Fréttatíminn - 04.01.2013, Blaðsíða 60
Dýrt
vinnustaðagrín
Logi gerði ekki aðeins grín
að sjálfum sér og skaut
aðeins á Áramótaskaup
Sjónvarpsins og á honum
mátti heyra að sér hefði
þótt lítið til sprellsins
koma. Hann talaði um
Skaupið sem 30 milljón
króna vinnustaðagrín,
væntanlega með vísan
til þess hversu miklum
tíma var varið í að skensa
íþróttafréttakonuna Eddu
Sif Pálsdóttur og föður
hennar, útvarpsstjórann.
Þegar vinnustaðagrín er
annars vegar þarf enginn
að reyna að rengja Loga
sem er annálaður vinnusta-
ðagrínari og hrekkjalómur.
Sölvi TryggvaSon Tekur á erfiðum málum
Erfitt að sitja and-
spænis barnaníðingi
Sölvi Tryggvason heldur áfram að kafa ofan í erfið samfélagsmál í þætti sínum Málið. Honum reyndist erfiðara en hann
gerði ráð fyrir að sitja andspænis barnaníðingi. Ljósmynd/Hari
m álið, fréttaskýringaþáttur Sölva Tryggvasonar, naut vinsælda á Skjá einum í
fyrra. Þá var þátturinn á dagskrá
einu sinni í mánuði en Sölvi tekur
nú upp þráðinn á ný og skoðar erfið
mál vikulega. Fyrsti fer í loftið á
Skjá einum á mánudagskvöld og
þá fjallar Sölvi um útigangsfólk
sem berst í bökkum og þarf að láta
hverri klukkustund nægja sína
þjáningu.
„Þetta eru þung og erfið mál,“
segir Sölvi um viðfangsefni sín og
að vitaskuld sé erfitt að taka þau
ekki inn á sig þegar djúpt er kafað.
„Það er óhætt að segja að manni
veiti ekkert af smá Pollýönnu-
stemningu eftir að vera búinn að
standa í þessu í tvo til þrjá mánuði.“
Sölvi nefnir sérstaklega þáttinn
um barnagirnd en þar aflaði hann
sér svo mikils efnis að tveir þættir
verða lagðir undir miður geðslegt
viðfangsefnið.
Sölvi er reyndur fjölmiðlamaður
og segir að í raun hafi fátt komið
sér á óvart við gerð þáttanna en
óneitanlega sitji viðtöl hans við
barnaníðinga í sér. „Í raun og veru
kom fátt mér á óvart nema kannski
hvernig það er að sitja andspænis
barnaperrum og spjalla við þá. Ég
var búinn að gera mér í hugarlund
að það væri aðeins minna mál en
það reyndist vera.“
Sölvi fjallar um einelti í einum
þáttanna og þar ræðir hann meðal
annars við ungan mann sem mátti
þola einelti en sá hefur meðal
annars þetta að segja um afleiðingar
þess: „Ef ég hefði búið í Bandaríkj-
unum þá hefði ég bara náð mér í
byssu og ég hefði farið og plaffað
liðið niður.“
Sölvi segir ekki hægt að útiloka
að skelfingaratburðir eins og skóla-
skotárásir sem eru tíðar í Banda-
ríkjunum gætu átt sér stað á Íslandi.
„Það er alls ekkert útilokað og ef
við værum með sama aðgengi að
byssum þá er ekkert sem segir að
þetta gæti ekki gerst.“
Sölvi segir allt opið um framhald-
ið og hann viti ekki enn hvort hann
geri fleiri þætti eftir að loknum
þessum sex. „Það er allt opið og
ég er ekki búinn að plana líf mitt
lengra fram í tímann.“
Þórarinn Þórarinson
toti@frettatiminn.is
Ef við
værum
með sama
aðgengi að
byssum þá
er ekkert
sem segir
að þetta
gæti ekki
gerst.
