Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 04.01.2013, Qupperneq 42
32 bílar Helgin 4.-6. janúar 2013  Verðlaunabíll rafmögnuð framtíð Chevrolet Volt frumsýndur á Íslandi 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012  reynsluakstur toyota auris Hybrid u m helgina verður kynnt ný kynslóð af Toyota Auris og reynsluók ég Hybrid útgáfunni milli jóla og nýárs. Skemmst frá að segja varð ég yfir mig hrifin. Hybrid útgáfan er sambland af rafmagns- bíl og bensínbíl. Rafmagnið startar bílnum og knýr vélina þar til bensínvélin grípur inn í. Hægt er að aka stutta vegalengd á litlum hraða á rafmagninu einu en raf- hlaðan hleður sig sjálfkrafa þegar stigið er á hemlana. Niðurstaðan er einstaklega sparneytinn bíll, sem eyðir einungis 3,8 lítum á hverja hundrað kílómetra í blönd- uðum akstri. Hægt er að velja nokkrar stillingar fyrir vélina, þar á meðal ECO-stillingu sem eyðir minnstu eldsneyti. Ég kunni ágætlega við hana þó svo að bíllinn væri heldur kraftmeiri í öðrum stillingum en á móti kom að eyðslumæl- irinn sýndi minni eyðslu en ég hef nokkru sinni upplifað í bíl. Bíllinn hjálpar jafnframt til við að keyra sparlega, eyðslumælirinn er mjög skýr og áberandi og nálin á honum verður rauð þegar gefið er of mikið inn svo eyðslan verði óhagstæð. Mjög þægilegt. Bíllinn er sérstaklega fallega hannaður, að utan sem innan. Ég kunni vel að meta sjálfskiptinguna sem er ólík því sem fólk á að venjast. Með einum hnappi fer hand- bremsan á og hún fer sjálf- krafa af þegar ekið er af stað. Í útgáfunni sem ég reynsluók voru allar helstu tækninýjungar, lyklalaust start, bakk- myndavél, handfrjáls Bluetooth búnaður, leiðsögukerfi og hver veit hvað. Bíllinn er þægilegur í stýri, stöðugur í keyrslu en afar léttur þegar lagt er á hann. Alveg eins og maður vill hafa það. Útgáfan sem ég ók var svokallaður hlaðbakur, stuttur en rúmgóður. Hann er stærri að innan en utan og stærð skottsins kemur á óvart. Á árinu er gert ráð fyrir station-útgáfu sem myndi henta stórum fjölskyldum jafnvel enn betur – svo ekki sé talað um þegar þörf er á að koma barnavagni fyrir. Ég mátaði þrjá barna- stóla í aftursætið en það gekk ekki upp. Tveir barnastólar sitthvoru megin við ungling slapp hinsvegar vel til. Ég hef reyndar enn ekki reynsluekið bíl sem rúmar þrjá barnastóla í aftursæti með góðu móti. Eitt það besta við nýja Aur- isinn er verðið. Til þessa hafa hybrid-bílar og rafmagns- bílar verið talsvert dýrari en bensínútgáfurnar en nú er breyting þar á. Nýr Auris kostar frá kr. 3.250.000 kr. en það er beinskiptur bensínbíll með 1.33l vél. Sjálfskiptur bensínbíll með 1.6l vél kostar 4.290.000 kr. og Auris Hybrid kostar 4.690.000 kr. Vel þess virði – skemmtilegur og fal- legur bíll í alla staði. Ný kynslóð hittir í mark Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Plúsar + Sparneytinn +Fallegur + Rúmgóður + Þægilegur í akstri + Ríkulegur aukabúnaður Mínusar ÷ Aftursætisgluggarnir voru heldur hátt uppi svo börnin sáu ekki nægilega vel út. Helstu upplýsingar Verð: Frá 3.250.000 kr. Eyðsla: 3,8* Afl: 90-136 hestöfl Breidd: 176 cm *lítrar/100km í blönd- uðum akstri Vel þess virði – skemmti- legur og fallegur bíll í alla staði. Alls seldust 763 