Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 60
L jósmyndarinn Spessi lét ekki stoppa sig þó hann sé fluttur til Kansas heldur hélt nú fyrr í desember sína árlegu „Friðarmáltíð“ þar eins og hann hefur gert fyrir jól fjórtán árin þar á undan í Reykjavík. Spessi flutti fyrr á þessu ári ásamt konu sinni, Áróru Gústavsdóttur, til þessa tæp- lega þriggja milljón manna ríkis á sléttum miðvesturhluta Bandaríkjanna. Þar er hún á skólabekk en Spessi sinnir listinni og öðrum hugarefnum sínum, ekki síst akstri vandaðra mótorhjóla sem eru smíðuð af heimamönn- um. Þó Spessi búi nú í einu höfuðríkja nautakjötsfram- leiðslu vestan hafs lét hann það engu breyta um að á borðum „Friðarmáltíðar“ eru einungis grænmetis- og pastaréttir. „Um það snýst hugmyndin í grunninn. Það er ekkert morð framið fyrir þessa mál- tíð. Meat is murder,“ segir Spessi sem hefur sjálfur verið grænmetisæta í 30 ár. „Á þessu kvöldi elda ég jólamat eins og ég geri heima hjá mér,“ bætir hann við en í aðal- rétt var spínat- og ricotta cannelloni. Að sögn Spessa var fyrsta „Friðarmáltíð“ haldin á Næstu grösum fyrir fimmtán árum. „Það var þegar Gunnhildur vinkona mín var með staðinn og svo áfram hjá núverandi eigendum Sæma og Dóru en tvö síðustu ár á Písa við Lækjargötu. Þetta var fyrsta máltíðin utan landsteinanna.“ Vettvangur kvöldverðarins var veitinga- staður í bænum Frankfort en eigendunum, hjónunum Hank og Dee Schell, kynntist Spessi í gegnum sameiginlegan mótorhjóla- áhuga hans og Hanks. Spessa til halds og traust í eldhúsinu var Friðgeir vinur hans, kokkur og ljósmyndari sem býr í New Or- leans, en brá sér til Kansas af þessu tilefni. Auglýsingaplakat var gert fyrir kvöldið og var húsfyllir að sögn Spessa. -jk Það er ekk- ert morð framið fyrir þessa mál- tíð. Meat is murder ...  grænmetisjóL 15 ára órofa hefð Friðarmáltíð Spessa í Kansas Ekkert morð framið fyrir þennan kvöldverð. Uppátækið vakti áhuga staðarblaðsins í Frankfort. Auglýsingaplakatið fyrir „Friðarmál- tíðina“. Með Spessa á er Hank, vertinn sem hýsti kvöldverðinn. Friðgeir og Spessi (til hægri) fyrir utan veitingastaðinn og í eldhúsinu. Valdamesta tískufólkið Bandaríska tímaritið Forbes, sem birtir ár- lega lista yfir valdamestu einstaklingana á ólíkum sviðum, tilkynnti í vikunni að syst- urnar Mary Kate og Ashley Olsen, 25 ára gamlar, séu valdamestar í tískubrans- anum þeirra sem eru undir 30 ára aldri. Þær eru miklir frumkvöðlar í tísku og hafa meðal annars framleitt fjöldann allan af fatalínum síðustu ár. Í öðru sæti hafnaði bandaríski hönnuð- urinn Alexander Wang með sína smekk- legu hönnun en hann er ekki nema 28 ára gamall og hefur klifið vinsældastigann hratt á síðustu mánuðum. Nafnið Joseph Altuzarra er ekki eins kunnuglegt og hin þrjú en hann hafnaði í þriðja sæti. Hann vinnur hjá bandaríska tímaritinu Vogue og er búist við miklu af þessum hörkuduglega dreng í framtíðinni. Muse fyrirsæta ársins Við lok hvers árs gefur tímaritið Vogue út lista með áhrifamestu fyrirsætum ársins. Samkvæmt þessum lista, sem gefinn var út fyrr í vikunni, er hin 23 ára Arizona Muse sú sem bar af á árinu. Hún prýddi sex Vogue forsíður á árinu og um 220 myndir af henni birtust á síðum tímaritsins. Vogue- ritstýran Anna Wintour hefur ekki nema gott eitt um þessa ungu fyrirsætu að segja og trúir því að hún verði ein af stærstu fyrirsætum samtímans. Í öðru sæti hafnaði brasilíska fyrirsætan Raquel Zimmermann og í þriðja sæti var nýjasta Victoria’s Secret-fyrirsætan, hin nítján ára gamla Karlie Kloss. Joseph Altuzarra. Alexander Wang. Mary- Kate og Ashley Olsen. J Ó L AT I L B O Ð FULLT VERÐ 139.900 99.900 FULLT VERÐ 59.900 42.900 YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA MIKIÐ ÚRVAL GRILLÁHALDAHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 Grill sem endast FULLT VERÐ 109.900 79.900 13,2kw/h HELGARBLAÐ auglysingar@frettatiminn.is Auglýsingasími Fréttatímans 531 3300 60 dægurmál Helgin 23.-25. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.