Og þá er nú
ekki slæmt
að fá heims-
meistarann
til að þjálfa
sig.
annie miST keyrir 20 mannS áfram í áTaki
Tobba þarf að vera með vottorð í leikfimi
Útvarpsmaðurinn vörpulegi Sigvaldi Kaldalóns hleypir
ansi hressilegu þriggja mánaða líkamsrækarátaki af
stað á mánudaginn. Hann hefur smalað saman tuttugu
manns úr öllum áttum, skipt þeim í tvö tíu manna lið
sem munu keppa í líkamsrækt undir styrkri stjórn An-
nie Mist Þórisdóttur, heimsmeistara í Crossfit.
Tobba Marínósdóttir, Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og
heyrt og Svavar Örn Svavarsson, félagi Sigvalda í morg-
unþættinum Svali og Svavar á útvarpsstöðini K-100, eru
á meðal þeirra sem ætla að etja kappi í átakinu.
„Við ákváðum að stilla þessu upp sem keppni vegna
þess að það er svo algengt að fólk byrji af miklu kappi og
allir voða kátir en gefst svo strax upp,“ segir Svali. „Við
búum þess vegna til áskorendakeppni úr þessu þar sem
hver hópur getur nælt sér í tuttugu stig á viku þótt það
sé ekki þar með sagt að hann geri það.“
Svali segir keppnina snúast um árangur og að fólk
standist verkefni sín en ekki standi til að fitumæla það
eða vigta. Stigagjöfin fer síðan eftir vinnuframlagi og
frammistöðu á æfingum. Skrópi einhver einn meðlimur
í hópnum missir hópurinn tíu stig þannig að hver og
einn fær stuðning frá sínu fólki og uppgjöf er ekki í boði.
„Slappleiki er ekki tekinn gildur þannig að ef Tobba
er veik þá verður hún að skila inn læknisvottorði. Það
er ekkert annað tekið gilt. Þarna verður saman komið
fólk úr öllum áttum og ýmsum stéttum í alls konar formi
sem ætlar að takast á við þetta. Og þá er nú ekki slæmt
að fá heimsmeistarann til að þjálfa sig,“ segir Svali sem
er ekki síst spenntur að sjá hvernig félagi Svavar muni
standa sig. -þþ
Annie Mist
keyrir mann-
skapinn áfram
af hörku en Svali
og Svavar munu
fara jafnt og þétt
yfir árangurinn
í útvarpsþætti
sínum. Þá stendur
til að sýna nokkra
stutta þætti frá
æfingum í vef-
sjónvarpi mbl.is.
Ljósmynd/NordicPho-
tos/GettyImages
Þverrandi þokki
Landslið þjóðfélagshópsins sem oft er
kennt við hnakka og skinkur fjölmennti
á nýarsfagnað skemmtistaðarins
Austur að kvöldi fyrsta dags ársins.
Sjónvarpskempan og ókrýndur
Íslandsmeistari í veislustjórn,
Logi Bergmann Eiðsson, stýrði
gleðinni, fór með gamanmál á
milli rétta og stjórnaði spurninga-
keppni eins og honum einum er
lagið. Logi gerði meðal annars
áhyggjur af aukakílóum sem fylgja
jólaáti að umtalsefni og gaf lítið
fyrir áhyggjur af slíku. Hann hefur
löngum talist til þokkafyllri manna á
landinu en sagðist búinn að sætta sig
við björgunarhringinn og kippti sér ekkert
upp við að konur séu farnar að klæða hann í
en ekki úr þegar hann fer í sund.
79% áhorf á Skaupið
Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri
Áramótaskaupsins, og
handritshöfundar hans hafa
síðustu ár verið ófeimin við
að blanda hvassri ádeilu
saman við grín sitt og þótti
mörgum Skaupið ganga
of langt að þessu sinni á
meðan aðrir taka því fagn-
andi að fá brodd í skemmt-
unina. Gunnar Björn og
félagar mega nokkuð vel við
una þegar áhorf á glensið er
annars vegar. Samkvæmt
bráðabirgðatölum fékk
Skaupið 77% meðal-
áhorf á gamlárskvöld
og uppsafnað
áhorf er 79%
og Skaupið því á
svipuðu róli og
síðustu ár.
50 dægurmál Helgin 29. júní-1. júlí 2012