Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Síða 30

Fréttatíminn - 04.01.2013, Síða 30
2 heilsa Helgin 4.-6. janúar 2013 Á ramótaheit eru af hinu góða. Um það eru flest-ir sérfræðingarnir sem Fréttatíminn ræddi við sammála. Það sé ákveðinn andlegur þroski fólginn í því að vilja breyta lífi sínu og ef vel gengur breytist líf fólks jafnvel fyrir lífstíð. Ástæðan fyrir þessu er einna helst sú að yfir hátíðirnar sleppum við okkur í mat og drykk og öðru slíku. Margir fá því nóg þegar alvara lífsins tekur við að loknu jólahaldinu og vilja byrja nýtt líf. Það er nauðsynlegt að setja sér markmið áður en haldið er af stað. Svo er nauðsynlegt að trúa því að breyting sé möguleg. Loks þarf að gera sér grein fyrir hverju á að breyta og átta sig á því að breyt- ingar sem eru mikilvægar í lífinu gerast í stuttum skrefum. Við frestum vandamálinu Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræð- ingur segir tímamótin gegna lykil- hlutverki í þeim fjölda heita sem strengd eru á þessum tíma árs. Hún segir það augljóslega henta fólki vel að nýta tímamótin sem áramótin eru. En hvað er það við þessi tíma- mót á árinu sem rekur okkur áfram? „Tímamótin veita okkur eiginlega óskrifað blað og nýtt tækifæri til að gera stöðumat. Þetta kjósa margir að gera, sérstaklega ef árið á undan hefur verið erfitt persónulega og þegar fólk er ekki sátt við sjálft sig. Þá viljum við byrja nýja árið vel og skilja þetta erfiða eftir. Vandamálin sem voru á síðasta ári fylgja fortíð- inni. Þetta er oft bakgrunnurinn að því að fólk fer að strengja ýmis ára- mótaheit. Þegar maður ákveður að takast á við hluti sem maður hefur frestað eða ýtt á undan sér á gamla árinu þá felur nýja árið kjörið tæki- færi til að gera breytingar. Eins og til dæmis á lífsstíl, að lifa heilsusam- lega, grenna sig, hætta að reykja eða fara að hreyfa sig“. Álfheiður segist sjá það í sínu starfi að fólk ýti jafnvel á undan sér framkvæmdum og stórum breyting- um fram yfir áramót. Þetta á ekki síst við þegar skilnaður stendur fyrir dyrum við í ýmsum málum, til dæmis skilnaðarmálum. „Fólk ákveður jafnvel að láta jól eða ára- mót líða og síðan á að takast á við breytingarnar og vandamálin. Mað- ur einbeitir sér að jólunum, sérstak- lega á það við um barnafjölskyldum þegar maður á börn. Það er allt í ró- legheitum yfir jólin þó maður viti að stóru breytingar muni koma fljót- lega á nýja árinu eftir jól.“ Leiðin að markmiði er jákvæð upplifun Lykilatriði að mati Ingólfs Snorra- sonar, yfirþjálfara í líkamsræktar- stöðinni Hreyfingu, er að vita hvað maður vill. Það að setja sér mark- mið og vita ekki hverju það þjónar er eins og að taka ákvörðun sem hef- ur engan tilgang. „Þetta kemur allt saman að því hvað maður vill, hvaða aðgerðir maður fer í til að ná því sem maður vill og hversu sveigjanlegur maður er í því að aðlagast aðstæð- um. Leiðin að markmiði á að vera jákvæð upplifun. Það er mun betra að vera að vinna í að verða 10 kílóum léttari. Þannig forritar maður hug- ann á mun jákvæðari hátt heldur en þegar maður hugsar um að vinna í að hætta að vera svona feitur. Þetta eru tvær gjörólíkar leiðir sem búa til tvær gjörólíkar upplifanir; jákvæðar og neikvæðar. Jákvæðar upplifanir þjóna manni einnig áfram, ef maður þjálfar sig í að vinna að hlutum er maður alltaf að vinna að uppbyggj- andi lífsstíl. Þannig byggir maður upp sjálfstraust og lærir að takast á við umhverfið út frá lausnarmið- uðum aðgerðum og maður nær mun meiri árangri.“ Ef markmiðin eða heitin eru al- menn eða óljós er lítið sem knýr manneskjuna áfram til að standa við þau. Álfheiður tekur dæmi um feimna manneskju sem ætlar sér að verða meiri félagsvera á næsta ári. Það eru frekar óljós markmið sem fela ekki í sér hvernig og hvað eigi að gera. Þá er mjög líklegt að það verði ekkert úr því heitinu þegar líður á árið. „Því skýrari sem þess- ar heitstrengingar eru, því betra. Óskin um breytingar þarf að vera mjög einlæg og skýr. Næsta skref er svo að láta áramótaheitið rætast. Þessi undirbúningur er ekki síst hugrænn. Maður þarf að undirbúa það sem maður vill að gerist í hug- anum og leggja upp línurnar, hvern- ig maður ætli að framkvæma. Ég sé það í mínu starfi þegar fólk undirbýr sig vel, heldur samninginn sem það gerir við sjálft sig og heldur jafnvel bókhald yfir markmið