Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Side 36

Fréttatíminn - 04.01.2013, Side 36
Á sínum stað verður áfram Hot Yoga, Hot Fitness, Zumba, Fanta gott form og sívinsæla átaksnám- skeiðið Þinn árangur. Af nógu er að taka og eitthvað fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum. Heilsa Kynningarblað Helgin 4.-6. janúar 2013  Hreyfing Spennandi námSKeið að HefjaSt Viltu bæta heilsuna og komast í betra form? Í byrjun árs hugsa landsmenn sér til hreyfings og margir strengja þess heit að sinna heilsunni betur en áður. Vinsælu námskeiðin fyrir konur og karla hjá Hreyfingu hefjast 7. Janúar. Ágústa Johnson framkvæmdastjóri segir ýmis- legt nýtt og spennandi í boði og margar fjölbreyttar leiðir færar til að bæta heilsuna og komast í flott form. á gústa segir vorönnina lofa mjög góðu. Hún segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsælir tímar og námskeið halda áfram en ýmislegt nýtt kemur inn eins og til dæmis Þrennan. „Þrennan er nýtt, skemmtilegt og einstaklega fjölbreytt 6 vikna námskeið fyrir konur og karla sem vilja komast í gott form. Þrennan stendur fyrir tíma þrisvar í viku sem skiptist í mismun- andi æfingakerfi, meðal annars, Club fit, Hjól Activio og önnur fjölbreytt kerfi. Þjálfarinn kemur á óvart með mismunandi æf- ingakerfi í hverri viku. Það verður því mikil fjölbreytni sem mun skila sér í góðum árangri.“ Önnur skemmtileg nýjung ársins er Ballet Fitness. Elva Rut Guðlaugsdóttir balletkennari byrjar með nýtt námskeið fyrir full- orðna, byrjendur sem og vana dans- ara. „Það er mikið af fólki sem hefur stundað dans og ballet á sínum yngri árum og saknar þess að komast ekki í þessa frábæru þjálfun sem ballettinn er,“ segir Ágústa og bætir við: „Á sama tíma og þátttakendur njóta þess að svífa um gólf í skemmtilegum danssamsetn- ingum þá er unnið í að bæta djúpvöðva- styrk, liðleika, jafnvægi, líkamsstöðu og samhæfingu.“ Mjúkt æfingakerfi sem mótar líkamann. 5stjörnu FIT er nýtt æfingakerfi sem sló rækilega í gegn í haust. Æfingarnar eru stundaðar á hnitmiðaðan og róleg- an hátt en eru krefjandi og skila góðum árangri. Lögð er áhersla á þægilega tónlist. Ágústa segir námskeiðið henta þeim sem vilji móta og lengja vöðva og öðlast lögulegan líkama. „Það sem gerir þetta námskeið svo vinsælt er að æfingakerfið sameinar sérlega áhrifaríkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans, ekki bara þá helstu og mest notuðu heldur miklu fleiri sem gerir gæfumuninn í árangri. Æfingarnar eru sérvaldar til að umbreyta líkamanum á kerfisbundinn hátt með krefjandi æfingum fyrir mjaðmir, rass og læri sem styrkja,og móta líkam- ann. Grunnbrennsla líkamans eykst, líkaminn brennir umfram fitu og kroppurinn kemst í sitt fínasta form.“ Enginn árangur? Club Fit er lausnin. Hreyfing opnaði Club Fit salinn fyrr á þessu ári og hefur æfinga- kerfið fengið frábærar undirtektir. Ágústa segir það í rauninni vera draumaæfingakerfi. „Það er stutt, einfalt, skemmtilegt og árangursríkt. Um er að ræða hópþjálfun þar sem fólk er annað- hvort að ganga, skokka eða hlaupa á hlaupabrettum eða lyfta lóð- um. Það góða er að fólk ræður sínum hraða á hlaupabrettinu og velur sínar þyngdir en hefur þjálfarann til að hvetja sig áfram.“ Skiptingar á milli æfinga á brettinu og styrktaræfinga með lóðum eru örar sem gerir það að verkum að tíminn líður hratt. Ágústa segir tímann frekar stuttan, 50 mínútur en æfingarnar eru sérstaklega valdar með það fyrir augum að hámarks árangur náist. „Club Fit tímarnir eru bæði í boði í opinni dagskrá og lokuðum nám- skeiðum, og mismunandi erfiðleikastig í boði t.d. Club Fit 50 + fyrir fólk eldra en 50 ára og Club Fit extreme, sem er fyrir lengra komna.“ Fanta gott form Fanta gott form er æfingakerfi fyrir þá sem eru tilbúnir að taka hressilega á og uppskera árangur samkvæmt því. Ágústa segir þjálfunina byggjast á einföldum æfingum sem miðast við að þátttakendur nái að hámarka brennslu og þjálfa upp þol og styrk á skjótan og hnitmiðaðan hátt. Fjör, kraftur og sviti er allsráðandi á æfingunum sem eru fjórum sinnum í viku. „Grunnbrennsla líkamans eykst og í hverjum tíma verður til hinn eftirsótti eftirbruni í líkamanum sem gerir það að verkum að hitaeiningabrennsla líkamans heldur áfram á auknum hraða í nokkrar klukkustundir eftir að æfingu lýkur. Það er aldrei of seint að skora á sjálfa/n sig og komast í sitt besta form. Öllum námskeið- um fylgir svo aðgangur að opnum tímum, tækjasal og glæsilegri útiaðstöðu með heitum jarðsjávarpottum og gufuböðum sem ljúft er að fara í eftir æfingar og slaka á.“ Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.