Kia bílar hérlendis á nýliðnu ári. Mesta sala Kia á Íslandi frá upphafi Kia heldur áfram mikilli sókn hér á landi og á liðnu ári seldust alls 763 Kia bílar. Þetta er mesta sala suður-kóreska bílaframleiðandans hér á landi frá upphafi og er Kia í þriðja sæti yfir mest seldu bíla landsins á eftir Toyota og Volkswa- gen, að því er fram kemur í tilkynningu frá umboði Kia hérlendis, Öskju. „Þetta er um 110% söluaukning frá síðasta ári og er Kia nú með 9,6% markaðshlut- deild í sölu nýrra bíla á Íslandi, sem jafnframt er sú hæsta í Evrópu. Kia hefur verið sá bílaframleiðandi sem hefur vaxið einna mest í Evrópu undanfarin ár og er víða með mjög góða markaðshlutdeild, m.a. í Danmörku og Finnlandi,“ segir þar. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma raunar ekkert mjög á óvart þar sem Kia hefur verið að koma fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á árinu. Þá eru bílarnir einnig sparneytnir og umhverfismildir og það er það sem bíleigendur leita í mjög auknum mæli eftir. Þá eru Kia bílarnir allir með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda en Kia Motors er eini bílaframleiðandi heims sem býður svo langa ábyrgð á bílum sínum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. „Árið 2012 er að mínu mati ágætt ár, ef miðað er við árin 2008 - 2011, en við verðum samt að horfast í augu við þá staðreynd að bílasala á enn talsvert í land með að uppfylla eðlilega endurnýjunarþörf, sem ég tel liggja á bilinu frá 12 - 14.000 bíla sölu á ári. Mikil breyting hefur orðið á markaðnum frá því sem var þegar almennir tollflokkar voru bara tveir. Í dag eru tollflokkar bíla 10 talsins, þar sem vörugjöld eru reiknuð á bíla alfarið eftir mengunargildum og þar með eyðslu. Sala á bílum í hagstæðari tollflokkkum hefur því aukist og sala á bílum sem menga meira hefur minnkað. Ég tel að þegar almenningur fer að kaupa bíla í auknum mæli, þá sjáum við þessa þróun verða enn hraðari,“ segir Jón Trausti. Chevrolet Volt er fyrsti langdrægi rafbíll sögunnar og nú er komið að því að afhjúpa gripinn hér á landi, í óska- landi vistvænnar raforku, að því er fram kemur í tilkynn- ingu umboðsins, Bílabúðar Benna. Bíllinn kemst um 60 km á rafhleðslunni einni. Volt framleiðir sína eigin raforku og lengir heildar ökudrægið í allt að 500 kíló- metra. Volt hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar á mörkuðum, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. „Volt hefur verið á Bandaríkjamarkaði í tvö ár og eigendurnir þar hafa sett hann á topp ánægjulistans bæði árin. Volt var og útnefndur Bíll ársins 2011 af bæði Automobile Magazine og fagritinu Motor Trend. Hann hefur jafnframt hlotið sæmdarheitið „Umhverfisbíll ársins 2011“ hjá tímaritinu Green Car Journal. Nýjasta afrekið er afgerandi sigur á bílasýningunni í Genf þar sem hann hlaut titilinn „Bíll ársins 2012“. Dómnefndin var skipuð 59 leiðandi bílablaðamönnum frá 23 Evrópu- ríkjum,“ segir enn fremur í tilkynningu umboðsins. Frumsýningin á Volt verður á morgun, laugardaginn 5. janúar, frá klukkan 12 - 18 í Bílabúð Benna, Tangar- höfða 8. Cheverolet Volt verður frumsýndur hérlendis á morgun, laugardag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.