Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 22
Svo ég tali bara hreint út þá finnst mér hann kannski sleppa frekar billega frá því að vera borgarstjóri. Ólst upp í fátækt og varð krati B jörgvin Guðmundsson er kominn yfir áttrætt og á að baki langan og fjölbreyttan starfsferil í fjölmiðlum, stjórnar-ráðinu og borgarpólitíkinni, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur nú gefið út ævisögu sína þar sem hann horfir yfir farinn veg. Bókina nefnir hann eftir vinsælum útvarpsþætti sem hann stýrði í áratug, Efst á baugi. „Ég er búinn að vinna við þetta nokkur undanfarin ár. Þetta er ekki hrist fram úr erminni,“ segir Björgin um bókina. „Ég byrja nú á því að segja frá því úr hvaða jarðvegi ég er sprottinn og að ég hafi alist upp í fátækt. Þá voru engar atvinnuleysistryggingar og menn urðu bara að bjarga sér sjálfir og ég segi nú frá því að sennilega hafi þetta ástand gert mig að jafnaðarmanni. Ég gekk í Alþýðuflokkinn og Félag ungra jafnaðarmanna sautján ára.“ Tengslin við Alþýðuflokkinn gerðu Björgvin síðan frekar auð- velt að fá vinnu sem blaðamaður á Alþýðublaðinu þegar hann var tvítugur, strax að loknu stúdentsprófi. „Ég var í tíu ár á Alþýðublaðinu og síðan eitt ár á Vísi. Og áður en þessari blaðamennsku lauk var ég byrjaður með útvarpsþátt- inn Efst á baugi með Tómasi Karlssyni sem var á Tímanum. Við vorum með þann þátt vikulega alveg í tíu ár frá 1960 til 1970. Þátturinn varð mjög vinsæll og mikið hlustað enda byrjaði hann áður en sjónvarpið kom til sögunnar þannig að við fengum forskot út á það. Í þættinum tókum við fyrir erlenda atburði og byggðum á erlendum dagblöðum en ekki Newsweek og Time eins og margir héldu. Þetta var heilmikið úthald að gera þetta vikulega í tíu ár.“ Björgvin var einnig kominn á kaf í borgarpólitíkina um þetta leyti: „Ég fór í framboð til borgarstjórnar 1962 og náði þá inn sem varamaður en var kosinn aðalmaður 1970. Ég var svo leiðtogi Alþýðuflokksins í borgarstjórn næstu tólf árin og er oddviti Al- þýðuflokksins þegar íhaldið missir meirihlutann 1978. Þá varð ég fyrsti formaður borgarráðs eftir valdaskiptin. Við ákváðum það, nýi meirihlutinn að láta formennskuna í borgarráði rótera vegna þess að þegar við vorum að semja um meirihlutann þá lagði ég til að völdum og áhrifum yrði skipt jafnt. Á þeim tíma var ennþá talsverð andúð á Alþýðubandalaginu í Alþýðuflokknum og ekki víst að það yrði samþykkt að fara í meirihlutasamstarf ef þeir yrðu yfirgnæfandi. Þeir fengu nefnilega fimm fulltrúa í þessum kosningum, við tvo og framsókn einn. Og ég held að þetta hafi verið lykillinn að því að þetta gekk upp.“ Björgin var mest alla starfsævi sína embættismaður í stjórnarráðinu. „Eftir að ég hætti í blaðamennskunni fór ég í stjórnarráðið 1964. Þá var Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- ráðherra og hann réði mig í viðskiptaráðuneytið. Þar var ég í sautján ár formaður í gjaldeyrisnefndinni sem var nokkurs konar haftanefnd síns tíma og varð síðar einnig formaður í verðlagsnefnd. Þetta voru nú ansi krefjandi störf.“ Björgvin starfaði með einum átta ráðherrum á embættismannsferlinum og nefnir fjóra sem honum líkaði sérlega vel við að vinna með. „Mér fannst best að vinna með Gylfa, Ólafi Jóhannessyni, Lúðvík Jósepssyni og Jóni Baldvin. Þeir veittu mér allir verulegan trúnað.“ En hvernig finnst gamalreyndum borgarfulltrúanum Reykjavíkurborg stjórnað þessi misserin: „Já, svona jújú. Henni er alveg þokkalega stjórn- að en mér finnst nú að vísu að borgar- stjórinn komi ekki nóg við sögu. Þar sem hann er borgarstjóri finnst mér að hann ætti að taka meiri þátt í að stýra borginni. Ég hef það nú á tilfinningunni að stjórnin sé mest í höndum Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar. Ég vil nú samt ekki alveg strika yfir Jón Gnarr. Hann á sínar góðu hliðar og nýtur sín kannski best við að koma fram út á við. Sennilega hefði hann bara átt að vera for- seti borgarstjórnar vegna þess að borgar- stjórinn þarf að vera eins og embættis- maður. Mér finnst Jón Gnarr ekki rækja það hlutverk til fulls og svo ég tali bara hreint út þá finnst mér hann kannski sleppa frekar billega frá því að vera borgarstjóri því þetta er náttúrlega geysilega ábyrgðarmikið starf.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Björgvin Guðmundsson hefur hrærst í ýmsu á langri ævi sem hann fer yfir í bók sinni Efst á baugi sem kom út á dögunum. Björgvin byrjaði ungur í blaðamennsku á Alþýðu- blaðinu, blandaði sér í borgar- pólitíkina um árabil og sinnti ýmsum verkefnum í stjórnarráðinu undir stjórn átta ráðherra. Hann telur Reykjavík ágætlega stjórnað í dag þótt hann gruni að Jón Gnarr sleppi full auðveldlega frá sínu hlutverki. Björgvin Guðmundsson segir sögu sína í blaðamennsku, pólitík og stjórnarráðinu í bókinni Efst á baugi sem ber nafn samnefnds útvarpsþáttar sem hann stjórnaði við miklar vinsældir á árunum 1960-1970. Mynd/Hari NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum 22 viðtal Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.