, en krónan var þá mun dýrari/sterkari en nú. - gag Ef og hefði saga Íbúðalánasjóðs Hefði Íbúðalánasjóður verið einkavæddur hér stuttu fyrir hrun hefðu örlög hans líklega orðið svipuð og hjá bandarísku fasteignasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae og að á eftir einka- væðingu gróðans hefði sjóðurinn aftur lent í opinberri eigu með þjóðnýtingu tapsins. Það er mat Ásgeirs Brynjars Torfasonar, sér- fræðings í málefnum fasteignamarkaða við ráðgjafafyrirtækið Sigol Logistics AB Real Estate Consulting í Svíþjóð. Í úttekt sem hann vann fyrir borgarráð segir í hliðardálki að telja megi að litlu hafi munað að Íbúðalánasjóður hafi verið einkavæddur. Freddie og Fannie voru fasteignalánasjóðir í Bandaríkjunum sem bandarísk stjórnvöld yfirtóku haustið 2008. Þau hafa síðan sett á annan tug þúsunda milljarða íslenskra króna inn í þá til að halda þeim á floti. - gag Ók á dreng í bræði og síðan á brott Lögreglan á Akranesi rannsakar enn mál manns sem ók á ungan dreng á fermingaraldri 17. desember. Drengur- inn, sem ásamt fleirum, henti snjóbolta í bíl hans. Vitni voru að því þegar mað- urinn ók á drenginn. Drengurinn hlaut meiðsli og var skoðaður á sjúkrahúsinu en fékk að fara heim að henni lokinni. Hann var með þremur vinum sínum sem komust undan þegar maðurinn ók að þeim. Maðurinn flúði af vettvangi en gaf sig svo fram við lögreglu. Í frétt DV segir að drengurinn hafi slasast á höfði og sé með dekkjaför víða um líkamann. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum. - gag 6 fréttir Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.