Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 70
É g verð að viðurkenna að Jeppi á Fjalli hefur ekki ásótt mig og krafist endur- mats eða nýrrar sýnar. Og ég býst við að það sama eigi við um flesta Íslendinga. Nema þá helst Benedikt Erlingsson, sem er með svo djúpar rætur í íslensku leik- húsi að hann var örugglega alinn upp með Jeppa, eins og öðrum stjörnuhlutverkum úr íslenskrar leiklistarsögu. Og svo dvaldist hann og starfaði í dönsku leikhúsi í nokkur ár. Og er meira að segja giftur dönsku leikhúsi (ef svo má segja). Þess vegna heimtar Jeppi af Benedikt einskonar upprisu. Sem við svo fáum að fylgjast með – án þess að vera málið beint skylt. Það verður að segjast að Jeppi á Fjalli er hvorki skemmtilegt leikrit né tímalaus klassík. Danir sitja uppi með þetta verk og önnur verk Holberg, sem einskonar fæðingar- hríðir sinna bókmennta. Þeir hafa því þurft að læra Jeppa í skóla og setja hann upp í ótal útfærslum í leikhúsi, útvarpi og bíói; þeir hafa meira að segja gert óperu úr Jeppa. Þetta er svipað og ef sú kvöð lægi á okkur Íslendingum að setja upp Pilt og stúlku á fimm ára fresti. Sem við erum blessunarlega laus við. En þrátt fyrir að ég geti ekki skilið hvers vegna Benedikt vill kallast á við Jeppa þá get ég ekki annað en þakkað honum fyrir að hafa látið það eftir sér. Og Borgar- leikhúsinu fyrir að ýta undir þessa sérvisku mannsins. Þar sem Jeppi er ekki lengur fyndið leikrit þarf að skipta um húmorinn í því. Það er að hluta til gert með því að láta Kolbein kapt- ein þýða verkið í gegnum Braga Valdimar Skúlason. Mér fannst þetta annarlegt fram að hléi en vandist því svo. Þar sem farsinn í Jeppa er svo út- jaskaður þarf að skipta um form á honum og Benedikt kýs að breyta honum í einskonar „variety show“ eða enskt „music hall“; söngur, dans, grín og fimar kúnstir. Mér fannst vera ójafnvægi og hökt í þessu framan af en þegar söngat- riðin urðu færri og leiknu atriðin lengri small þetta saman. Með því að gefa leikpersónum sönglög að flytja skapast tækifæri til að koma á framfæri innra tali persóna líkt og í óperuaríum. Ég veit ekki hversu vel þetta fram- lag Megasar og Braga Valdimars tókst. Svona innra tal og tónlist er á annari bylgju- og tímalengd en leikrit og ég þarf að hlusta oftar og betur á lögin til njóta þeirra og meta. Á meðan á sýningu stóð fannst mér þau mörg helst til of keimlík. Þar sem inntakið í leikritinu er stútfullt af fyrirlitningu gagnvart alþýðu fólks, sjúkum og veikburða þarf að skipta um sálina í Jeppa. Benedikt gerir það með því að snúa gríni barónsins hægt og bít- andi upp í grimmd og lýsa örlögum Jeppa og Ninnu sem dæmigerðri og eilífri kúgun lágstéttanna. Þau eru föst eins og hamstrar í hlaupa-  Jeppi á FJalli að hætti Benedikts erlingssonar Gömul leiðindi á röngunni Bernd Ogrodnik gerir stórt og mikið leikhús úr litlu og fáu á brúðulofti Þjóðleikhússins.  alladín á BrúðuloFti ÞJóðleikhússins Fagrir galdrar Þótt frumsýning Brúðuheima Bernd Ogrodnik á Aladdín á nýopn- uðu brúðulofti Þjóðleikhússins hafi verið of hæg og löng (tveir tímar) þá hélt sex ára dóttir mín góðri at- hygli út sýninguna. Enda við nóg að dvelja í fallegum og seiðandi brúðu- heimi; fallegir litir, ljúfir tónar, ljúf KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR flestum sem hafa mjólkursykuróþol. 70 menning Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.