Fréttatíminn - 04.01.2013, Page 6
KjúKlingamáltíð fyrir 4
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero
1990,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Hvöss s- og sA-átt og AsAHlákA á lAndinu.
Rigning, einkum sunnAnlAnds og vestAn.
HöfuðboRgARsvæðið: SA-Stomur um tímA
og rigning.
HægARi s-átt og vætA um lAndið
vestAnveRt. áfRAm þítt.
HöfuðboRgARsvæðið: rigning, einkum
þegAr líður á dAginn.
væguR bloti í byggð en útlit fyRiR
snjó á fjAllvegum.
HöfuðboRgARsvæðið: enn og Aftur
SlAgveðurSrigning.
leysingaveður
um land allt
þessa fyrstu helgi ársins er útlit fyrir að hver
lægðin reki aðra yfir landið með rigningu og
slagviðri. Í dag föstudag er þannig spáð asahláku,
víða stormi og hita allt að 10 stigum norðanlands.
Ekki er auðvelt að greina á milli þeirra
úrkomusvæða lægða sem stefna í
átt til landsins. Þó má segja að allra
hlýjasta loftið fari fljótt hjá og á
laugardag og einkum á sunnudag
gæti snjóað á fjallvegum, þó
áfram megi reikna með vægri
hláku víðast í byggð.
6
6 10
8
7
5
4 1 3
4
6
3 3 4
5
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
OYSTER PERPETUAL DATEJUST II
Michelsen_255x50_E_0612.indd 1 01.06.12 07:21
M ikil aukning í neyslu eiturlyfsins MDMA eða „molly“ líkt og það er kallað á götunni, virðist vera í skemmtanalífi á Íslandi. „Þetta er dýrt
efni, ekki ósvipað kókaíni í verði, og við erum nokkuð
meðvitaðir um að neysla þess hefur náð talsverðri út-
breiðslu á mjög skömmum tíma,“ útskýrir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglu.
Lögreglu og skemmtistaðaeigendum á höfuð-
borgarsvæðinu ber saman um að um nýja bylgju sé að
ræða en varðstjóri lögreglu segir lyfið vinsælt og þess
vegna sé það dýrt á götunni. Samkvæmt verðkönnun
SÁÁ eru það þá um fimmtán til tuttugu þúsund krón-
ur fyrir skammtinn, sambærilegt götuverði kókaíns.
Guðbrandur segir að lögregla sé í viðbragðstöðu og
hafi nú þegar farið í nokkrar húsleitir til þess að hefta
útbreiðslu og sölu efnisins og talsvert magn hafi verið
haldlagt í desember. Það sé nú í greiningu svo erfitt
sé að segja til um nákvæmt innihald þess.
MDMA eða molly er virka efnið í svokölluðum
E-pillum sem vinsælar voru til inntöku á tíunda ára-
tugnum. Efnið er því hreinna og virknin meiri. Virkni
MDMA stendur yfir í 4-6 klukkustundir og eru áhrif-
in aukin skynjun og vægar ofskynjanir. Afleiðingar
langvarandi neyslu eru talsvert á reiki en talið er að
sé um endurtekna neyslu að ræða geti það ýtt undir
geðsjúkdóma, kvíða og þunglyndi.
Fréttatíminn hafði samband við nokkra eigendur
skemmtistaða í miðborginni. Enginn þeirra vildi láta
nafns síns getið en flestir staðfestu að þeir fyndu fyrir
mikilli aukningu í notkun lyfsins á skömmum tíma.
„Það er mjög mikið um þetta og ég hef orðið vitni að
ólíklegasta fólki á molly,“ segir einn skemmtistaða-
eigenda. Annar tekur í sama streng og segir að
aukninguna megi jafnt greina í margvíslegri dægur-
menningu líkt og popptónlist þar sem talað er um
inntöku lyfsins sem ku einnig vera vinsælt ytra. „Það
eru bókstaflega allir á þessu og virðast ekki átta sig
á afleiðingunum. Aukningin er talsverð inni á stöð-
unum þar sem auðvelt er að fela þetta þar sem kristall-
arnir eru til inntöku, ekki í nefið. Ég hef orðið vitni
að því að fólk sé jafnvel að troða þessu upp í aðra að
þeim óafvitandi. Mín tilfinning er sú að hjá stórum
hópi fólks þyki þetta jafn lítið mál og að fá sér skot á
barnum. Mín skoðun er sú að slík hegðun sé mjög
hættuleg,“ segir þriðji bareigandinn.
maría lilja þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
OFskynjunarlyF MdMa er kOMið í tísku á íslandi
Ný eiturlyfjabylgja
í skemmtanalífinu
Fólk er
jafnvel
að troða
þessu
upp í
aðra að
þeim
óafvit-
andi.
Talsverð aukning hefur orðið á neyslu MDMA-kristalla á Íslandi, samkvæmt upplýsingum Frétta-
tímans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á MDMA-kristalla við skipulagðar húsleitir á
þremur stöðum á gamlársdag. Lyfið er, líkt og nafnið gefur til kynna, í kristalsformi og er ætlað
til inntöku. Það veldur ofskynjunum og öðrum skyntruflunum.
Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðileg-
ur verkefnisstjóri Nýs Landspítala, óskar
eftir að koma á framfæri athugasemd
vegna greinar Ragnars Halldórssonar í
síðasta tölublaði Fréttatímans:
„Fullyrðing R. H. um að um að sam-
einaður Landspítali við Hringbraut verði
290.000 fermetrar er nauðsynlegt að
leiðrétta. Hið rétta er að fyrirhugaðar
byggingar spítalans eru samkvæmt lokinni
forhönnun 132.000 m². Þar af eru 77.000
m² nýbyggingar en eldra húsnæði sem
notað verður áfram 55.000 m².
Önnur stóryrði og afstaða greinarhöf-
undar til meginsjúkrahúss landsmanna
svara sér sjálf.“
70-80 manns fylgja landsliðinu
„Ég bjóst jafnvel við
að það kæmu fleiri,“
segir Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ.
HM í handbolta hefst á
Spáni í næstu viku og á
Ísland fyrsta leik gegn
Rússlandi laugardaginn 12.
janúar. Einar reiknar með
að um 70-80 Íslendingar
muni styðja við bakið á
liðinu í riðlakeppninni
í Sevilla. „Flestir koma
þangað á eigin vegum. Það
var engin ferðaskrifstofa
sem skipulagði hópferð,“
segir einar.
Aðspurður segir framkvæmdastjórinn að HSÍ hafi reynt að aðstoða fólk við að verða
sér úti um miða, að hópar fengju sæti saman og svo framvegis.
En hverjir eru það sem fylgja landsliðinu, eru þetta mikið til fjölskyldur leikmanna?
„Já, og nokkrir sem hafa verið að elta landsliðið á undanförnum stórmótum. Svo er
handboltalið ÍBV að æfa þarna og þeir munu fylgjast með líka.“ -hdm
guðjón valur sigurðsson, fyrirliði íslenska hand-
boltalandsliðsins, verður í eldlínunni á HM á Spáni.
Mynd: NordicPhotos/Getty
Athugasemd við grein Ragnars
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert magn af MDMA í desember. Nú síðast í skipulagðri aðgerð
þar sem farið var í þrjár húsleitir í Kópavogi. Mynd: NordicPhotos/Getty
4 fréttir Helgin 4.-6. janúar 2013