Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 8
Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjöf sem aldrei gleymist!
Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann
Gjafakort
Borgarleikhússins
Miðar fyrir tvo á söngleikinn
ástsæla og val um bókina
eða geisladiskinn.
7.500 kr.
Galdrakarlinn í Oz
5.900 kr.
Miðar fyrir tvo á töfrandi
ævintýrasýningu. DVD með
Eldfærunum og geisladiskur
með lögum úr sýningunni.
Gói og baunagrasið
Jólatilboð Borgarleikhússins
Gjafakort fyrir tvo og ljúeng
leikhúsmáltíð frá Happi.
10.900 kr.
Gómsætt leikhúskvöld
Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu
að eigin vali og rennur aldrei út.
Opnunartímar
Þorláksmessa kl. 10 - 22
Aðfangadagur kl. 10 - 13
S umir bílar eru konubílar, aðrir karlabíl-ar. Auðvitað er ekkert algilt í þessum efnum en tilfinning manna hefur verið
sú að almennt sæki karlar í stóra og kraft-
mikla bíla og ungir karlar sérstaklega í létta
kraftabíla en konur sækist fremur eftir litlum
og liprum bílum, taki notagildi fram yfir við-
bragðsflýti.
Könnun bresks tryggingafélags þykir
staðfesta þessa skiptingu í konu- og karla-
bíla. Félagið tók saman lista yfir þá bíla sem
oftast eru annars vegar í eigu karla og hins
vegar í eigu kvenna. Greinilega kemur fram
í könnuninni, sem greint er frá á síðu Félags
íslenskra bifreiðaeigenda, að karlarnir eru
meira fyrir mjög aflmikla og viðbragðsfljóta
bíla en konurnar forðast eldsnöggu sportbíl-
ana en aka fremur litlum og liprum bílum.
Sígildur sportbíll er efstur á karlalistanum.
Þar er einnig að finna Porsche, Ferrari og
Nissan-sportbíl, jeppann Land Rover Defen-
der, auk Bentley og Jaguar. Konurnar völdu
hins vegar Volkswagen bjöllu, Fiat 500, Mini,
Mercedes-Benz A170 – minnsta bíl framleið-
andans, Peugeot 207 og Ford Ka.
Líklegt er að slík flokkun hér á landi sé
ekki mjög frábrugðin. Kannski færri sport-
bílar karlamegin en fleiri jeppar og aðrar
tegundir smábíla kvennamegin, Volkswagen
Polo, Toyota Yaris og Chevrolet Spark, svo
vinsælir smábílar séu nefndir.
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og sam-
skiptasviðs TM, segir tryggingafélagið hafa
skoðað þessa tölfræði með tilliti til tjóna-
reynslu. Munur er á henni milli ungra karla
og ungra kvenna. „Tjónareynsla ungra karla
er verri en ungra kvenna og kvenna almennt.
Vísbendingar eru um að ungir karlmenn,
sérstaklega á léttum en kraftmiklum bílum,
séu mjög tjónaþungir. Vitað er að líklegra
er að ungir karlar aki svona bílum en ungar
konur. Yngri karlar eru einnig líklegri til að
aka svona bílum en eldri karlar.
Við notum kyn hins vegar ekki sem breytu
í okkar útreikningum á iðgjaldi, en horft er á
þyngd og afl ökutækisins. Í verðlagningu er
tekið tillit til hlutfalls milli þyngdar ökutækis
og krafts,“ segir Ragnheiður Dögg.
Hún segir að nýleg tilskipun Evrópudóm-
stólsins taki gildi þann 21. desember sem
bannar tryggingafélögum að mismuna trygg-
ingatökum eftir kyni. Það valdi mörgum
erlendum tryggingafélögum áhyggjum því
þau hafa notað fleiri bakgrunnsbreytur en
íslensku félögin til ákvörðunar trygginga-
gjalds, meðal annars kyn. Í Bretlandi er til
dæmis bifreiðatryggingafélag sem eingöngu
tryggir konur. Hér á landi eru heldur fleiri
karlmenn skráðir fyrir bílatryggingum en
konur en munurinn er ekki mikill.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Í Bret-
landi er
bifreiða-
trygg-
ingafélag
sem
eingöngu
tryggir
konur.
Bílar Kraftur eða lipurð
Konur forðast hest-
öflin sem karlar vilja
Könnun bresks tryggingafyrirtækis þykir staðfesta mismunandi áherslur kynjanna við bílaval.
Karlarnir sækja fremur í kraft og viðbragðsflýti en konurnar leitast fremur eftir lipurð. Ungir
karlar á léttum kraftabílum eru tjónaþyngri en ungar konur og konur almennt segir fulltrúi TM.
Karlar sækja fremur í mörg hestöfl og viðbragðsflýti við bílaval en konur eftir lipurð. Ungir karlar sækjast eftir léttum krafta-
bílum. Tjón af þeirra völdum er meira en meðal jafnaldra í kvennahópi og kvenna almennt. Ljósmynd / Nordic Photos - Getty Images
Magnús Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóri Kaup-
þings í Lúxemborg, á ekki
sjö dagana sæla þessi
misserin. Hann þarf að
greiða rúmlega 700
milljónir til Kaupþings
auk þess sem hann
sat í gæsluvarðhaldi í
maí á síðasta ári vegna
rannsóknar sérstaks
saksóknara á mál-
efnum Kaupþings.
DómSmál áByrgðir KaupþingSmanna
Magnús þarf að endurgreiða sexfaldan bónus
Magnús Guðmundsson, fyrr-
verandi forstjóri Kaupþings
í Lúxemborg, var í vikunni
dæmdur til að greiða Kaupþingi
717 milljónir vegna persónu-
legra ábyrgða á fjórum lánum
sem hann fékk frá bankanum
til kaupa á hlutabréfum í bank-
anum. Hreiðar Már Sigurðsson,
þáverandi forstjóri Kaupþings,
felldi úr gildi persónulegar
ábyrgðir starfsmanna bankans
vegna lánanna á frægum stjórn-
arfundi 25. september 2008.
Skömmu áður hafði Magnús
samið um bónus við Sigurð
Einarsson, starfandi stjórnar-
formann bankans, upp á eina
milljón evra (um 120 milljónir
á þáverandi gengi) en þeir
samningar fóru fram með
smáskilaboðum. Magnús
þarf því að greiða sexfaldan
bónusinn til baka. Jafnframt
staðfesti Héraðsdómur kyrr-
setningargerð bankans á
tuttugu prósenta hlut Magn-
úsar í Hvítsstöðum. Magnús er
með lögheimili í Lúxemborg
og segir í dómsniðurstöðu að
búseta hans geri það erfiðara en
ella að fullnusta kröfunni. -óhþ
8 fréttir Helgin 23.-25. desember 2011