og árangur þá gengur þetta oftast mjög vel. Það sem er jákvætt við að strengja ára- mótaheit og setja sér markmið er að maður er að taka ábyrgð á lífi sínu. Það lýsir vitund um að ef ég ætla að breyta líðan minni og aðstæðum þá verð ég að taka sjálf/ur fyrsta skref- ið. Slík nýársheit eru örugglega af hinu góða“ Vegvísir að farsælu áramóta- heiti Ingólfur segir mikilvægt að vera meðvitaður um að vera heiðarlegur við sjálfan sig. „Orðin eru auðveld en þau duga skammt þegar maður er á leið að því markmiði sem maður setur sér. Einnig mega áramótaheit ekki vera of spennumyndandi, við búum í háhraðasamfélagi og viljum oft fá árangur á skömmum tíma. Að- stæður okkar bjóða upp á ákveðn- ar forsendur sem gott er að virða.“ Hann setti saman vegvísi að farsælu áramótaheiti:  Gerðu þér grein fyrir því hvað það er sem þú vilt! Þannig skilgreinir þú mark- miðið þitt skýrt.  Upplifðu í huganum hvað þú færð út úr því að ná markmiðinu! Þarna liggja hvataþættirnir og þarna máttu leyfa þér að sleppa huganum lausum, haltu þig við þrjú til fjögur atriði.  Sjáðu fyrir þér hvað þú þarft að gera til að ná markmiði þínu! Þetta eru aðgerðirnar sem þú framkvæmir til að koma þér á áfangastað.  Áttaðu þig á hvað getur tafið þig á leið þinni að markmiðinu! Mundu við erum mannleg og við förum stundum út af leið. Áramótaheit eða markmið? Davíð Kristinsson lífsstílsþjálfari setti sér afdrifaríkt áramótaheit fyrir 17 árum. Áramótaheitið var að byrja að stunda líkamsrækt. „Ástæðan fyrir því að heitið stend- ur enn er að ég var að gera þetta fyrir sjálfan mig, ekki aðra og það þurfti ekki að treysta á neinn annan til að fylgja þeim. Ásamt því að mér fannst þetta gaman. Samt er hann mun meira fylgjandi því að setja sér markmið. Við vitum ekki hvert við ætlum nema að við setjum okkur skrifleg markmið. Skrifleg mark- mið er málið og með SMART mark- miðum nærðu að komast þangað sem þig langar.“ S = Skýr: mikilvæg, læsileg og skiljanleg. M = Mælanleg: þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim. A = Alvöru: þú verður að geta náð þeim. R = Raunhæf: það má ekki taka of langan tíma að ná þeim. T = Tímasett: settu lokatíma á markmiðin. Flestir eru sammála um það að markmiðasetning sé lykilatriði. Þegar markmiðin eru komin nið- ur á blað, hvernig er þá best að ná þeim? Davíð tekur dæmi um mann sem ætlar að lækka fituprósentuna sína úr 32% í 26% og léttast um 6 kíló fyrir 1. apríl 2013. „Skrifið nið- ur hvernig þið ætlið að ná þessum markmiðum, höfum þau skrifleg og sjáanleg. Virðum þau svo fyrir okkur á hverjum degi. Með afsök- unum sífellt náum við ekki mark- miðum okkar eða þeim árangri sem við viljum. Stundum þurfum við að gera hluti sem okkur finn- ast ekkert skemmtilegir eins og að skipuleggja mataræði okkar, elda Fjöldi fólks nýtir sér áramótin til að breyta lífi sínu eða hegðun með einhverjum hætti. Fréttatíminn hafði samband við ýmsa sérfræðinga til að varpa ljósi á það hvers vegna við strengjum þessi heit og hvernig er best að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Rætt er við Álfheiði Steinþórsdóttur, sálfræðing hjá Sálfræðistöðinni við Þórsgötu, Davíð Kristinsson, næringar- og lífsstílsþjálfara, Einar Einarsson, sjúkraþjálfara hjá KINE og Ingólf Snorrason, yfirþjálfara í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu.  Áramót LykiLLinn að farsæLu Áramótaheiti Andlegur þroski fólginn í því að vilja breyta lífi sínu Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur Ingólfur Snorrason einkaþjálfari Davíð Kristinsson lífsstílsþjálfari STAFGANGA Í LAUGARDAL - Stafgan ga - Áhrifarík leið til líkamsr æktar Stafgöngunámskeið hefjast 15. janúar 2013 GUÐNÝ ARADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 616 85 95. JÓNA H. BJARNADÓTTIR, stafgönguþjálfi. Sími: 694 35 71. BYRJENDANÁMSKEIÐ: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. FRAMHALDSHÓPUR: Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Skráning & nánari upplýsingar á: www.stafganga.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Fjallagrös og FíFlarót Fæst í heilsubúðum og apótekum www.annarosa.is Fjallagrös og fíflarót hafa frá ómunatíð verið notuð til að hreinsa meltinguna en tinktúran er einnig sérstaklega góð gegn uppþembu og vindgangi.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.