Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þ Það sem áður var feimnismál þykir nú nauð-syn. Á síðasta ári sóttu nær 72 þúsund manns endur- eða símenntun, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Nær þriðjungur lands-manna sótti sér menntun með þessum hætti, 32,2 prósent, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda. Sé aðeins miðað við aldurinn 25-64 ára, sem er virkasti hópurinn á vinnumarkaði, sótti 27,1 prósent þess hóps sér fræðslu á liðnu ári, 43.700 manns. Þeir hafa ekki verið fleiri frá upphafi þessara mæl- inga árið 2003. Kristín Jónsdóttir Njarð- vík endurmenntunarstjóri sagði frá því í Fréttatímanum fyrir viku að starfsemi Endur- menntunar Háskóla Íslands hefði eflst jafnt og þétt og framboð orðið stöðugt fjöl- breyttara, en Endurmenntun- in fagnar þrjátíu ára starfsaf- mæli um þessar mundir. Aðgengi almennings, óháð fyrri menntun, að endurmenntun hefur aukist til mikilla muna og slík menntun er orðin, að sögn Kristínar, að föstum lið hjá fagfólki, þveröfugt við það sem áður var. Þá var það, að sögn hennar, að sumu leyti feimnismál að sækja sér endurmenntun. Nú sé staðan hins vegar sú að það þyki frekar neikvætt ef fagfólk stundar ekki endurmenntun og sækir nám- skeið. Þetta er afar jákvæð þróun en ekki síður hitt að nú geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, óháð því hvort tilgangurinn er að styrkja sig í starfi eða sækja sér aukna þekkingu – eða að- eins menningarlega kvöldskemmtun á fróðlegu námskeiði. Allir geta sótt sér aukinn fróðleik og menntun, óháð því hvaða grunn þeir hafa enda er fjöldi námskeiða í boði sem ekki teng- ist tilteknu starfi. Kristín nefndi, í fyrrgreindu viðtali, dæmi um námskeið um Íslendingasög- urnar, auk fjölda tungumálanámskeiða. Vilji menn bæta sig í starfi býður Endur- menntun Háskóla Íslands meðal annars nám- skeið í ferðaþjónustu, fjármálum og rekstri, heilbrigðis- og félagsmálum, lögfræði, stjórnun og forystu, uppeldi og kennslu, upplýsinga- tækni og verk og tæknifræði. Sé fólk hins vegar að leita að almennum fróðleik fyrir sig tengjast námskeiðin til dæmis menningu, pers- ónulegri hæfni og tungumálanámi, auk ýmissa örnámskeiða. Vitaskuld eru fjölmargir aðrir aðilar, fyrir- tæki og stofnanir sem bjóða námskeið af öllu mögulegu tagi fyrir fólk til fræðslu og skemmt- unar. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fleiri konur en karlar sækja sér fræðslu með þessum hætti. Þannig sóttu 35,2 prósent kvenna á aldrinum 16-74 ára einhvers konar fræðslu árið 2012, þar með talið nám í skóla, en 29,1 prósent karla. Konur eru fleiri en karlar meðal þeirra sem sækja námskeið, stunda nám í skóla og sækja sér annars konar fræðslu. Lítill munur er á þátttöku kynjanna í símenntun meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun en konur sem hafa lokið framhaldsskóla- eða há- skólanámi stunda símenntun í mun meira mæli en karlar með sambærilega menntun. Mikil þátttaka atvinnulausra í símenntun er afar jákvæð en hún er meiri meðal atvinnu- lausra og fólks utan vinnumarkaðar en meðal starfandi fólks. Námskeið sem í boði eru fyrir atbeina Vinnumálastofnunar hjálpa atvinnu- leitendum að mennta sig. Þau auka sjálfstraust fólks og styrkja fótfestu svo komast megi með þeim hætti aftur út á vinnumarkaðinn. Atvinnuleitendur geta sótt um námsstyrki vegna styttra náms og námskeiða. Tölur Hag- stofunnar sýna að 41,9 prósent atvinnulausra á aldrinum 16-74 ára sóttu sér fræðslu á síðasta ári miðað við 30,9 prósent starfandi fólks á sama aldursbili. Þátttaka í símenntun hér á landi er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti á eftir Danmörku og Sviss þegar horft er til 35 Evrópuþjóða. Það er rós í hnappagatið og sú staða sýnir, þrátt fyrir margs konar ramakvein á kreppu- tímum, að á þessu sviði standa Íslendingar vel að vígi. Aukið aðgengi almennings Endurmenntun fyrir alla Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Í slensk stjórnmál snúast að of miklu leyti um meirihluta og minnihluta. Í landsmálunum eru ríkisstjórnir iðulega studdar af meiri- hluta Alþingis. Í sveitarstjórnum er hefð fyrir meirihlutasamstarfi flokka sem starfa saman í litlu samráði við minnihlutann. Minnihlutar, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, taka þá að sér eins konar aðhaldshlutverk og bregðast við störfum meirihlutans eftir aðstæðum hverju sinni. Ekk- ert af þessu er nauðsynlegt, stjórn- skipulagið getur gengið án meiri- og minnihluta, en hefðirnar eru