Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 44
Grand Marnier Cordon Rouge 40% 700 ml 6.969 kr. (500 ml 5.149 kr.) Þessi er klass- ískur, ekta með kaffinu. Dísætur með appels- ínusírópskeim enda appelsínulí- kjör. Hefur samt koníaksfágun til að bera enda gerður úr koní- aki. Jafnvel enn betra að blanda smá koníaki útí og fá þannig frábæra blöndu. Amaretto Disaronno 28% 500 ml 3.789 kr. Möndlusíróps- bragð, sætt og gott en nær því samt að vera ekki yfir- þyrmandi. Þetta er svona drykkur sem steinliggur með kaffinu og kemur eiginlega í staðinn fyrir aðra eftirrétti. Þessi möndlulí- kjör dugar einn og sér sem eftir- réttur. Gautier Seve 35% 500 ml 4990 kr. Þessi drykkur er eins og sætt koníak með van- illubragði. Milt og eilítið væmið eftirbragð. Þetta er sér- stakur líkjör og skemmtileg nýbreytni. Fyrir þá sem eru vanir Grand Marnier en vilja prófa eitthvað nýtt. Patron XO Coffee Liqueur 35% 375 ml 3.990 kr. Þetta er lí- kjör unninn úr tequila. Hann lætur lítið yfir sér en er engu að síður þrælskemmti- legur. Bítur örlítið í upphafi en þróast svo í ljúfa fyllingu með skemmti- legu kaffibragði. Sætur en ekki of sætur. Það þarf jafnvel ekki kaffi með, í mesta lagi espresso bolla. 44 matur & vín Helgin 23.-25. desember 2011  KoKteilar Lærðu að gera Irish Coffee eins og Íslandsmeistari K affikokteillinn Irish Coffee varð til á dögum flugbát-anna. Eðli málsins sam- kvæmt lentu flugbátarnir á sjónum og svo þurfti að ferja farþegana með bátum í land og sú ferð var oft á tíðum köld og blaut. Sagan segir að kokteillinn hafi í fyrsta sinn ver- ið blandaður eitt kalt vetrarkvöld árið 1940 þegar farþegar með Pan Am flugbáti lentu í Foyneshöfn við strendur Írlands. Til að koma hita í kropp farþeganna eftir bátsferðina ákvað barþjónn flughafnarinnar, Joseph Sheridan, að að setja viskí út í kaffið. Þegar hann var svo spurður hvort kaffið væri “Brazili- an Coffee” svaraði hann að bragði; nei, þetta er “Irish Coffee” og nafn- ið var komið. Hann hitti naglann á höfuðið blessaður því fátt er betra á köldu vetrarkvöldi en funheitur Irish Coffee. Fréttatíminn fékk Íslandsmeistar- ann í Irish Coffee, Pálmar Þór Hlöð- versson kaffibarþjón í Kaffismiðj- unni, til að sýna okkur hvernig á að gera þetta: Hráefni: 1 msk dökkur musca- vadi sykur (óunninn púðursykur) eða annar dökkur sykur 30 ml Jameson írskt viskí Bragðmikið og vel fyllt kaffi, helst pressukönnu- kaffi Létthristur rjómi Aðferð: Skýringarmyndir: 1. Búið til einfalt sykur- sýróp úr sykrinum með því að sjóða hann í smá vatni. 2. Blandið saman sykursýrópinu og viskíinu. 3. Fyllið upp með kaffi og skijið eftir um það bil þumlung fyrir rjómann. 4. Hrærið öllu saman 5. Hristið rjómann í hristara. Athugið að rjóminn á að vera mjög létt þeyttur og leka vel. 6. Þetta er lykilatriði. Hellið rjómanum yfir öfuga skeið og látið hann fljóta ofan á drykknum. Það er gríðarlega mikilvægt að rjóminn sé ekki þeyttur bara létt hristur. Rjóminn á að fljóta ofan á allan tímann svo það komi rétt magn af drykk og rjóma við hvern sopa. 1 2 3 4 5 6 Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól Martell VSOP 40% 700 ml 8.399 kr. Lokað í lykt- inni. Mjög milt og einfalt sem er bæði kostur og galli því það nær ekki mikilli fágun eða flóknum eiginleikum en um leið er það auð- drekkanlegt. Koníak fyrir þá sem vilja róleg- heit í glas- ið. Baron Otard VSOP 40% 700 ml 8.398 kr. Blómakeimur. Hefur ágæta fyllingu og langt eftir- bragð. Ekki mýksta VSOP sem þú fær en það er ágætlega bragðgott. Koníak fyrir þá sem vilja að það rífi aðeins í. Hennessy VSOP 40% 700 ml 9.999 kr. Ágætlega sætt, möndlukeimur og minnir á marsipan án sætunnar sem og þurrkaða ávexti. Nánast nammilegt. Gott VSOP með ágætri mýkt. Koníak fyrir þá sem vilja mikið bragð. Koníak og líkjör með kaffinu Þegar maður stendur á blístri stútfullur af jólamat og slakar í næsta gat beltisins er kominn tími til að fá sér eitthvað gott með jólakaffinu. Meðan þetta ástand varir eru tveir möguleikar í stöðunni; koníak og líkjörar. Hér eru nokkur dæmi um hvað gæti reynst vel í þeirri deildinni. VSoP Koníak líkjörar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.