Fréttatíminn - 04.01.2013, Side 38
Oft má satt kyrrt liggja
Þ
Þá er hinni árlegu sukkhátíð lokið þar sem
saman tengjast matarorgíur jóla og ára-
móta. Einhverjir afgangar eru trúlega til
víða sem nota má á sunnudaginn, á þrett-
ándanum, þegar við kveðjum jólin endan-
lega og sprengjum það sem eftir er af ára-
mótaflugeldunum.
Börn eru byrjuð í skóla á ný og allt fell-
ur í fastar skorður. Það er vel. Regla þarf
að komast á ungviðið á ný eftir hamagang
jólanna. Þorri barna fær svo margar gjafir
að hálfgert æði sækir á börnin þegar þau
opna pakkana á aðfangadagskvöld. Foreldr-
ar mega hafa sig alla við til þess að fylgj-
ast með hvað kemur frá hverjum svo réttri
ömmu eða töntu sé þakkað fyrir sokka, vett-
linga eða önnur plögg svo ekki sé minnst á
allt leikfangaflóðið.
Það er þó fremur fullorðna fólkið en ung-
dómurinn sem borðar yfir sig, marga daga
í röð. Hinu nýja ári fylgja því jafnan heit-
ingar um nýtt og betra líferni að sukkinu
loknu. Líkamsræktarstöðvar fyllast af sak-
bitnu fólki sem reynir að þreyja þorrann,
það er að segja að halda út janúar og febrúar
í spriklinu en þá er það langt liðið frá jólum
að margir leyfa sér að slaka á. Aðrir endast
skemur, kaupa árskort og nota það kannski
fjórum, fimm sinnum áður en þeir gefast
upp – en splæsa síðan nýtt ári síðar. Pistil-
skrifarinn veit upp á sig sök í þeim efnum.
Margir sýna samt meiri staðfestu en þetta,
hamast allan ársins hring, vöðvastæltir, fjör-
ugir og íðilfagrir. Svo eru þeir hógværu,
kannski skynsömu, sem fara reglulega út
að ganga, hreyfa sig því meira sem færð á
göngustígum skánar með hækkandi sól.
Börnin þurfa hins vegar að nota þessa
fyrstu daga ársins til þess að jafna sig á syk-
urneyslu liðinnar jólahátíðar. Freistingarn-
ar eru margar fyrir börnin þessa sérstöku
daga og fyrirstaðan ef til vill minni hjá for-
eldrum en endranær, svo ekki sé minnst á
eftirlátsamar ömmur og afa. Þó ungdómur-
inn troði sig hvorki út af rjúpum, hangikjöti
né hamborgarhryggjum bragðast dísætir
ísar og ýmsir aðrir eftirréttir vel. Þá er sæl-
gæti á boðstólum, konfekt og annað nammi
í skálum sem freistandi er fyrir litla fingur
ekki síður en stóra.
Tvær skvísur, barnabörn 6 og 8 ára, gistu
hjá okkur aðfararnótt gamlársdags. Það
þurfti lítið fyrir þeim að hafa. Þær léku sér
ýmist saman eða horfðu á myndir í sjón-
varpinu. Amman fór að vinna fyrir hádegi
gamlársdags og þá reyndi á afann og stað-
festu hans þegar að morgunverði stúlkn-
anna kom. „Afi, við erum svangar,“ sögðu
stúlkurnar í kór þegar aðeins var liðið á
morgun þessa síðasta dags ársins.
Ég bauð þeim seríós því ég er heldur far-
inn að ryðga í gerð hafragrautar, hafi ég þá
nokkurn tímann náð tökum á þeirri mat-
argerð. Seríósið taldi ég boðlegt, hæfilega
hollan árbít fyrir börnin og mótvægi við
sukk árstímans. Var raunar nokkuð stoltur
af því að geta boðið þeim hafrakorn með
mjólk, bærilega hollustu miðað við staðla
Manneldisráðs.
„Nei,“ sögðu stelpurnar samtímis, seríós
var ekki á morgunverðarlista gamlársdags.
Trúlega voru enn í meltingarfærum þeirra
sykurleifar ungangenginna daga, leifar
sem kölluðu á fyllingu á ný.
Hlutverk afans og ábyrgð hans er hins
vegar það mikil að ég virti þetta nei meyj-
anna að vettugi. „Þá fáið þið rúgbrauð með
kæfu og mjólk,“ sagði ég af þeirri festu sem
hverjum afa sæmir. Þennan árbít taldi ég
líka standast öll opinber manneldismark-
mið og gera börnum gott í miðri sukktíð
jóla og áramóta. Enn fremur vissi ég að
við þetta boð gat ég staðið. Vegna heilsu-
bótarstefnu eiginkonu minnar erum við
hætt að kaupa brauð úr hvítu hveiti. Sól-
kjarnabrauð er því yfirleitt til á heimilinu.
Í boði mínu til stúlknanna kaus ég þó að
nefna ekki sólkjarnana sérstaklega, taldi
líklegt að þeir höfðuðu ekkert sérstaklega
til þeirra. Því var boðið einfalt, rúgbrauð
og kæfa, sígildur og þjóðlegur réttur.
Stelpurnar horfðu í forundran á afann,
líkt og hann væri frá þjóðveldisöld. Vera
kann að foreldrar þeirra komi ofan í þær
rúgbrauði og kæfu við hefðbundnar og há-
tíðarlausar aðstæður en þarna, á gamlárs-
dagsmorgni, strækuðu þær í sameiningu
á gott boð – og það einarðlega.
„Hvað er til?“ spurðu þær um leið og þær
opnuðu skúffur og skápa, enda nokkuð
hagvanar í eldhúsi afa og ömmu. „Það er
ekki margt annað, elskurnar mínar, fyrst
þið viljið hvorki seríós né brauð,“ sagði
ég, vitandi að hvorki þýddi að bjóða þeim
afganga af rjúpum né svínakjöti svo árla
dags.
„Megum við fá svona og mjólk með?“
sagði sú eldri og benti á pakka af Oreo
súkkulaðikexi með hvítu kremi í skúffu
í eldhúsinnréttingunni – „og þetta líka,“
sagði sú yngri og benti á nær fullan pakka
af súkkulaðirúsínum sem var hillu ofar.
„Þetta er ekki morgunmatur,“ sagði ég
og reyndi enn að muna eftir ábyrgð minni,
studdur manneldissjónarmiðunum.
„Æ-i, afi,“ suðuðu ungmeyjarnar í kór,
„það er nú gamlársdagur, þá megum við
hafa kósídag.“
„Hvað haldið þið að pabbi og mamma
segi ef þau frétta að ég hafi gefið ykkur
kex og súkkulaðirúsínur í morgunmat?“
„Þau þurfa ekkert að vita það,“ var sam-
eiginleg niðurstaða staðfastra meyja sem
greinilega ætluðu ekki að greina neinum
frá þessum sykursæta morgunverði.
Það ætlar afinn heldur ekki að gera.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Loft innan fárra mínútna
Ilmur af mentól og eukalyptus
Andaðu
með nefinu
Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1
mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar
og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring
eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á
sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran-
na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram.
Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að
sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir
einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn
eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun-
guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki,
háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er-
fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota
lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
28 viðhorf Helgin 4.-6. janúar 2013