býsna rótgrónar. Samstarf skilar betri ákvörðun Þverpólitísk vinna í hefðbundnu meiri- og minnihlutafyrirkomulagi er lítið iðkuð, enda kallar hún á traust milli fólks og flokka, mjög mikla og tíma- freka vinnu, fleiri fundi, fleiri mála- miðlanir og meiri tillitssemi en ella. Það er auðveldara að fara troðnar slóðir, að meirihlutinn vinni einn án minnihlutans sem segir skoðun sína bara eftirá. Þegar stefnumörkun og/ eða ákvarðanataka liggur fyrir hefst vinna minnihlutans og oftar en ekki gengur hún út á að finna neikvæðar hliðar málsins. Og þá hefst umræðan. Meirihlutinn kynnir, minnihlutinn gagnrýnir og upp hefjast deilur um hvort og þá hvernig hefði verð hægt að gera hlutina öðruvísi. Fjölmiðlar greina frá átökunum, sumir borgar- búar taka þátt, en flestir hrista höfuðið og velta fyrir sér af hverju stjórnmála- fólk geti ekki hagað sér almennilega. Og er það nema von? Við vitum að þverpólitískar ákvarðanir hljóta alltaf að vera betri en þær sem teknar eru af þrengri hópi. Þverpóli- tískar ákvarðanir byggja á breiðari sýn, þær eru teknar eftir að ólík sjón- armið hafa verið reifuð og þær byggja á málamiðl- unum sem allir hlutað- eigandi geta fellt sig við. Þverpólitískar ákvarðanir eru líklegri til að halda, til að skila ár- angri og til að um þær ríki sátt. Vítahringur Einhverra hluta vegna miðar okkur þó lítið áfram og stórar ákvarðanir eru enn flestar teknar í ágreiningi. Meiri- hlutinn ræður, hann ber ábyrgð, þarf að svara fyrir verkið og mun falla ef kjósendum mislíkar. Að taka tillit til skoðana minnihlutans er bara til að flækja málið, þægilegast að gera þetta bara ein og sjálf. Sama gildir um minnihlutann. Hann þarf ekki að axla ábyrgð og getur setið hjá eða verið á móti ef honum sýnist. Hann getur ein- beitt sér að því að kenna meirihlutan- um um óvinsæl mál og talað bara fyr- ir þeim vinsælu sjálfur. Að taka þátt í störfum meirihlutans, hvað þá að taka á þeim ábyrgð, er alger óþarfi. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að rjúfa vítahring meirihluta sem nennir ekki að hlusta á minnihlutann sem mun hvort eð er ekki standa með hon- um til enda og minnihluta sem stend- ur ekki með meirihlutanum til enda af því að meirihlutinn nennir ekki að hlusta. Þetta hefur tekist í örfáum af- mörkuðum verkefnum á undanförnum árum, en það er ekki nóg. Samstarfið þarf að taka gagngerum breytingum og þá verða allir að taka þátt – kjörn- ir fulltrúar í bæði meiri- og minnihluta. Breytum Sem borgarfulltrúi í minnihluta viðurkenni ég vel að meirihluti Besta flokks og Sam- fylkingar hefur bæði unnið að góðum málum og slæmum á kjörtímabilinu, eins og reyndar flestir meirihlutar hafa gert gegnum tíðina í borgarstjórn Reykjavíkur. Þótt vissulega hafi ómál- efnaleg gagnrýni oft freistað, hef lagt mig fram um að vinna málefnalega að allri stefnumörkun í samstarfi við aðra flokka, að koma sjónarmiðum Vinstri grænna að en taka á sama tíma tillit til sjónarmiða annarra flokka og full- trúa. Það hefur sannarlega skilað árangri og leitt til málamiðlana sem bæði Vinstri græn og meirihlutinn geta fellt sig við. Hér má nefna vinnu við atvinnustefnu Reykjavíkurborgar, aðgerðir gegn kynbundnum launa- mun, aðalskipulag Reykjavíkurborgar, stefnumótun í málefnum ungs fólks, jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og margt fleira. Ég heiti því, og hvet samstarfsfólk mitt í borgarstjórn, að leggjast á eitt og rjúfa vítahring átakastjórnmál- anna. Í því felst að taka hlutverk okkar sem borgarfulltrúa alvarlegar en hlut- verk okkar sem meiri- eða minnihluta- fulltrúa, að vinna með fólki jafnvel þó við séum ekki alltaf sammála og finna bestu mögulegu niðurstöðu í öllum málum sem flestir geta sætt sig við. Rjúfum vítahring átakastjórnmálanna Vinnum saman Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi LAGERSALA Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi 40-80% afsláttur Reykjavík: Laugavegi 178 Rúmföt, handklæði barnavörur, púðar Akureyri: Glerártorgi dúkar, löberar og fleira Opið laugardag & sunnudag 11-16 Rúmföt - margar gerðir og stærðir Laugardag & sunnudag Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17 140x200, 140x220 200x200 & 220x200 Mikið úrval af hágæða handklæðum Baðhandklæði Stærð 70x140 1.990 kr 50% afslá ttur Stærðir Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 399 PVC mottur 50x80 cm 1.490 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is 14 viðhorf Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.